Eigum við að skima fyrir HIV? Teitur Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2013 06:00 Þegar við ræðum um skimun fyrir sjúkdómum er verið að meina það að skoða einstaklinga sem eru einkennalausir. Það eru þeir sem ekki vita til þess að þeir hafi nokkurn sjúkdóm og kenna sér því einskis meins og þar af leiðir að þeir leita ekki til læknis. Það tekur langan tíma fyrir vísindasamfélagið að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það hvaða sjúkdómum skuli skima fyrir og ekki síður fyrir heilbrigðisyfirvöld að bregðast við kröfum um slíkt. Markmiðið með slíkri skoðun er að greina sjúkdóma á frumstigi og eiga þá betri möguleika hvað varðar meðhöndlun og lækningu. Til þess að hægt sé að beita þessari aðferð verða að vera til nægjanlega næmar og sértækar rannsóknir sem geta greint viðkomandi sjúkdóm snemma og þannig auðveldað meðferð, lækningu og/eða aukið lífsgæði einstaklingsins. Þá fylgir orðinu skimun að slík leit sé gerð á skipulegan hátt og reglubundið með það að markmiði að ná sem flestum og helst skilja engan eftir óskoðaðan.Óskiljanlegt Undir þessa skilgreiningu falla nokkrir sjúkdómar og við stundum þegar slíkar skoðanir til að finna þá. Hérlendis framkvæmum við hópleit vegna brjóstakrabbameina og í leghálsi kvenna, en einmitt slíkar skoðanir eru uppistaðan í vinnu leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Annar sjúkdómur sem uppfyllir sannarlega ofangreind skilmerki en fær skammarlega litla athygli er ristilkrabbamein. Það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að komast að niðurstöðu um að hefja slíka skimun. Ákveðin vakning hefur átt sér stað og sporgöngumenn hafa haldið þessu máli á lofti en án raunverulegs árangurs, því miður, enn sem komið er. Maður skyldi halda að það væru fjölmargir aðrir sjúkdómar en þessir sem væri skimað fyrir en svo er ekki. Lífstílssjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar og sykursýki falla til dæmis ekki undir þessa skilgreiningu þrátt fyrir að læknar og heilbrigðisstarfsfólk keppist við að reyna að finna þá áður en þeir valda óafturkræfum skaða. Þeir eru sannarlega mun algengari og fleiri látast úr þeim á hverju ári en úr krabbameinum svo dæmi séu tekin. En hvernig dettur manni þá í hug að það eigi að skima fyrir HIV-sjúkdómi? Svo sjaldgæfur sjúkdómur sem HIV er, eða hvað? Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu er ljóst að einstaklingar sem greinast með HIV á hverju ári eru mögulega fleiri en þær konur sem greinast með leghálskrabbamein, en aukning hefur verið í hvoru tveggja undanfarin ár. Tölurnar eru að vísu ekki alveg samanburðarhæfar þar sem nýjustu tölur í Krabbameinsskrá eru frá 2010. Sérstakt átak var reyndar á síðasta ári til að hvetja konur til leitar sem er mikilvægt og skal ekki dregið úr því hér. Ég er einfaldlega að benda á það að sjúkdómur eins og HIV er tiltölulega algengur sé hann borinn saman við t.d. leghálskrabbamein, sem er greint með skoðun og leghálsstroki sem flestar konur undirgangast reglulega og miklu er kostað til árlega í slíkri skimun. Sé aftur borið saman við fjölda ristilkrabbameina sem greinast á hverju ári sést að mun fleiri konur fá slík mein en öll önnur krabbamein í kyn- og æxlunarfærum samanlagt. Það halda því engin rök í því máli að skima ekki fyrir ristilkrabbameini.Breyttar ráðleggingar Nú er það svo að við hér á Íslandi fylgjum vitaskuld leiðbeiningum sem koma utan úr hinum stóra vísindaheimi og er breytinga að vænta þaðan. Einmitt núna er búist við því af hálfu US Preventive Services Task Force, sem er óháð stofnun í Bandaríkjunum er gefur út ráðleggingar varðandi skimun og forvarnir sjúkdóma, að leiðbeiningum varðandi skimun á HIV verði breytt úr því að það séu einungis þeir sem eru í áhættuhópum sem skuli skimaðir í það að allir á aldrinum 15-65 skuli skoðaðir með tilliti til þessa sjúkdóms með blóðrannsókn. Þetta eru tíðindi og eru þessar breyttu ráðleggingar byggðar á því að um 1,2 milljónir manna í BNA séu með HIV og allt að fjórðungur þeirra viti ekki af því, auk þess að vitað er í dag að snemmbært inngrip og meðferð með lyfjum getur skipt sköpum um framgang þessa skæða sjúkdóms. Þá er það þekkt að einstaklingar geta verið smitaðir árum saman án þess að sýna nokkur merki sjúkdóms og því vafalaust einhver fjöldi hérlendis líkt og annars staðar sem veit ekki að hann er smitaður og fær því meðhöndlun seinna en heppilegt er. Það að byrja skimun fyrir HIV hérlendis er vafalaust umræða sem við munum taka á næstunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Þegar við ræðum um skimun fyrir sjúkdómum er verið að meina það að skoða einstaklinga sem eru einkennalausir. Það eru þeir sem ekki vita til þess að þeir hafi nokkurn sjúkdóm og kenna sér því einskis meins og þar af leiðir að þeir leita ekki til læknis. Það tekur langan tíma fyrir vísindasamfélagið að komast að sameiginlegri niðurstöðu um það hvaða sjúkdómum skuli skima fyrir og ekki síður fyrir heilbrigðisyfirvöld að bregðast við kröfum um slíkt. Markmiðið með slíkri skoðun er að greina sjúkdóma á frumstigi og eiga þá betri möguleika hvað varðar meðhöndlun og lækningu. Til þess að hægt sé að beita þessari aðferð verða að vera til nægjanlega næmar og sértækar rannsóknir sem geta greint viðkomandi sjúkdóm snemma og þannig auðveldað meðferð, lækningu og/eða aukið lífsgæði einstaklingsins. Þá fylgir orðinu skimun að slík leit sé gerð á skipulegan hátt og reglubundið með það að markmiði að ná sem flestum og helst skilja engan eftir óskoðaðan.Óskiljanlegt Undir þessa skilgreiningu falla nokkrir sjúkdómar og við stundum þegar slíkar skoðanir til að finna þá. Hérlendis framkvæmum við hópleit vegna brjóstakrabbameina og í leghálsi kvenna, en einmitt slíkar skoðanir eru uppistaðan í vinnu leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. Annar sjúkdómur sem uppfyllir sannarlega ofangreind skilmerki en fær skammarlega litla athygli er ristilkrabbamein. Það er með öllu óskiljanlegt að ekki sé hægt að komast að niðurstöðu um að hefja slíka skimun. Ákveðin vakning hefur átt sér stað og sporgöngumenn hafa haldið þessu máli á lofti en án raunverulegs árangurs, því miður, enn sem komið er. Maður skyldi halda að það væru fjölmargir aðrir sjúkdómar en þessir sem væri skimað fyrir en svo er ekki. Lífstílssjúkdómar eins og hjarta- og æðasjúkdómar og sykursýki falla til dæmis ekki undir þessa skilgreiningu þrátt fyrir að læknar og heilbrigðisstarfsfólk keppist við að reyna að finna þá áður en þeir valda óafturkræfum skaða. Þeir eru sannarlega mun algengari og fleiri látast úr þeim á hverju ári en úr krabbameinum svo dæmi séu tekin. En hvernig dettur manni þá í hug að það eigi að skima fyrir HIV-sjúkdómi? Svo sjaldgæfur sjúkdómur sem HIV er, eða hvað? Samkvæmt tölum frá Landlæknisembættinu er ljóst að einstaklingar sem greinast með HIV á hverju ári eru mögulega fleiri en þær konur sem greinast með leghálskrabbamein, en aukning hefur verið í hvoru tveggja undanfarin ár. Tölurnar eru að vísu ekki alveg samanburðarhæfar þar sem nýjustu tölur í Krabbameinsskrá eru frá 2010. Sérstakt átak var reyndar á síðasta ári til að hvetja konur til leitar sem er mikilvægt og skal ekki dregið úr því hér. Ég er einfaldlega að benda á það að sjúkdómur eins og HIV er tiltölulega algengur sé hann borinn saman við t.d. leghálskrabbamein, sem er greint með skoðun og leghálsstroki sem flestar konur undirgangast reglulega og miklu er kostað til árlega í slíkri skimun. Sé aftur borið saman við fjölda ristilkrabbameina sem greinast á hverju ári sést að mun fleiri konur fá slík mein en öll önnur krabbamein í kyn- og æxlunarfærum samanlagt. Það halda því engin rök í því máli að skima ekki fyrir ristilkrabbameini.Breyttar ráðleggingar Nú er það svo að við hér á Íslandi fylgjum vitaskuld leiðbeiningum sem koma utan úr hinum stóra vísindaheimi og er breytinga að vænta þaðan. Einmitt núna er búist við því af hálfu US Preventive Services Task Force, sem er óháð stofnun í Bandaríkjunum er gefur út ráðleggingar varðandi skimun og forvarnir sjúkdóma, að leiðbeiningum varðandi skimun á HIV verði breytt úr því að það séu einungis þeir sem eru í áhættuhópum sem skuli skimaðir í það að allir á aldrinum 15-65 skuli skoðaðir með tilliti til þessa sjúkdóms með blóðrannsókn. Þetta eru tíðindi og eru þessar breyttu ráðleggingar byggðar á því að um 1,2 milljónir manna í BNA séu með HIV og allt að fjórðungur þeirra viti ekki af því, auk þess að vitað er í dag að snemmbært inngrip og meðferð með lyfjum getur skipt sköpum um framgang þessa skæða sjúkdóms. Þá er það þekkt að einstaklingar geta verið smitaðir árum saman án þess að sýna nokkur merki sjúkdóms og því vafalaust einhver fjöldi hérlendis líkt og annars staðar sem veit ekki að hann er smitaður og fær því meðhöndlun seinna en heppilegt er. Það að byrja skimun fyrir HIV hérlendis er vafalaust umræða sem við munum taka á næstunni.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun