Nennir ekki lengur að telja húðflúrin Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 3. janúar 2013 06:00 Friðrik Jónsson fer yfirleitt til sama mannsins í Reykjavík til að láta flúra sig. Fréttablaðið/Vilhelm "Já, ég hugsa að ég sé sá tattúveraðasti á Eskifirði,“ segir Friðrik "Vader“ Jónsson, 25 ára Reykvíkingur sem hefur búið á Eskifirði undanfarin tvö ár. Friðrik er húðflúraður í bak og fyrir, og hefur ekki tölu á hversu mörg flúrin eru orðin. "Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru mörg. Ég hætti að nenna að telja fyrir löngu,“ segir Friðrik, en hann fékk fyrsta flúrið þegar hann var 16 ára gamall. Friðrik fluttist til Eskifjarðar þegar hann fékk vinnu í álverinu á Reyðarfirði og vöktu húðflúrin mikla athygli til að byrja með. "Það var svolítið gónt á mann í fyrstu, en núna er fólk orðið vant þessu,“ segir Friðrik. Hann fer reglulega til Reykjavíkur til að láta flúra sig. Friðrik segir ekki mikla tattú-menningu að finna á Eskifirði, en þó veit hann af einum og einum með flúr. "Þeir eru nú ekki margir. Allavega ekki svona mikið flúraðir.“ En er hægt að fá húðflúr fyrir austan? "Það er alveg hægt að láta flúra sig hérna, en ég fer yfirleitt alltaf til sama mannsins í Reykjavík,“ segir Friðrik, en sá heitir Jason og starfar hjá Reykjavík Ink. "Ég hef farið til hans í mörg ár og það er nóg fyrir mig að segja honum hvað ég vil og þá teiknar hann það. Eiginlega undantekningarlaust líkar mér vel við það, enda veit hann alveg hvað ég vil.“ "No comment" á Jar-JarUppáhaldsflúrið, mynd af Svarthöfða.Uppáhaldsflúr Friðriks er mynd af Svarthöfða sem hann fékk sér á handarbakið í fyrra, en það var Gunnar á Íslensku húðflúrsstofunni sem flúraði. "Ég er mikill Star Wars-aðdáandi,“ segir Friðrik og útilokar ekki að fá sér fleiri Star Wars-húðflúr. Hann hefur hins vegar ekki í hyggju að skreyta sig með hinum umdeilda Jar Jar Binks, eyrnastóra sprellikarlinum úr The Phantom Menace. "No comment. Hann er óþolandi.“ Húðflúr Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira
"Já, ég hugsa að ég sé sá tattúveraðasti á Eskifirði,“ segir Friðrik "Vader“ Jónsson, 25 ára Reykvíkingur sem hefur búið á Eskifirði undanfarin tvö ár. Friðrik er húðflúraður í bak og fyrir, og hefur ekki tölu á hversu mörg flúrin eru orðin. "Ég hef ekki hugmynd um hvað þau eru mörg. Ég hætti að nenna að telja fyrir löngu,“ segir Friðrik, en hann fékk fyrsta flúrið þegar hann var 16 ára gamall. Friðrik fluttist til Eskifjarðar þegar hann fékk vinnu í álverinu á Reyðarfirði og vöktu húðflúrin mikla athygli til að byrja með. "Það var svolítið gónt á mann í fyrstu, en núna er fólk orðið vant þessu,“ segir Friðrik. Hann fer reglulega til Reykjavíkur til að láta flúra sig. Friðrik segir ekki mikla tattú-menningu að finna á Eskifirði, en þó veit hann af einum og einum með flúr. "Þeir eru nú ekki margir. Allavega ekki svona mikið flúraðir.“ En er hægt að fá húðflúr fyrir austan? "Það er alveg hægt að láta flúra sig hérna, en ég fer yfirleitt alltaf til sama mannsins í Reykjavík,“ segir Friðrik, en sá heitir Jason og starfar hjá Reykjavík Ink. "Ég hef farið til hans í mörg ár og það er nóg fyrir mig að segja honum hvað ég vil og þá teiknar hann það. Eiginlega undantekningarlaust líkar mér vel við það, enda veit hann alveg hvað ég vil.“ "No comment" á Jar-JarUppáhaldsflúrið, mynd af Svarthöfða.Uppáhaldsflúr Friðriks er mynd af Svarthöfða sem hann fékk sér á handarbakið í fyrra, en það var Gunnar á Íslensku húðflúrsstofunni sem flúraði. "Ég er mikill Star Wars-aðdáandi,“ segir Friðrik og útilokar ekki að fá sér fleiri Star Wars-húðflúr. Hann hefur hins vegar ekki í hyggju að skreyta sig með hinum umdeilda Jar Jar Binks, eyrnastóra sprellikarlinum úr The Phantom Menace. "No comment. Hann er óþolandi.“
Húðflúr Mest lesið Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Lífið Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Lífið Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Tíska og hönnun Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Kemur út sem pankynhneigð Lífið „Pylsa“ sækir í sig veðrið Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins Lífið Fleiri fréttir Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Langömmulán hjá Eddu Björgvins Kemur út sem pankynhneigð Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Einfaldar leiðir til að róa taugakerfið Nýju fötin forsetans Erla og Ólafur selja glæsilegt einbýli í Vesturbænum Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Dúnmjúkir pizzasnúningar Fáklædd og glæsileg við sundlaugarbakkann Flugfreyjusætið var inni á klósettinu Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Elskar Kennedy þó þeir ræði lítið pólitík í matarboðum Kennir kettinum hundatrix og heklar á hann föt Martin og Anna María selja hönnunaríbúð í Garðabæ Þaggar niður í orðrómi um sambandsslit Fjörutíu ára draumur Guðmundar rættist Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Sjá meira