Hárlosið, hægðatregðan og hormónin Teitur Guðmundsson skrifar 9. apríl 2013 00:01 Starfssemi innkirtlanna er afar spennandi og hefur margvísleg áhrif á það hvernig okkur líður dagsdaglega og hversu orkumikil við erum alla jafna. Þá er ekki alltaf alveg augljóst hvernig hin ýmsu einkenni tengjast saman og er enn verið að læra um samspil þessara þátta sem gerir það sérstaklega skemmtilegt. Hjá þeim einstaklingum sem þjást af breytingum á starfsemi innkirtlanna geta verið fjölmargar birtingarmyndir og því er nauðsynlegt að horfa heildstætt á kvartanir viðkomandi. Þannig virkar svokölluð mismunagreining, en það er listin að velta upp þeim möguleikum sem geta passað við sjúkdómsmynd einstaklingsins og komast þannig að réttri niðurstöðu og í kjölfar þess taka ákvörðun um nauðsyn meðferðar eða ekki. Þeir eru býsna margir sem koma til læknis og kvarta um orkuleysi, slappleika og slík almenn óljós einkenni og í flestum tilvikum er svo sem um minniháttar vanda að ræða, einhvers konar flensu eða tímabundið álag sem engu að síður getur haft umtalsverð áhrif á líðan viðkomandi. Þegar við þessi einkenni bætast fleiri hlutir eins og hárlos, hægðatregða, kulsækni og bjúgur svo fátt eitt sé nefnt þá er nauðsynlegt að horfa meðal annars til starfsemi skjaldkirtilsins. Skjaldkirtillinn er einn af innkirtlum líkamans, hann liggur framan á hálsinum fyrir neðan barkakýlið og sést almennt ekki þegar horft er framan á einstaklinginn. Hann framleiðir svokölluð skjaldkirtilshormón sem gegna mikilvægu hlutverki í efnaskiptum líkamans, en hormónin stýra hraða þeirra og notkun fitu og kolvetna, auk þess sem þau hafa áhrif á próteinframleiðslu og hitastig. Stjórnstöðin er svo aftur í heiladinglinum sem gefur kirtlinum merki um hversu mikið hann skuli framleiða á hverjum tíma fyrir sig. Þetta flókna samspil getur ruglast af mörgum ástæðum með þeim afleiðingum að skjaldkirtillinn framleiðir annaðhvort of mikið eða of lítið af hormónum, sem aftur getur verið orsökin fyrir þeim einkennum sem einstaklingurinn finnur fyrir.Í fluggír Þegar um er að ræða ofstarfsemi er líkaminn og efnaskipti hans í nokkurs konar fluggír ef svo mætti að orði komast og finna einstaklingar fyrir ýmsum einkennum, svo sem eins og hjartslætti, takttruflunum, megrun, svita, óróleika, skjálfta, kvíða, niðurgangi og sjóntruflunum án þess að þessi listi sé tæmandi. Mikilvægt er að komast að orsök vandans og meðhöndla því þetta ástand getur verið lífshættulegt. Algengast er að veirusýkingar og ónæmissjúkdómar valdi slíku og getur skjaldkirtillinn orðið vanvirkur í kjölfar meðferðar og einstaklingurinn þá þurft hormónauppbót í formi lyfja. Í allri þeirri umræðu sem fer fram daglega um heilsu, heilsufar, mataræði og lífsstíl þá er býsna oft verið að gefa leiðbeiningar og benda á töfralausnir til að losna við aukakílóin, nota bætiefni til að styrkja hárið og neglurnar, taka fæðubót til að auka brennslu og úthald, vinna gegn bjúg með ýmiss konar losandi aðferðum og svona má eflaust lengi telja. Í mörgum tilvikum virkar ekkert af þessu og er það vegna þess að skjaldkirtillinn framleiðir ekki nægjanlegt magn hormóna. Nú er ég ekki að halda því fram að öll slík vandamál séu á þeim grunni heldur einfaldlega að benda á að ekki skuli gleyma því að líkaminn sjálfur er hannaður í grunninn til þess að viðhalda eðlilegri starfsemi. Það er því rökrétt að fá mat á því hvers vegna svo er ekki þegar það á við.Meðferðin Konur eru líklegri til að fá vandamál sem tengjast skjaldkirtlinum, oftsinnis eru þær á miðjum aldri en þó geta breytingar átt sér stað á öllum æviskeiðum. Blæðingatruflanir eru algengar og geta verið misgreindar sem tíðahvörf kvenna, ekki má gleyma að bæði tíðahvörf og skjaldkirtilsvandi geta komið upp á sama tíma svona rétt til að flækja þetta aðeins. Þá geta slík vandamál komið upp á meðgöngu og í kjölfar fæðingar. Algengast er þó að einstaklingar séu komnir yfir miðjan aldur og á það bæði við um ofstarfsemi og vanstarfsemi skjaldkirtilsins en nokkur munur er á einkennum eins og ég lýsti hér að ofan. Það er því mikilvægt að átta sig á þeim, en greining fer fram í gegnum viðtal, skoðun, lýsingu einkenna og blóðrannsókn, auk hugsanlegrar myndgreiningar. Meðferð við vandamálum í skjaldkirtilsstarfsemi er alla jafna í formi lyfja en það getur þurft að gera aðgerð og nota geislavirka meðferð í flóknari tilfellum. Fylgstu því vel með þér og hafir þú einkenni sem þú ekki getur skýrt með góðu móti sem passa við of- eða vanstarfsemi skaltu leita uppi lækninn þinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Starfssemi innkirtlanna er afar spennandi og hefur margvísleg áhrif á það hvernig okkur líður dagsdaglega og hversu orkumikil við erum alla jafna. Þá er ekki alltaf alveg augljóst hvernig hin ýmsu einkenni tengjast saman og er enn verið að læra um samspil þessara þátta sem gerir það sérstaklega skemmtilegt. Hjá þeim einstaklingum sem þjást af breytingum á starfsemi innkirtlanna geta verið fjölmargar birtingarmyndir og því er nauðsynlegt að horfa heildstætt á kvartanir viðkomandi. Þannig virkar svokölluð mismunagreining, en það er listin að velta upp þeim möguleikum sem geta passað við sjúkdómsmynd einstaklingsins og komast þannig að réttri niðurstöðu og í kjölfar þess taka ákvörðun um nauðsyn meðferðar eða ekki. Þeir eru býsna margir sem koma til læknis og kvarta um orkuleysi, slappleika og slík almenn óljós einkenni og í flestum tilvikum er svo sem um minniháttar vanda að ræða, einhvers konar flensu eða tímabundið álag sem engu að síður getur haft umtalsverð áhrif á líðan viðkomandi. Þegar við þessi einkenni bætast fleiri hlutir eins og hárlos, hægðatregða, kulsækni og bjúgur svo fátt eitt sé nefnt þá er nauðsynlegt að horfa meðal annars til starfsemi skjaldkirtilsins. Skjaldkirtillinn er einn af innkirtlum líkamans, hann liggur framan á hálsinum fyrir neðan barkakýlið og sést almennt ekki þegar horft er framan á einstaklinginn. Hann framleiðir svokölluð skjaldkirtilshormón sem gegna mikilvægu hlutverki í efnaskiptum líkamans, en hormónin stýra hraða þeirra og notkun fitu og kolvetna, auk þess sem þau hafa áhrif á próteinframleiðslu og hitastig. Stjórnstöðin er svo aftur í heiladinglinum sem gefur kirtlinum merki um hversu mikið hann skuli framleiða á hverjum tíma fyrir sig. Þetta flókna samspil getur ruglast af mörgum ástæðum með þeim afleiðingum að skjaldkirtillinn framleiðir annaðhvort of mikið eða of lítið af hormónum, sem aftur getur verið orsökin fyrir þeim einkennum sem einstaklingurinn finnur fyrir.Í fluggír Þegar um er að ræða ofstarfsemi er líkaminn og efnaskipti hans í nokkurs konar fluggír ef svo mætti að orði komast og finna einstaklingar fyrir ýmsum einkennum, svo sem eins og hjartslætti, takttruflunum, megrun, svita, óróleika, skjálfta, kvíða, niðurgangi og sjóntruflunum án þess að þessi listi sé tæmandi. Mikilvægt er að komast að orsök vandans og meðhöndla því þetta ástand getur verið lífshættulegt. Algengast er að veirusýkingar og ónæmissjúkdómar valdi slíku og getur skjaldkirtillinn orðið vanvirkur í kjölfar meðferðar og einstaklingurinn þá þurft hormónauppbót í formi lyfja. Í allri þeirri umræðu sem fer fram daglega um heilsu, heilsufar, mataræði og lífsstíl þá er býsna oft verið að gefa leiðbeiningar og benda á töfralausnir til að losna við aukakílóin, nota bætiefni til að styrkja hárið og neglurnar, taka fæðubót til að auka brennslu og úthald, vinna gegn bjúg með ýmiss konar losandi aðferðum og svona má eflaust lengi telja. Í mörgum tilvikum virkar ekkert af þessu og er það vegna þess að skjaldkirtillinn framleiðir ekki nægjanlegt magn hormóna. Nú er ég ekki að halda því fram að öll slík vandamál séu á þeim grunni heldur einfaldlega að benda á að ekki skuli gleyma því að líkaminn sjálfur er hannaður í grunninn til þess að viðhalda eðlilegri starfsemi. Það er því rökrétt að fá mat á því hvers vegna svo er ekki þegar það á við.Meðferðin Konur eru líklegri til að fá vandamál sem tengjast skjaldkirtlinum, oftsinnis eru þær á miðjum aldri en þó geta breytingar átt sér stað á öllum æviskeiðum. Blæðingatruflanir eru algengar og geta verið misgreindar sem tíðahvörf kvenna, ekki má gleyma að bæði tíðahvörf og skjaldkirtilsvandi geta komið upp á sama tíma svona rétt til að flækja þetta aðeins. Þá geta slík vandamál komið upp á meðgöngu og í kjölfar fæðingar. Algengast er þó að einstaklingar séu komnir yfir miðjan aldur og á það bæði við um ofstarfsemi og vanstarfsemi skjaldkirtilsins en nokkur munur er á einkennum eins og ég lýsti hér að ofan. Það er því mikilvægt að átta sig á þeim, en greining fer fram í gegnum viðtal, skoðun, lýsingu einkenna og blóðrannsókn, auk hugsanlegrar myndgreiningar. Meðferð við vandamálum í skjaldkirtilsstarfsemi er alla jafna í formi lyfja en það getur þurft að gera aðgerð og nota geislavirka meðferð í flóknari tilfellum. Fylgstu því vel með þér og hafir þú einkenni sem þú ekki getur skýrt með góðu móti sem passa við of- eða vanstarfsemi skaltu leita uppi lækninn þinn.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun