Áslaug ein sú áhrifamesta í NY Sara McMahon skrifar 11. febrúar 2013 09:00 Áslaug Magnúsdóttir, forstjóri Moda Operandi, er talin einn af áhrifamestu einstaklingum tískuiðnaðarins í New York. mynd/Robert Caplin Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Moda Operandi, er á lista Fashionista.com yfir valdamestu einstaklingana í tískuiðnaðinum í New York. Fimmtíu manns eru á listanum, þar á meðal Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue. Á listanum eru alls fimmtíu einstaklingar sem starfa innan tískuiðnaðarins, þar á meðal fatahönnuðir, fyrirsætur, stílistar og forstjórar. Áslaug er í flokki forstjóra, en alls voru sex einstaklingar nefndir í þeim flokki. Fashionista.com taldi Andrew Rosen, forstjóra Theory, fjárfestinn Shana Fisher, Robert Duffy, forstjóra Marc Jacobs, James Gardner, forstjóra Createthe Group og loks Mark Lee, forstjóra verslunarinnar Barneys New York, til áhrifamestu forstjóra og fjárfesta New York. Áslaug er ekki eini starfsmaður Moda Operandi sem komst á lista Fashionista.com því Taylor Tomasi Hill, listrænn stjórnandi Moda Operandi, er nefnd í flokki áhrifamestu innkaupastjóra og listrænna stjórnenda New York. Tomasi Hill er einnig tíður gestur á erlendum götutískubloggum og sótti einnig Ísland heim í tengslum við RFF árið 2012. Aðrir sem komust á listann yfir valdamestu einstaklingana eru Anna Wintour, bloggarinn Bryan Boy og stílistarnir Grace Coddington og Carine Roitfeld. RFF Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Áslaug Magnúsdóttir, eigandi Moda Operandi, er á lista Fashionista.com yfir valdamestu einstaklingana í tískuiðnaðinum í New York. Fimmtíu manns eru á listanum, þar á meðal Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue. Á listanum eru alls fimmtíu einstaklingar sem starfa innan tískuiðnaðarins, þar á meðal fatahönnuðir, fyrirsætur, stílistar og forstjórar. Áslaug er í flokki forstjóra, en alls voru sex einstaklingar nefndir í þeim flokki. Fashionista.com taldi Andrew Rosen, forstjóra Theory, fjárfestinn Shana Fisher, Robert Duffy, forstjóra Marc Jacobs, James Gardner, forstjóra Createthe Group og loks Mark Lee, forstjóra verslunarinnar Barneys New York, til áhrifamestu forstjóra og fjárfesta New York. Áslaug er ekki eini starfsmaður Moda Operandi sem komst á lista Fashionista.com því Taylor Tomasi Hill, listrænn stjórnandi Moda Operandi, er nefnd í flokki áhrifamestu innkaupastjóra og listrænna stjórnenda New York. Tomasi Hill er einnig tíður gestur á erlendum götutískubloggum og sótti einnig Ísland heim í tengslum við RFF árið 2012. Aðrir sem komust á listann yfir valdamestu einstaklingana eru Anna Wintour, bloggarinn Bryan Boy og stílistarnir Grace Coddington og Carine Roitfeld.
RFF Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Lífið „Ég held ég sé með niðurgang“ Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira