Innleggsnóta Charlotte Böving skrifar 25. mars 2013 06:00 Ég á orðið nokkurn stafla af innleggsnótum. Ýmist vegna hluta sem ég hef séð eftir því að kaupa eða gjafa sem ég hef ekki getað notað. Ég verð að viðurkenna að ég myndi mun heldur vilja fá endurgreitt. En rétturinn á peningunum er hjá verslunareigendum og ekki viðskiptavinum í þessum tilfellum. Fyrir bráðum tveimur vikum keypti ég mér fallega hannaðan jakka úr ull. Hlýjan og góðan, hugsaði ég, enda kuldaboli nýkominn til Reykjavíkur. Ég mátaði jakkann í búðinni og ákvað að mig langaði í hann. Þegar ég ætlaði að renna niður festist rennilásinn í ullinni. Ég reyndi nokkrum sinnum þangað til afgreiðslukonan varð að koma og hjálpa mér úr jakkanum. Hún fjarlægði ullina sem stíflaði rennilásinn. Nú fór ég að efast um að jakkinn væri góð kaup, en afgeiðslukonan sannfærði mig um að vandinn væri úr sögunni og ég gæti róleg fjárfest í flíkinni. Sem ég gerði. Þegar heim var komið hélt ég ánægð litla tískusýningu á jakkanum fyrir heimilisfólk, en þegar ég ætlaði úr honum var vandinn engu minni en áður, ullin stíflaði rennilásinn. Ég var lengi að komast úr jakkanum og ég ákvað það strax að yfirhöfnin væri ekki fyrirhafnarinnar virði. Daginn eftir fór ég því aftur í búðina og sagði jakkann vera með alvarlegan hönnunargalla, ég vildi fá endurgreitt. Nei, það var ekki í boði. En ég gat fengið innleggsnótu, eða látið búðina gera við jakkann. Ég sagðist þurfa hlýja yfirhöfn núna og að úrvalið í umræddri verslun væri takmarkað, þess vegna vildi ég peninginn minn aftur. Afgreiðslukonan lét ekki segjast. Ég samþykkti því á endanum viðgerð á jakkanum, enda á ég orðið nóg af innleggsnótum. Og nú eru bráðum liðnar tvær vikur – búðin er enn með jakkann og auðvitað peninginn minn. Ég bíð eftir símtali frá búðinni um að jakkinn sé lagfærður og ég komist bæði í hann og úr honum. Dóttir mín er að fermast um helgina. Sem betur fer keyptum við tímanlega fallegan kjól sem ekki hefur þurft viðgerð. Hugsið ykkur ef það hefði ekki verið jakkinn minn, heldur kjóllinn hennar, sem hefði kallað á þessa þjónustu verslunar. Ég á heilmikið safn af innleggsnótum, þannig að næst þegar ég þarf að borga barnapíunni get ég spurt: Viltu fá borgað í innleggsnótu? Ég vona að hún segi já! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Charlotte Böving Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen Skoðun
Ég á orðið nokkurn stafla af innleggsnótum. Ýmist vegna hluta sem ég hef séð eftir því að kaupa eða gjafa sem ég hef ekki getað notað. Ég verð að viðurkenna að ég myndi mun heldur vilja fá endurgreitt. En rétturinn á peningunum er hjá verslunareigendum og ekki viðskiptavinum í þessum tilfellum. Fyrir bráðum tveimur vikum keypti ég mér fallega hannaðan jakka úr ull. Hlýjan og góðan, hugsaði ég, enda kuldaboli nýkominn til Reykjavíkur. Ég mátaði jakkann í búðinni og ákvað að mig langaði í hann. Þegar ég ætlaði að renna niður festist rennilásinn í ullinni. Ég reyndi nokkrum sinnum þangað til afgreiðslukonan varð að koma og hjálpa mér úr jakkanum. Hún fjarlægði ullina sem stíflaði rennilásinn. Nú fór ég að efast um að jakkinn væri góð kaup, en afgeiðslukonan sannfærði mig um að vandinn væri úr sögunni og ég gæti róleg fjárfest í flíkinni. Sem ég gerði. Þegar heim var komið hélt ég ánægð litla tískusýningu á jakkanum fyrir heimilisfólk, en þegar ég ætlaði úr honum var vandinn engu minni en áður, ullin stíflaði rennilásinn. Ég var lengi að komast úr jakkanum og ég ákvað það strax að yfirhöfnin væri ekki fyrirhafnarinnar virði. Daginn eftir fór ég því aftur í búðina og sagði jakkann vera með alvarlegan hönnunargalla, ég vildi fá endurgreitt. Nei, það var ekki í boði. En ég gat fengið innleggsnótu, eða látið búðina gera við jakkann. Ég sagðist þurfa hlýja yfirhöfn núna og að úrvalið í umræddri verslun væri takmarkað, þess vegna vildi ég peninginn minn aftur. Afgreiðslukonan lét ekki segjast. Ég samþykkti því á endanum viðgerð á jakkanum, enda á ég orðið nóg af innleggsnótum. Og nú eru bráðum liðnar tvær vikur – búðin er enn með jakkann og auðvitað peninginn minn. Ég bíð eftir símtali frá búðinni um að jakkinn sé lagfærður og ég komist bæði í hann og úr honum. Dóttir mín er að fermast um helgina. Sem betur fer keyptum við tímanlega fallegan kjól sem ekki hefur þurft viðgerð. Hugsið ykkur ef það hefði ekki verið jakkinn minn, heldur kjóllinn hennar, sem hefði kallað á þessa þjónustu verslunar. Ég á heilmikið safn af innleggsnótum, þannig að næst þegar ég þarf að borga barnapíunni get ég spurt: Viltu fá borgað í innleggsnótu? Ég vona að hún segi já!
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun