Dubai lögreglan á 700 hestafla Geländerwagen Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2013 15:15 Geländerwagen Dubai lögreglunnar. Það er greinilega ekki nóg fyrir lögregluna í olíuríkinu Dubai að vera á Audi R8, Nissan GT-R og Mercedes Benz SL63 AMG sportbílum, það þarf helst helst enn öflugri jeppa til starfans. Geländerwagen jeppinn er framleiddur af Mercedes Benz en þessi er breyttur af Brabus og svona búinn heitir hann Brabus B63S-700 Widestar og þeir finnast ekki aflmeiri. Vél bílsins er 5,5 lítra V8 með tveimur forþjöppum og er þessi þungi bíll aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur fram hvað þessi bíll kostar lögregluna, en það skiptir víst litlu máli þegar fjármagnið veltur uppúr ríkiskassanum. Líklega vildi íslenska lögreglan geta leitað í svo digra sjóði, en því er ekki að heilsa, a.m.k. ekki fyrr en við finnum olíulindir við Ísland! Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent
Það er greinilega ekki nóg fyrir lögregluna í olíuríkinu Dubai að vera á Audi R8, Nissan GT-R og Mercedes Benz SL63 AMG sportbílum, það þarf helst helst enn öflugri jeppa til starfans. Geländerwagen jeppinn er framleiddur af Mercedes Benz en þessi er breyttur af Brabus og svona búinn heitir hann Brabus B63S-700 Widestar og þeir finnast ekki aflmeiri. Vél bílsins er 5,5 lítra V8 með tveimur forþjöppum og er þessi þungi bíll aðeins 4,9 sekúndur í hundraðið. Ekki kemur fram hvað þessi bíll kostar lögregluna, en það skiptir víst litlu máli þegar fjármagnið veltur uppúr ríkiskassanum. Líklega vildi íslenska lögreglan geta leitað í svo digra sjóði, en því er ekki að heilsa, a.m.k. ekki fyrr en við finnum olíulindir við Ísland!
Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Boris Spassky er látinn Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent