Lífið

Japanar hrifnir af Farmers Market

Góðar viðtökur Jóel Pálsson hjá Farmers Market segir þau halda öllum útlimum á jörðinni þrátt fyrir góðar viðtökur á tískuvikunum í Berlín og Kaupmannahöfn. Hér ásamt konu sinni Bergþóru Guðnadóttur, yfirhönnuði Farmers Market. Fréttablaðið/stefán
Góðar viðtökur Jóel Pálsson hjá Farmers Market segir þau halda öllum útlimum á jörðinni þrátt fyrir góðar viðtökur á tískuvikunum í Berlín og Kaupmannahöfn. Hér ásamt konu sinni Bergþóru Guðnadóttur, yfirhönnuði Farmers Market. Fréttablaðið/stefán
„Við vorum að fá þær fréttir að salan á Farmers Market í Japan hafi gengið mjög vel í haust sem er auðvitað hið besta mál,“ segir Jóel Pálsson hjá Farmers Market sem þessa dagana er á flakki milli tískuvikna út í heimi.

Það er Bergþóra Guðnadóttir sem er hönnuður Farmers Market en þau Jóel eru nýkomin frá Berlín og eru núna á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Viðtökur íslenska merkisins, sem er hvað frægast fyrir fallegar prjónaflíkur, hafa verið mjög góðar hingað til.

„Við erum á fullu að kynna haust- og vetrarlínu fyrir 2013-14 og höfum bætt við okkur slatta af nýjum söluaðilum hingað og þangað um Evrópu,“ segir Jóel og bætir við að Japan hafi frá upphafi verið þeirra stærsti útflutningsmarkaður.

„Nú í haust bættust 15 nýir söluaðilar við í Japan, meðal annars verslanir Loftman og Journal Standard sem eru mjög þekktar keðjur þar í landi. Við stillum þó öllum væntingum í hóf með framhaldið og höldum öllum útlimum á jörðinni. Hlutirnir breytast hratt í þessum bransa.“

Farmers Market er ekki eina íslenska fatamerkið sem freistar gæfunnar á sölu- og tískusýningunum í Kaupmannahöfn en þar eru einnig hönnunarteymi Andersen&Lauth að kynna nýja línu sína.

Bæði merkin taka þátt í Reykjavík Fashion Festival í ár. Einnig eru Hugrún Árnadóttir og Magni Þorsteinsson með merki sitt Kron by Kronkron í Kaupmannahöfn en þau hafa tekið þátt í tískuvikunni þar síðustu misseri. - áp

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.