Þakklátur faðir skrifaði Källström bréf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2013 10:45 Källström og Max í Stokkhólmi á dögunum. Hinn átta ára gamli Max hafði æft sig í margar vikur til þess að þora að ganga út á Friends leikvanginn fyrir landsleik Svíþjóðar og Þýskalands á dögunum. Max er með Williams-heilkenni líkt og tíu önnur börn sem leiddu landsliðsmenn Svía út á völlinn í aðdraganda leiksins. Max var afar stressaður fyrir leikinn enda er hann sérstaklega viðkvæmur gagnvart miklum hávaða. Um fimmtíu þúsund áhorfendur voru mættir til að fylgjast með leiknum. Hann náði hins vegar að mynda góð tengsl við landsliðsmann Svía, miðjumanninn Kim Källström. Svo þakklátur var Emil, faðir Max, að hann ritaði Källström opinskátt bréf til þess að útskýra hversu mikla þýðingu stundin hefði haft fyrir son sinn. „Það voru viðbrögð þín Kim sem urðu til þess að sonur minn upplifði nákvæmlega það sama og allir aðrir þegar börnin gengu inn á völlinn,“ skrifar Emil. Hann segir Max hafa verið stoltur, fundist hann vera einstakur, ánægður að hafa klárað dæmið og verið sérstaklega hamingjusamur. „Það sem þú gerðir á þessum sjö til átta mínútum færir okkur fjölskyldunni margra mánaða gleði, minningar út lífið og upplifun Max: „Ég gat þetta.“ Því segir ég TAKK frá innstu hjartarótum!“ Samkvæmt föðurnum er Max nú öllum stundum klæddur sænska landsliðsbúningnum, telur sig vera sjónvarpsstjörnu og það sé Källström að þakka. Källström er ánægður að foreldrar Max séu ánægðir. Mestu máli hafi skipt að þeir Max hafi átt góða stund saman. „Á augnablikum sem þessum hegðar maður sér frekar eins og nágranni eða foreldri heldur en knattspyrnumaður. Ég geri mér grein fyrir ábyrgð gagnvart foreldrum sem eru örugglega margir hverjir efins og stressaðir í stúkunni. En líka ábyrgð gagnvart börnunum. Ég reyni að vera afslappaður og hef yfirleitt gaman af börnunum,“ segir Källström. Óhætt er að segja að bréfið hafi vakið mikla athygli. Nálægt 100 þúsund manns hafa líkað við það hér á Facebook þar sem hægt er að lesa það í heild sinni. Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira
Hinn átta ára gamli Max hafði æft sig í margar vikur til þess að þora að ganga út á Friends leikvanginn fyrir landsleik Svíþjóðar og Þýskalands á dögunum. Max er með Williams-heilkenni líkt og tíu önnur börn sem leiddu landsliðsmenn Svía út á völlinn í aðdraganda leiksins. Max var afar stressaður fyrir leikinn enda er hann sérstaklega viðkvæmur gagnvart miklum hávaða. Um fimmtíu þúsund áhorfendur voru mættir til að fylgjast með leiknum. Hann náði hins vegar að mynda góð tengsl við landsliðsmann Svía, miðjumanninn Kim Källström. Svo þakklátur var Emil, faðir Max, að hann ritaði Källström opinskátt bréf til þess að útskýra hversu mikla þýðingu stundin hefði haft fyrir son sinn. „Það voru viðbrögð þín Kim sem urðu til þess að sonur minn upplifði nákvæmlega það sama og allir aðrir þegar börnin gengu inn á völlinn,“ skrifar Emil. Hann segir Max hafa verið stoltur, fundist hann vera einstakur, ánægður að hafa klárað dæmið og verið sérstaklega hamingjusamur. „Það sem þú gerðir á þessum sjö til átta mínútum færir okkur fjölskyldunni margra mánaða gleði, minningar út lífið og upplifun Max: „Ég gat þetta.“ Því segir ég TAKK frá innstu hjartarótum!“ Samkvæmt föðurnum er Max nú öllum stundum klæddur sænska landsliðsbúningnum, telur sig vera sjónvarpsstjörnu og það sé Källström að þakka. Källström er ánægður að foreldrar Max séu ánægðir. Mestu máli hafi skipt að þeir Max hafi átt góða stund saman. „Á augnablikum sem þessum hegðar maður sér frekar eins og nágranni eða foreldri heldur en knattspyrnumaður. Ég geri mér grein fyrir ábyrgð gagnvart foreldrum sem eru örugglega margir hverjir efins og stressaðir í stúkunni. En líka ábyrgð gagnvart börnunum. Ég reyni að vera afslappaður og hef yfirleitt gaman af börnunum,“ segir Källström. Óhætt er að segja að bréfið hafi vakið mikla athygli. Nálægt 100 þúsund manns hafa líkað við það hér á Facebook þar sem hægt er að lesa það í heild sinni.
Fótbolti HM 2014 í Brasilíu Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Sjá meira