Íþróttasamband Íslands stendur fyrir opnum fundi í dag þar sem fjallað verður um lykiltölur úr rekstri íþróttahreyfingarinnar hér á landi.
Fundurinn fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og stendur yfir frá klukkan 13-16. Allir áhugasmir eru hvattir til að mæta á ráðstefnuna en ókeypis er inn.
Formenn sérsambanda ÍSÍ munu svo funda á árlegum formannafundi að ráðstefnunni lokinni klukkan 16.30. Þá munu fulltrúar héraðssambanda/íþróttabandalaga hittast á óformlegum fundi og ræða um sameiginleg hagsmunamál.
Rekstur íþróttafélaga til umræðu á opnum fundi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
