Berglind Gígja og Lúðvík Már eru blakfólk ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2013 17:41 Berglind Gígja Jónsdóttir og Lúðvík Már Matthíasson. Mynd/Blaksamband Íslands Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið þau Berglindi Gígju Jónsdóttur og Lúðvík Má Matthíasson blakfólk ársins 2013 en þau koma bæði úr HK. Lúðvík Már Matthíasson er sautján ára gamall en hann er leikmaður með Íslands-, deildar- og Bikarmeisturum HK í Kópavogi. Á árinu lék Lúðvík Már með þremur landsliðum þar á meðal með A landsliði Íslands sem lék í undankeppni fyrir HM í Halmstad í Svíþjóð og á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Lúðvík spilaði með félaga sínum Theódóri Óskari Þorvaldssyni í fyrsta U19 ára landsliðinu í strandblaki sem keppti í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna í Nanjing en mótið var haldið í Berlín í ágúst. Í framhaldinu hélt liðið svo á NEVZA mót í Drammen í Noregi og enduðu þeir félagar í 5. sæti. Lúðvík var burðarás í U19 ára landsliðinu í blaki þegar liðið hafnaði í 5. sæti NEVZA mótsins í IKAST í Danmörku í október en 6 þjóðir tóku þátt. Auk þess að vinna allt sem í boði á síðustu leiktíð með liði sínu HK náði hann og félagi hans, Theódór, að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fullorðinsflokki í strandblaki. Auk þess urðu þeir félagar Íslandsmeistarar í flokki U21 og flokki U17. Berglind Gígja Jónsdóttir er 18 ára gömul og leikmaður með bikarmeistaraliði HK í Kópavogi. Á árinu lék hún með þremur landsliðum. Berglind Gígja lék með A landsliði Íslands sem tók þátt í fyrsta sinn í undankeppni fyrir HM í blaki en mótið fór fram í Daugavpils í Lettlandi. Þá tók hún einnig þátt með A landsliðinu í Smáþjóðaleikunum í sumar. Berglind spilaði með Elísabetu Einarsdóttur í dönsku úrvalsdeildinni í strandblaki í sumar og náðu þær ágætum árangri. Þær léku fyrir hönd Íslands í NEVZA móti í Drammen í Noregi í ágúst og hömpuðu þar NEVZA meistaratitli í flokki U19. Var þetta í fyrsta sinn sem íslenskt strandblaklið vinnur gullverðlaun í alþjóðlegu móti. Berglind var burðarás í U19 ára landsliði Íslands í blaki þegar liðið varð í 5. sæti í NEVZA móti í IKAST í Danmörku í október. Auk þess að verða bikarmeistari með liði HK í blaki varð Berglind Gígja Íslandsmeistari í strandblaki fullorðinna með Elísabetu Einarsdóttur en þetta var annað árið í röð sem þær hampa þessum titli. Þá unnu þær einnig Íslandsmeistaratitilinn í flokki U21. Íþróttir Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sjá meira
Stjórn Blaksambands Íslands hefur valið þau Berglindi Gígju Jónsdóttur og Lúðvík Má Matthíasson blakfólk ársins 2013 en þau koma bæði úr HK. Lúðvík Már Matthíasson er sautján ára gamall en hann er leikmaður með Íslands-, deildar- og Bikarmeisturum HK í Kópavogi. Á árinu lék Lúðvík Már með þremur landsliðum þar á meðal með A landsliði Íslands sem lék í undankeppni fyrir HM í Halmstad í Svíþjóð og á Smáþjóðaleikunum í Lúxemborg. Lúðvík spilaði með félaga sínum Theódóri Óskari Þorvaldssyni í fyrsta U19 ára landsliðinu í strandblaki sem keppti í undankeppni fyrir Ólympíuleika ungmenna í Nanjing en mótið var haldið í Berlín í ágúst. Í framhaldinu hélt liðið svo á NEVZA mót í Drammen í Noregi og enduðu þeir félagar í 5. sæti. Lúðvík var burðarás í U19 ára landsliðinu í blaki þegar liðið hafnaði í 5. sæti NEVZA mótsins í IKAST í Danmörku í október en 6 þjóðir tóku þátt. Auk þess að vinna allt sem í boði á síðustu leiktíð með liði sínu HK náði hann og félagi hans, Theódór, að vinna Íslandsmeistaratitilinn í fullorðinsflokki í strandblaki. Auk þess urðu þeir félagar Íslandsmeistarar í flokki U21 og flokki U17. Berglind Gígja Jónsdóttir er 18 ára gömul og leikmaður með bikarmeistaraliði HK í Kópavogi. Á árinu lék hún með þremur landsliðum. Berglind Gígja lék með A landsliði Íslands sem tók þátt í fyrsta sinn í undankeppni fyrir HM í blaki en mótið fór fram í Daugavpils í Lettlandi. Þá tók hún einnig þátt með A landsliðinu í Smáþjóðaleikunum í sumar. Berglind spilaði með Elísabetu Einarsdóttur í dönsku úrvalsdeildinni í strandblaki í sumar og náðu þær ágætum árangri. Þær léku fyrir hönd Íslands í NEVZA móti í Drammen í Noregi í ágúst og hömpuðu þar NEVZA meistaratitli í flokki U19. Var þetta í fyrsta sinn sem íslenskt strandblaklið vinnur gullverðlaun í alþjóðlegu móti. Berglind var burðarás í U19 ára landsliði Íslands í blaki þegar liðið varð í 5. sæti í NEVZA móti í IKAST í Danmörku í október. Auk þess að verða bikarmeistari með liði HK í blaki varð Berglind Gígja Íslandsmeistari í strandblaki fullorðinna með Elísabetu Einarsdóttur en þetta var annað árið í röð sem þær hampa þessum titli. Þá unnu þær einnig Íslandsmeistaratitilinn í flokki U21.
Íþróttir Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ Dagskráin í dag: Risaslagir í Meistaradeildinni ásamt Bónus deild kvenna „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sjá meira