Brynjar Leó Kristinsson hafnaði í 39. sæti í 10 kílómetra göngu með frjálsri aðferð í Oberwiesenthal í Þýskalandi í gær.
Brynjar reynir að ná lágmarkinu fyrir Vetrarólympíuleikana í Sochi í Rússlandi í febrúar. Lágmarkið er 120 FIS punktar eða minna en 39. sæti skilaði honum 138.1 FIS punkti.
Lágmarkið náðist því ekki en hann mun halda áfram að reyna við lágmarkið á nýju ári. Hann ver jólunum við æfingar hjá þjálfara sínum í Svíþjóð.
