Gerplustelpur vörðu Norðurlandameistaratitilinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2013 14:37 Mynd/Fésbókarsíða FSÍ Gerpla er Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna en íslensku stelpurnar létu ekki kynslóðarskipti trufla sig og tryggðu sér gullið á NM í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku í dag. Kvennalið Stjörnunnar varð í sjötta sæti á mótinu. Gerpluliðið tryggði sér sigurinn með æfingum á trampólíni en þær fengu hæstu einkunn á trampólín og þá næsthæstu á gólfi. Sænsku stelpurnar í Örebro náðu bestu einkunninni á gólfi og settu með því mikla spennu í keppnina í lokin. Þetta eru fjórðu gullverðlaun Íslands í röð í hópfimleikum kvenna. Íslenska landsliðið hefur unnið tvö síðustu Evrópumót og Gerpla varði nú Norðurlandameistaratitil sinn í fyrsta sinn. Gerplustelpurnar hafa líka skipað íslenska landsliðið. Þetta er í þriðja sinn sem Gerpla vinnur Norðurlandameistaratitilinn en þær unnu í fyrsta sinn árið 2007 en náðu síðan ekki að verja titilinn 2009. Gerpluliðið byrjaði á góðri gólfæfingu og tók strax forystu í keppninni enda fengu stelpurnar 19.583 í einkunn fyrir dansinn sinn. Stjarnan varð í sjötta sæti eftir sína fyrstu grein sem var trampólínið og tryggði þeim einkunn upp á 16.600. Gerpla fékk 16.950 fyrir æfingar á dýnu en það var eitt fall í lokin. Gerpla var með 36,533 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar en datt niður í annað sæti á eftir sænska liðinu Örebro GF sem fékk 17.050 í einkunn á trampólín. Stjarnan var í þriðja sætinu eftir tvær fyrstu umferðirnar. Valgerður Sigfinnsdóttir bauð upp á tvöfald „straight“ með tvöfaldri skrúfu í dýnuæfingu Gerplu en á fésbókarsíðu Fimleikasambandsins er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist hjá Íslendingi í kvennakeppninni. Það var því mikil spenna fyrir síðustu greinina hjá Gerplu enda búnar að missa toppsætið til sænska liðsins. Lokagrein liðsins var á trampólínið. Fyrsta umferðin var flott en það gekk ekki eins vel í 2. umferðinni. Þriðja umferðin gekk hinsvegar betur. Gerpluliðið náði 17.300 í einkunn á trampólín og tryggði sér með því sigurinn. Frábært hjá stelpunum að halda áfram sigurgöngunni þrátt fyrir að missa marga reynslubolta úr liðiunu.Lokastaðan í keppni kvenna: 1. Gerpla 53.833 2. Örebro GF 52.800 3. Höganäs GF 52.483 4. Bolbro Gymnasterne 49.700 5. Tampereen Voimistelijat 48.016 6. Stjarnan 47.500 7. TeamGym Greve 47.183 8. Helsingfors GK 46.650 9. Arendal 43.075 10. Trondhjem 38.316Einkunnir íslensku liðanna:Gerpla Gólf: 19.583 Dýna: 16.950 Trampólín: 17.300Stjarnan Trampólín: 16.600 Gólf: 18.800 Dýna: 12.100 Íþróttir Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Sjá meira
Gerpla er Norðurlandameistari í hópfimleikum kvenna en íslensku stelpurnar létu ekki kynslóðarskipti trufla sig og tryggðu sér gullið á NM í hópfimleikum í Óðinsvéum í Danmörku í dag. Kvennalið Stjörnunnar varð í sjötta sæti á mótinu. Gerpluliðið tryggði sér sigurinn með æfingum á trampólíni en þær fengu hæstu einkunn á trampólín og þá næsthæstu á gólfi. Sænsku stelpurnar í Örebro náðu bestu einkunninni á gólfi og settu með því mikla spennu í keppnina í lokin. Þetta eru fjórðu gullverðlaun Íslands í röð í hópfimleikum kvenna. Íslenska landsliðið hefur unnið tvö síðustu Evrópumót og Gerpla varði nú Norðurlandameistaratitil sinn í fyrsta sinn. Gerplustelpurnar hafa líka skipað íslenska landsliðið. Þetta er í þriðja sinn sem Gerpla vinnur Norðurlandameistaratitilinn en þær unnu í fyrsta sinn árið 2007 en náðu síðan ekki að verja titilinn 2009. Gerpluliðið byrjaði á góðri gólfæfingu og tók strax forystu í keppninni enda fengu stelpurnar 19.583 í einkunn fyrir dansinn sinn. Stjarnan varð í sjötta sæti eftir sína fyrstu grein sem var trampólínið og tryggði þeim einkunn upp á 16.600. Gerpla fékk 16.950 fyrir æfingar á dýnu en það var eitt fall í lokin. Gerpla var með 36,533 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar en datt niður í annað sæti á eftir sænska liðinu Örebro GF sem fékk 17.050 í einkunn á trampólín. Stjarnan var í þriðja sætinu eftir tvær fyrstu umferðirnar. Valgerður Sigfinnsdóttir bauð upp á tvöfald „straight“ með tvöfaldri skrúfu í dýnuæfingu Gerplu en á fésbókarsíðu Fimleikasambandsins er haldið fram að þetta sé í fyrsta skipti sem það gerist hjá Íslendingi í kvennakeppninni. Það var því mikil spenna fyrir síðustu greinina hjá Gerplu enda búnar að missa toppsætið til sænska liðsins. Lokagrein liðsins var á trampólínið. Fyrsta umferðin var flott en það gekk ekki eins vel í 2. umferðinni. Þriðja umferðin gekk hinsvegar betur. Gerpluliðið náði 17.300 í einkunn á trampólín og tryggði sér með því sigurinn. Frábært hjá stelpunum að halda áfram sigurgöngunni þrátt fyrir að missa marga reynslubolta úr liðiunu.Lokastaðan í keppni kvenna: 1. Gerpla 53.833 2. Örebro GF 52.800 3. Höganäs GF 52.483 4. Bolbro Gymnasterne 49.700 5. Tampereen Voimistelijat 48.016 6. Stjarnan 47.500 7. TeamGym Greve 47.183 8. Helsingfors GK 46.650 9. Arendal 43.075 10. Trondhjem 38.316Einkunnir íslensku liðanna:Gerpla Gólf: 19.583 Dýna: 16.950 Trampólín: 17.300Stjarnan Trampólín: 16.600 Gólf: 18.800 Dýna: 12.100
Íþróttir Mest lesið „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Formúla 1 Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Íslenski boltinn Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Fótbolti Fleiri fréttir Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Tveir létust í hjólreiðakeppni Stelpurnar í BH enduðu 35 ára sigurgöngu Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ „Ég er 100% pirraður“ Dagskráin í dag: Þrír leikir í Bestu deildinni og Valur getur komist í 2-0 „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Skelltu sér í jarðarför Hauka „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Sjá meira