Karl Steinar fór til Paragvæ vegna hvarfs Friðriks María Lilja Þrastardóttir skrifar 29. desember 2013 19:01 Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. Friðrik, sem er þrítugur Garðbæingur, hvarf sporlaust fyrripart ársins. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Paragvæ, en Friðrik hafði verið búsettur í Barcelona þar sem hann nam arkitektúr. Lögreglan lýsti fyrst eftir Friðriki í júlí. Fjölmiðlar hér á landi greindu frá því í sumar að grunur léki á að honum hefði verið ráðinn bani ytra. Sögusagnir um hvernig lát Friðriks hefði átt sér stað fóru á kreik og voru háværar og hrottafengnar. Talað var um að hvarf hans tengdist skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði anga sína á milli Íslands og Brasilíu. Friðrik var þá sagður fastur í viðjum fíknar og að dvöl hans í Suður-Ameríku tengdist einhverskonar fíkniefnamisferli. Þessa sögusagnir hafa þó aldrei fengist staðfestar og fátt virðist í raun benda til þess að þær eigi allar við rök að styðjast.Óttast að Friðrik sé fórnarlamb glæps Í ágúst síðastliðnum lýsti svo alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda. Þá hafði hann verið týndur í tæpa fimm mánuði. Í byrjun desember blés fjölskylda Friðriks til sóknar í leitinni. Stjúpmóðir hans kom fram í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC - Colour. Þar lýsti hún yfir þungum áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hún sagðist þá jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hún upplýsti um að Friðrik hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Fjölskyldan hefur einnig komið á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar sem orðið hafi einhvers áskynja, láti vita.Fréttastofa ræddi við stjúpmóður Friðriks í dag. Hún sagði fjölskylduna hafa tekið ákvörðun um að tjá sig ekki við fjölmiðla um málið á meðan svo lítið væri vitað.Litlar upplýsingar að fá í Paragvæ Móðir Friðriks tjáði okkur að þó að vefsíðan hefði vakið gríðarleg viðbrögð og hundruð ábendinga hefðu borist væri ekkert sem leiddi fjölskyldu og lögreglu á slóð hans. Hún sagði jafnframt að jólin hefðu verið fjölskyldunni þungbær þau væru þó jákvæð héldu fast í vonina um að finna Friðrik sem skæri sig úr fjöldanum í Paragvæ með sitt norræna útlit. Í sumar fór svo Karl Steinar til Paragvæ til að afla upllýsinga. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en horfðu þess í stað fram á afar óvenjulega stöðu hvað samvinnu varðar og að Paragvæ skæri sig þar úr öðrum löndum Suður-Ameríku. Litlar upplýsingar hefðu fengist í þeirri ferð. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, fór til Paragvæ í sumar til þess að reyna afla upplýsinga um hvarfs Friðriks Kristjánssonar sem hefur verið saknað frá því í byrjun apríl síðastliðnum. Friðrik, sem er þrítugur Garðbæingur, hvarf sporlaust fyrripart ársins. Síðast var vitað um ferðir hans í Suður-Ameríku, nánar tiltekið í Paragvæ, en Friðrik hafði verið búsettur í Barcelona þar sem hann nam arkitektúr. Lögreglan lýsti fyrst eftir Friðriki í júlí. Fjölmiðlar hér á landi greindu frá því í sumar að grunur léki á að honum hefði verið ráðinn bani ytra. Sögusagnir um hvernig lát Friðriks hefði átt sér stað fóru á kreik og voru háværar og hrottafengnar. Talað var um að hvarf hans tengdist skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði anga sína á milli Íslands og Brasilíu. Friðrik var þá sagður fastur í viðjum fíknar og að dvöl hans í Suður-Ameríku tengdist einhverskonar fíkniefnamisferli. Þessa sögusagnir hafa þó aldrei fengist staðfestar og fátt virðist í raun benda til þess að þær eigi allar við rök að styðjast.Óttast að Friðrik sé fórnarlamb glæps Í ágúst síðastliðnum lýsti svo alþjóðalögreglan, Interpol eftir Friðriki að beiðni íslenskra lögregluyfirvalda. Þá hafði hann verið týndur í tæpa fimm mánuði. Í byrjun desember blés fjölskylda Friðriks til sóknar í leitinni. Stjúpmóðir hans kom fram í viðtali við paragvæsku fréttastofuna ABC - Colour. Þar lýsti hún yfir þungum áhyggjum fjölskyldunnar af afdrifum Friðriks. Hún sagðist þá jafnframt óttast að stjúpsonur sinn hafi verið fórnarlamb glæps. Hún upplýsti um að Friðrik hafi síðast látið vita af sér 31. mars, en þá hafi hann hringt af flugvelli í Brasilíu og sagst vera á leið til Paragvæ. Fjölskyldan hefur einnig komið á fót vefsíðu á spænsku með upplýsingum og myndum af Friðriki í von um að spænskumælandi netverjar sem orðið hafi einhvers áskynja, láti vita.Fréttastofa ræddi við stjúpmóður Friðriks í dag. Hún sagði fjölskylduna hafa tekið ákvörðun um að tjá sig ekki við fjölmiðla um málið á meðan svo lítið væri vitað.Litlar upplýsingar að fá í Paragvæ Móðir Friðriks tjáði okkur að þó að vefsíðan hefði vakið gríðarleg viðbrögð og hundruð ábendinga hefðu borist væri ekkert sem leiddi fjölskyldu og lögreglu á slóð hans. Hún sagði jafnframt að jólin hefðu verið fjölskyldunni þungbær þau væru þó jákvæð héldu fast í vonina um að finna Friðrik sem skæri sig úr fjöldanum í Paragvæ með sitt norræna útlit. Í sumar fór svo Karl Steinar til Paragvæ til að afla upllýsinga. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag að íslenska lögreglan hefði lagt sig alla fram við að fá upplýsingar um málið en horfðu þess í stað fram á afar óvenjulega stöðu hvað samvinnu varðar og að Paragvæ skæri sig þar úr öðrum löndum Suður-Ameríku. Litlar upplýsingar hefðu fengist í þeirri ferð.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira