Tilboð Wetzlar var ekkert ofan á brauð Henry Birgir Gunnarsson skrifar 31. janúar 2013 06:45 Lið í Þýskalandi og Danmörku hafa verið að gefa Kára gaum.fréttablaðið/vilhelm Línumaðurinn sterki Kári Kristján Kristjánsson náði ekki samningum við félag sitt, Wetzlar, og þarf því að færa sig annað í sumar. Hann er með mörg járn í eldinum og segist ekki vera smeykur við framhaldið hjá sér og fjölskyldunni. Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson mun söðla um næsta sumar en félag hans, Wetzlar, hefur gefið út að hann verði ekki með liðinu á næstu leiktíð. Þriggja ára veru hans hjá félaginu lýkur því brátt. Samningar tókust ekki milli Kára og félagsins og hann er því laus allra mála næsta sumar. „Við höfum ekki náð saman. Ég var alveg til í að vera áfram hérna ef þetta hefði verið eitthvað ofan á brauð. Það er því miður ekki staðan," sagði Kári Kristján við Fréttablaðið í gær en hann er ekki sá eini sem er á förum. „Það verða miklar breytingar hjá félaginu og farið að kvarnast úr hópnum. Það er þegar orðið ljóst að fimm leikmenn fara frá félaginu og þeir gætu orðið sex," sagði Kári en félagið samdi við neðrideildarleikmann til þess að leysa hann af. Það segir margt um fjárhagsstöðu félagsins. „Næsta tímabil verður fróðlegt hjá félaginu. Þeir segjast þurfa að spara og þeir menn sem þeir hafa verið að fá í staðinn eru klárlega ekki betri leikmenn." Kári er búinn að vera að horfa í kringum sig eftir nýjum tækifærum síðan í desember. Hann sló svo í gegn með íslenska landsliðinu á HM á Spáni. Það vakti áhuga margra félaga á honum. „Ég get ekki neitað því að fyrirspurnum hefur fjölgað frá því á HM og það er jákvætt. Það er ýmislegt í gangi hjá mér núna en ég get því miður ekki tjáð mig um það núna. Ég get þó sagt að það eru félög í Þýskalandi og Danmörku sem hafa sýnt áhuga," sagði Kári en hann hefur verið orðaður við danska liðið Bjerringbro-Silkeborg. Hann vildi ekkert tjá sig um meintan áhuga þess félags. „Ég er silkislakur og bíð eftir því hvað ratar inn á borð til mín. Svo þarf maður að vega og meta það sem dettur inn." Línumaðurinn sterki, sem oftar en ekki er kallaður Heimaklettur, hefur ekki áhyggjur af framtíðinni enda með mörg járn í eldinum. „Ég er ekki smeykur við framhaldið og lít framtíðina björtum augum. Það eru örugglega spennandi ævintýri sem bíða handan við hornið. Ég þarf að vanda valið vel engu að síður." Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira
Línumaðurinn sterki Kári Kristján Kristjánsson náði ekki samningum við félag sitt, Wetzlar, og þarf því að færa sig annað í sumar. Hann er með mörg járn í eldinum og segist ekki vera smeykur við framhaldið hjá sér og fjölskyldunni. Landsliðsmaðurinn Kári Kristján Kristjánsson mun söðla um næsta sumar en félag hans, Wetzlar, hefur gefið út að hann verði ekki með liðinu á næstu leiktíð. Þriggja ára veru hans hjá félaginu lýkur því brátt. Samningar tókust ekki milli Kára og félagsins og hann er því laus allra mála næsta sumar. „Við höfum ekki náð saman. Ég var alveg til í að vera áfram hérna ef þetta hefði verið eitthvað ofan á brauð. Það er því miður ekki staðan," sagði Kári Kristján við Fréttablaðið í gær en hann er ekki sá eini sem er á förum. „Það verða miklar breytingar hjá félaginu og farið að kvarnast úr hópnum. Það er þegar orðið ljóst að fimm leikmenn fara frá félaginu og þeir gætu orðið sex," sagði Kári en félagið samdi við neðrideildarleikmann til þess að leysa hann af. Það segir margt um fjárhagsstöðu félagsins. „Næsta tímabil verður fróðlegt hjá félaginu. Þeir segjast þurfa að spara og þeir menn sem þeir hafa verið að fá í staðinn eru klárlega ekki betri leikmenn." Kári er búinn að vera að horfa í kringum sig eftir nýjum tækifærum síðan í desember. Hann sló svo í gegn með íslenska landsliðinu á HM á Spáni. Það vakti áhuga margra félaga á honum. „Ég get ekki neitað því að fyrirspurnum hefur fjölgað frá því á HM og það er jákvætt. Það er ýmislegt í gangi hjá mér núna en ég get því miður ekki tjáð mig um það núna. Ég get þó sagt að það eru félög í Þýskalandi og Danmörku sem hafa sýnt áhuga," sagði Kári en hann hefur verið orðaður við danska liðið Bjerringbro-Silkeborg. Hann vildi ekkert tjá sig um meintan áhuga þess félags. „Ég er silkislakur og bíð eftir því hvað ratar inn á borð til mín. Svo þarf maður að vega og meta það sem dettur inn." Línumaðurinn sterki, sem oftar en ekki er kallaður Heimaklettur, hefur ekki áhyggjur af framtíðinni enda með mörg járn í eldinum. „Ég er ekki smeykur við framhaldið og lít framtíðina björtum augum. Það eru örugglega spennandi ævintýri sem bíða handan við hornið. Ég þarf að vanda valið vel engu að síður."
Mest lesið „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Þungarokkið þaut áfram en á eftir að kaupa afmælisgjöf handa konunni Sport Senda samúðarkveðjur eftir að nánir vinir Joshua létust í banaslysinu Sport Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Fótbolti Fór grátandi upp á sjúkrahús eftir fall stuttu fyrir ÓL Sport Mennirnir sem létust voru þjálfarar og nánir vinir Anthony Joshua Sport Fleiri fréttir Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Sjá meira