Leikur á móti sjálfum sér Álfrún Pálsdóttir skrifar 23. janúar 2013 07:00 Björn Jörundur Friðbjörnsson leikur á móti sjálfum sér í þriðju þáttaröð Hæ Gosa. „Ég kom mér sjálfur inn í þættina með því að stinga upp á að ég léki sjálfan mig að hitta tvíburabróður minn," segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Hann leikur í þriðju seríu sjónvarpsþáttarins Hæ Gosi sem fer í loftið í lok mánaðarins. Þættirnir hafa notið vinsælda, en söguhetjur þeirra eru bræðurnir Börkur og Víðir, leiknir af Árna Pétri og Kjartani Guðjónssonum. Meðal annarra leikara eru María Ellingsen og Helga Braga Jónsdóttir. Leikstjóri þáttanna er Arnór Pálmi Arnarson. Björn Jörundur kemur nýr inn í þættina og fer með hlutverk lögreglumanns úr Reykjavík, Árna Jörundar. „Ég stakk þessari hugmynd að Kjartani þegar við vorum heilan vetur í leiklistarfangelsi ríkisins á Akureyri að leika saman í Gulleyjunni. Aðstandendur þáttanna tóku hugmyndina á flug og skrifuðu heilan þátt þar sem hann Árni Jörundur tuktar til bróður sinn, popparann Björn Jörund. Mér fannst þetta skemmtileg saga og hafði gaman af því að vera með," segir Björn Jörundur sem bíður spenntur eftir að sjá útkomuna, enda tökurnar skemmtilegar. „Það var frábært að vinna með mér og það kom mér á óvart hvað ég er í raun fínn gæi." Þriðja sería sjónvarpsþáttanna Hæ Gosi fer í loftið þann 31. janúar næstkomandi á Skjá Einum. Menning Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég kom mér sjálfur inn í þættina með því að stinga upp á að ég léki sjálfan mig að hitta tvíburabróður minn," segir leikarinn og tónlistarmaðurinn Björn Jörundur Friðbjörnsson. Hann leikur í þriðju seríu sjónvarpsþáttarins Hæ Gosi sem fer í loftið í lok mánaðarins. Þættirnir hafa notið vinsælda, en söguhetjur þeirra eru bræðurnir Börkur og Víðir, leiknir af Árna Pétri og Kjartani Guðjónssonum. Meðal annarra leikara eru María Ellingsen og Helga Braga Jónsdóttir. Leikstjóri þáttanna er Arnór Pálmi Arnarson. Björn Jörundur kemur nýr inn í þættina og fer með hlutverk lögreglumanns úr Reykjavík, Árna Jörundar. „Ég stakk þessari hugmynd að Kjartani þegar við vorum heilan vetur í leiklistarfangelsi ríkisins á Akureyri að leika saman í Gulleyjunni. Aðstandendur þáttanna tóku hugmyndina á flug og skrifuðu heilan þátt þar sem hann Árni Jörundur tuktar til bróður sinn, popparann Björn Jörund. Mér fannst þetta skemmtileg saga og hafði gaman af því að vera með," segir Björn Jörundur sem bíður spenntur eftir að sjá útkomuna, enda tökurnar skemmtilegar. „Það var frábært að vinna með mér og það kom mér á óvart hvað ég er í raun fínn gæi." Þriðja sería sjónvarpsþáttanna Hæ Gosi fer í loftið þann 31. janúar næstkomandi á Skjá Einum.
Menning Mest lesið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira