Orðin nógu þroskuð til þess að taka hrósi Friðrika Benónýsdóttir skrifar 16. mars 2013 06:00 Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni. „Mér finnst mjög gaman að fá klapp á bakið, ég er komin með þroska til að taka hrósi," segir Halldóra, sem hefur verið fastagestur á fjölunum síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1995. Hrifin af spuna Í verkunum fjórum bregður Halldóra sér í fjölda hlutverka, í Jesú litla og Ormstungu eru þau samanlagt yfir tuttugu talsins. Þau verk eiga það sameiginlegt með Gullregni að byggja að einhverju leyti á spuna leikaranna. „Spuni á mjög vel við mig. Og ég kann frábærlega vel við að taka þátt í sköpun verka eins og raunin varð í Ormstungu og líka Gullregni. Sem dæmi um vinnuna þar lagði Ragnar Bragason, leikstjóri og höfundur, línuna að persónunni, hann vildi að hún Jóhanna væri líkamlegur öryrki. Svo ég fór að æfa göngulagið, gera mér það eiginlegt svo ég þurfi ekkert að hugsa um það á meðan ég er að leika. Smám saman bættust aðrir kækir við og inni í þessu öllu hugsanir og til varð persóna sem er svo meðvirk að hún er eiginlega ekki til," segir Halldóra. Er hægt að gera upp á milli þessara leikrita? „Í rauninni ekki en ég verð að játa að Beðið eftir Godot er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef leikið í, það er tímalaus klassík, á mjög mörgum plönum og ekki hægt að hnika til orði."Afleit í spænsku Það styttist í annan endann á farsælu leikári hjá Halldóru sem ætlar að breyta algjörlega til að því loknu. „Leikárinu lýkur reyndar ekki hjá mér fyrr en í júní, því við ætlum að sýna Gullregn þá að nýju en þegar því er lokið tekur við ársfrí og flakk með fjölskyldunni, við ætlum til Ekvador og fara þaðan á flakk um Suður-Ameríku, vonandi alveg í heilt ár," segir Halldóra og bætir við að fátt annað komist að hjá fjölskyldunni. „Það er varla hægt að segja að ég sé að undirbúa ferðalagið, ég hugsa svo mikið um það að ég er eiginlega löngu lögð af stað." Hvernig er spænskukunnáttan annars? „Ég lærði reyndar spænsku í framhaldsskóla en var afleitur nemandi, ég held ég verði að segja að hún sé afar slæm." Menning Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira
Halldóru Geirharðsdóttur mátti sjá í leikritinu Ormstungu á laugardagskvöldinu og í hlutverki öryrkjans Jóhönnu í leikritinu Gullregni í kvöld (17.03.13.). Fyrir leik sinn í þessum leikritum auk frammistöðunnar í Beðið eftir Godot og Jesú litla hlaut hún Menningarverðlaun DV í vikunni. „Mér finnst mjög gaman að fá klapp á bakið, ég er komin með þroska til að taka hrósi," segir Halldóra, sem hefur verið fastagestur á fjölunum síðan hún útskrifaðist úr Leiklistarskólanum árið 1995. Hrifin af spuna Í verkunum fjórum bregður Halldóra sér í fjölda hlutverka, í Jesú litla og Ormstungu eru þau samanlagt yfir tuttugu talsins. Þau verk eiga það sameiginlegt með Gullregni að byggja að einhverju leyti á spuna leikaranna. „Spuni á mjög vel við mig. Og ég kann frábærlega vel við að taka þátt í sköpun verka eins og raunin varð í Ormstungu og líka Gullregni. Sem dæmi um vinnuna þar lagði Ragnar Bragason, leikstjóri og höfundur, línuna að persónunni, hann vildi að hún Jóhanna væri líkamlegur öryrki. Svo ég fór að æfa göngulagið, gera mér það eiginlegt svo ég þurfi ekkert að hugsa um það á meðan ég er að leika. Smám saman bættust aðrir kækir við og inni í þessu öllu hugsanir og til varð persóna sem er svo meðvirk að hún er eiginlega ekki til," segir Halldóra. Er hægt að gera upp á milli þessara leikrita? „Í rauninni ekki en ég verð að játa að Beðið eftir Godot er eitt mest krefjandi verkefni sem ég hef leikið í, það er tímalaus klassík, á mjög mörgum plönum og ekki hægt að hnika til orði."Afleit í spænsku Það styttist í annan endann á farsælu leikári hjá Halldóru sem ætlar að breyta algjörlega til að því loknu. „Leikárinu lýkur reyndar ekki hjá mér fyrr en í júní, því við ætlum að sýna Gullregn þá að nýju en þegar því er lokið tekur við ársfrí og flakk með fjölskyldunni, við ætlum til Ekvador og fara þaðan á flakk um Suður-Ameríku, vonandi alveg í heilt ár," segir Halldóra og bætir við að fátt annað komist að hjá fjölskyldunni. „Það er varla hægt að segja að ég sé að undirbúa ferðalagið, ég hugsa svo mikið um það að ég er eiginlega löngu lögð af stað." Hvernig er spænskukunnáttan annars? „Ég lærði reyndar spænsku í framhaldsskóla en var afleitur nemandi, ég held ég verði að segja að hún sé afar slæm."
Menning Mest lesið Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Hvað þýðir „six-seven“? Lífið Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Bíó og sjónvarp Meðalmennskan plagar Brján Gagnrýni Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun Sjóðheitt fyrir snjóstorm Tíska og hönnun Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Bíó og sjónvarp Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Sjá meira