Ókurteisi við kassastarfsmenn matvöruverslana Elísabet Hall skrifar 27. október 2013 19:30 DV birti umfjöllun í vikunni þar sem viðskiptavinur Bónus í Holtagörðum segir frá búðarferð sinni í verslunina þar sem hann beið eftir afgreiðslu. Hún hafi þar orðið vitni að samtali tveggja annarra viðskiptavina við afgreiðslustúlku sem afgreiddi þau við kassann en hún hafi ekki verið meira en sextán eða sautján ára gömul. Viðskiptavinirnir voru hortugir og dónalegir við stúlkuna sem fól andlitið í höndum sér og grét eftir að viðskiptunum lauk. Starfsmenn búðarinnar voru slegnir yfir framkomu parsins enda höfðu flestir heyrt hvað fram fór þeirra á milli. En er algengt að starfsmenn verslana verði fyrir barðinu á ókurteisum viðskiptavinum? „Fólk er á móti því af því að það eru útlendingar að vinna. Eins og til dæmis kom maður til mín og spurði mig hvort ég væri útlendingur. Ég sagði honum að ég væri frá Bosníu og hann sagði að ég talaði mjög góða íslensku. Svo spurði hann mig hvort ég vildi ekki skipta yfir í íslenskt nafn. Þetta eyðileggur rosalega daginn fyrir manni. Þetta lætur manni líða illa.“ „Það kom inn einn maður sem bullaði eitthvað við mig af því að hann vissi að ég talaði ekki svo mikla íslensku.“ „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum.“ Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í samtali við Fréttastofu að svona mál væru litin alvarlegum augum og að farið hafi verið af stað með herferðina þeirra vegna svona mál. Jólin séu alltaf álagstími á starfsfólki verslana og mikilvægt sé að fólk passi framkomu sína. VR hefur nú aftur auglýsingaherferð sína í sjónvarpi til að endurvekja athygli fólks á þessum neikvæðu hliðum á störfum verslunarfólks. Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira
DV birti umfjöllun í vikunni þar sem viðskiptavinur Bónus í Holtagörðum segir frá búðarferð sinni í verslunina þar sem hann beið eftir afgreiðslu. Hún hafi þar orðið vitni að samtali tveggja annarra viðskiptavina við afgreiðslustúlku sem afgreiddi þau við kassann en hún hafi ekki verið meira en sextán eða sautján ára gömul. Viðskiptavinirnir voru hortugir og dónalegir við stúlkuna sem fól andlitið í höndum sér og grét eftir að viðskiptunum lauk. Starfsmenn búðarinnar voru slegnir yfir framkomu parsins enda höfðu flestir heyrt hvað fram fór þeirra á milli. En er algengt að starfsmenn verslana verði fyrir barðinu á ókurteisum viðskiptavinum? „Fólk er á móti því af því að það eru útlendingar að vinna. Eins og til dæmis kom maður til mín og spurði mig hvort ég væri útlendingur. Ég sagði honum að ég væri frá Bosníu og hann sagði að ég talaði mjög góða íslensku. Svo spurði hann mig hvort ég vildi ekki skipta yfir í íslenskt nafn. Þetta eyðileggur rosalega daginn fyrir manni. Þetta lætur manni líða illa.“ „Það kom inn einn maður sem bullaði eitthvað við mig af því að hann vissi að ég talaði ekki svo mikla íslensku.“ „Ég hef oft lent í því að fólk kemur til mín og segir mér að útlendingahyski sé að taka störfin frá okkur. Það kom maður til mín um daginn og sagði að hann væri ánægður að það væri loksins kominn Íslendingur á kassann. Þessir útlendingar ættu bara að drulla sér úr landinu okkar. Fólk er ekki að fatta að við erum manneskjur. Við erum bara á kassanum og fólk gleymir okkur stundum.“ Ólafía Björk Rafnsdóttir, formaður VR, sagði í samtali við Fréttastofu að svona mál væru litin alvarlegum augum og að farið hafi verið af stað með herferðina þeirra vegna svona mál. Jólin séu alltaf álagstími á starfsfólki verslana og mikilvægt sé að fólk passi framkomu sína. VR hefur nú aftur auglýsingaherferð sína í sjónvarpi til að endurvekja athygli fólks á þessum neikvæðu hliðum á störfum verslunarfólks.
Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Sjá meira