Tekur skólabækurnar með á æfingu Álfrún Pálsdóttir skrifar 21. febrúar 2013 15:30 Melkorka Davíðsdóttir Pitt. Mynd/Vilhelm "Ég er miklu frekar spennt en kvíðin fyrir frumsýninguna sem er gott," segir 15 ára leikkonan Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í leikritinu Fyrirheitna landið – Jerúsalem sem verður frumsýnt á laugardaginn í Þjóðleikhúsinu. Melkorka er alvön leiksviðinu þrátt fyrir ungan aldur en hún hefur meðal annars leikið í Kardimommubænum og söngleikjunum Oliver og Galdrakarlinum í Oz. Nú er hún hins vegar í fyrsta sinn í fullorðinsleikriti og segir þá reynslu vera skemmtilega. "Þetta er öðruvísi en ég er vön. Í söngleikjum þarf maður að gefa mikla orku og syngja og dansa á sviðinu. Nú er þetta öðruvísi krefjandi og það reynir meira á leikinn," segir Melkorka en æfingar á verkinu hófust eftir áramót. "Æfingarnar hafa mest verið á kvöldin svo ég get alveg verið í skólanum. Svo reyni ég að taka skólabækurnar með og glugga í þær þegar ég hef tíma en það getur stundum verið erfitt að einbeita sér að þeim." Melkorka er í tíunda bekk í Landakotsskóla og stefnir á Menntaskólann í Reykjavík í haust. Hún segist vel geta hugsað sér að leggja leiklistina fyrir sér í framtíðinni en hún er einnig að læra ballett í Listdansskóla Íslands. Það var einmitt rétt fyrir balletttíma sem Guðjón Pedersen, leikstjóri verksins, gaf sig á tal við Melkorku og bað hana um að koma í prufu. "Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér og get alveg hugsað mér að fara í leiklist, dans eða kannski fatahönnun. Það er eitthvað sérstakt og heillandi við leikhúsið. Skemmtilegur andi og líflegt fólk." Leikritið Fyrirheitna landið – Jerúsalem skartar Hilmi Snæ Guðnasyni í aðalhlutverki en verkið er ekki talið við hæfi barna. Þetta er verðlaunaverk sem var frumflutt í London árið 2009 og fjallar um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða. Aðspurð hvort hún ætli að geri eitthvað sérstakt á frumsýningardaginn svarar Melkorka skynsamlega. "Ég held að það sé mikilvægast að sofa vel og borða hollan og góðan mat. Svo ætla ég að einbeita mér að því að hafa gaman að þessu. Við Saga Garðarsdóttir, sem er með mér í herbergi, deilum miklum súkkulaðiáhuga og ætlum að birgja okkur upp af því fyrir kvöldið." Menning Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira
"Ég er miklu frekar spennt en kvíðin fyrir frumsýninguna sem er gott," segir 15 ára leikkonan Melkorka Davíðsdóttir Pitt sem fer með eitt af aðalhlutverkunum í leikritinu Fyrirheitna landið – Jerúsalem sem verður frumsýnt á laugardaginn í Þjóðleikhúsinu. Melkorka er alvön leiksviðinu þrátt fyrir ungan aldur en hún hefur meðal annars leikið í Kardimommubænum og söngleikjunum Oliver og Galdrakarlinum í Oz. Nú er hún hins vegar í fyrsta sinn í fullorðinsleikriti og segir þá reynslu vera skemmtilega. "Þetta er öðruvísi en ég er vön. Í söngleikjum þarf maður að gefa mikla orku og syngja og dansa á sviðinu. Nú er þetta öðruvísi krefjandi og það reynir meira á leikinn," segir Melkorka en æfingar á verkinu hófust eftir áramót. "Æfingarnar hafa mest verið á kvöldin svo ég get alveg verið í skólanum. Svo reyni ég að taka skólabækurnar með og glugga í þær þegar ég hef tíma en það getur stundum verið erfitt að einbeita sér að þeim." Melkorka er í tíunda bekk í Landakotsskóla og stefnir á Menntaskólann í Reykjavík í haust. Hún segist vel geta hugsað sér að leggja leiklistina fyrir sér í framtíðinni en hún er einnig að læra ballett í Listdansskóla Íslands. Það var einmitt rétt fyrir balletttíma sem Guðjón Pedersen, leikstjóri verksins, gaf sig á tal við Melkorku og bað hana um að koma í prufu. "Ég hef verið að velta þessu svolítið fyrir mér og get alveg hugsað mér að fara í leiklist, dans eða kannski fatahönnun. Það er eitthvað sérstakt og heillandi við leikhúsið. Skemmtilegur andi og líflegt fólk." Leikritið Fyrirheitna landið – Jerúsalem skartar Hilmi Snæ Guðnasyni í aðalhlutverki en verkið er ekki talið við hæfi barna. Þetta er verðlaunaverk sem var frumflutt í London árið 2009 og fjallar um átök siðmenningarinnar og hins frumstæða. Aðspurð hvort hún ætli að geri eitthvað sérstakt á frumsýningardaginn svarar Melkorka skynsamlega. "Ég held að það sé mikilvægast að sofa vel og borða hollan og góðan mat. Svo ætla ég að einbeita mér að því að hafa gaman að þessu. Við Saga Garðarsdóttir, sem er með mér í herbergi, deilum miklum súkkulaðiáhuga og ætlum að birgja okkur upp af því fyrir kvöldið."
Menning Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Sjá meira