Hvernig virkar SkyActive spartækni Mazda? Finnur Thorlacius skrifar 8. nóvember 2013 11:30 Allir nýir bílar Mazda er búnir SkyActive spartækni sem hefur skilað sér í lágri eldsneytiseyðslu þeirra. En hvað felst í þessari tækni? SkyActiv er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið, sem léttir bílana. Nýju SkyActiv vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppunarhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneyti. Mikill munur er á fyrri gerðum Mazda bíla og þeim núverandi. Nýr Mazda3 er í boði með 120 hestafla 2ja lítra vél á meðan eldri bíllinn var með 105 hestafla 1,6 lítra vél. Nýja vélin skilar 14% fleiri hestöflum og togkrafturinn er 25% meiri. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem rúmtakið er meira í nýju vélinni. Það sem hins vegar skiptir mestu er að þrátt fyrir mun stærri og aflmeiri vél þá eyðir nýja vélin 20% minna eldsneyti en sú eldri og þá er CO2 losun 19% minni. Brimborg mun frumsýna nýja kynslóð Mazda3 á morgun, laugardag. Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Allir nýir bílar Mazda er búnir SkyActive spartækni sem hefur skilað sér í lágri eldsneytiseyðslu þeirra. En hvað felst í þessari tækni? SkyActiv er heiti á nýrri framleiðslutækni Mazda sem tekur til nýrra véla, nýrra sjálf- og beinskiptinga og nýrrar byggingartækni þar sem notað er meira af hástyrktarstáli í burðarvirkið, sem léttir bílana. Nýju SkyActiv vélarnar eru með sérstaklega lágu innra viðnámi og bensínvélin er með hæsta þjöppunarhlutfalli sem þekkist í fjöldaframleiddri vél eða 14:1. Þetta skilar hreinni bruna og betri nýtingu á eldsneyti. Mikill munur er á fyrri gerðum Mazda bíla og þeim núverandi. Nýr Mazda3 er í boði með 120 hestafla 2ja lítra vél á meðan eldri bíllinn var með 105 hestafla 1,6 lítra vél. Nýja vélin skilar 14% fleiri hestöflum og togkrafturinn er 25% meiri. Þetta þarf ekki að koma á óvart þar sem rúmtakið er meira í nýju vélinni. Það sem hins vegar skiptir mestu er að þrátt fyrir mun stærri og aflmeiri vél þá eyðir nýja vélin 20% minna eldsneyti en sú eldri og þá er CO2 losun 19% minni. Brimborg mun frumsýna nýja kynslóð Mazda3 á morgun, laugardag.
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent