Ásgeir, sem er fæddur árið 1985, er landsliðsmaður í loftskammbyssu og frjálsri skammbyssu. Hann er sem stendur 17. sæti á Evrópulistanum og í 30.sæti á heimslistanum í
loftskammbyssu. Einnig er Ásgeir inná listunum í frjálsri skammbyssu, í 19. sæti á Evrópulistanum og í 39. sæti á heimslistanum.
Hann sigraði á öllum innlendum mótum sem hann tók þátt í á árinu og varð bæði Íslands- og bikarmeistari í sínum greinum.
Ásgeir komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Danmörku í janúar og hafnaði þar í 8.sæti af 61 keppanda í loftskammbyssu. Einnig keppti hann í frjálsri skammbyssu á Evrópumeistaramótinu í Króatíu og hafnaði þar í 15. sæti. Hann varð í 2.sæti á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg.
Einnig hafnaði hann í 14. sæti í frjálsri skammbyssu og 19. sæti í loftskammbyssu á heimsbikarmótinu í Kóreu og í 22. sæti á heimsbikarmótinu í München í lok maí.

silfurverðlaunum í loftskammbyssu á Smáþjóðaleikunum í Luxemburg og eins komst hún í úrslit í loftriffli á sama móti.
Hún varð Íslandsmeistari í 60 skota liggjandi riffli, Íslandsmeistari í frjálsri skammbyssu og eins í loftskammbyssu. Einnig varð hún Reykjavíkurmeistari í loftriffli.