Enginn dauðadómur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. apríl 2013 06:00 Arnór Atlason er hér í leik með Flensburg fyrr á tímabilinu, áður en hann sleit hásin í nóvember síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images Það tók Arnór Atlason aðeins rétt tæpa fimm mánuði að koma sér aftur á völlinn með Flensburg í Þýskalandi eftir að hafa slitið hásin í leik gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu þann 18. nóvember síðastliðinn. Arnór spilaði í nokkrar mínútur með Flensburg þegar liðið vann Hannover-Burgdorf í fyrrakvöld, 32-26. Arnór skoraði ekki en fagnaði því fyrst og fremst að komast inn á handboltavöllinn á ný. „Þetta gekk ágætlega, svo sem. Aðalmálið var að ná að spila. Það var þrælfínt,“ sagði Arnór við Fréttablaðið í gær. „Ég er þó enn aðeins takmarkaður og treysti mér ekki í allar aðgerðir hundrað prósent. En ég fékk „fílinginn“ aftur og það var gott.“ Þessi undraverði bati er ekki síst að þakka dugnaði Arnórs, sem hefur lagt hart að sér í endurhæfingunni. „Þetta er búið að ganga í raun frábærlega, enda er það að slíta hásinina ekki sami dauðadómur og það var fyrir nokkrum árum. Það eru komnar alls kyns nýjar leiðir og aðgerðir. Viðmiðið er 6-8 mánuðir en það er svo persónubundið hversu lengi hver og einn er að ná fullum bata.“ Arnór hefur æft með liði sínu af fullum krafti í fjórar vikur og var búinn að fá samþykki úr mörgum áttum, eins og hann orðaði það, til að spila á ný. Hann óttast því ekki að fara of geyst af stað. „Auðvitað getur komið bakslag eins og gengur og gerist en það þýðir ekkert annað en að vera áfram duglegur. Ég mun alla vega njóta hverrar mínútu sem ég fæ með Flensburg áður en ég fer í sumar,“ segir Arnór en hann var búinn að semja við franska liðið St. Raphäel áður en hann meiddist og fer þangað eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi. Hann segir margt skemmtilegra en að vera í stífri sjúkraþjálfun og endurhæfingu en segir að góður stuðningur fjölskyldu sinnar hafi gert allt ferlið auðveldara. „Það hefur auðvitað verið alveg vonlaust að missa af bæði HM á Spáni og ótrúlega mörgum skemmtilegum leikjum með Flensburg. En liðið er sem betur fer búið að standa sig vel í vetur,“ segir Arnór en Flensburg er í þriðja sæti deildarinnar og í baráttu um að vera í hópi þriggja efstu liðanna sem fá þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Þjálfarinn Ljubomir Vranjes er að minnsta kosti viss um að liðið hagnist á því að endurheimta Arnór fyrir lokasprettinn. „Hann fékk smjörþefinn í kvöld og ég er þess fullviss að hann mun hjálpa okkur gegn Hamburg,“ sagði Vranjes en Flensburg mætir einmitt liðinu á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég veit ekki hversu stóru hlutverki ég get gegnt á næstunni en vonandi stækkar það eftir því sem á líður. Það er bara fyrst og fremst gaman að vera kominn til baka,“ segir Arnór. Handbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira
Það tók Arnór Atlason aðeins rétt tæpa fimm mánuði að koma sér aftur á völlinn með Flensburg í Þýskalandi eftir að hafa slitið hásin í leik gegn Hamburg í Meistaradeild Evrópu þann 18. nóvember síðastliðinn. Arnór spilaði í nokkrar mínútur með Flensburg þegar liðið vann Hannover-Burgdorf í fyrrakvöld, 32-26. Arnór skoraði ekki en fagnaði því fyrst og fremst að komast inn á handboltavöllinn á ný. „Þetta gekk ágætlega, svo sem. Aðalmálið var að ná að spila. Það var þrælfínt,“ sagði Arnór við Fréttablaðið í gær. „Ég er þó enn aðeins takmarkaður og treysti mér ekki í allar aðgerðir hundrað prósent. En ég fékk „fílinginn“ aftur og það var gott.“ Þessi undraverði bati er ekki síst að þakka dugnaði Arnórs, sem hefur lagt hart að sér í endurhæfingunni. „Þetta er búið að ganga í raun frábærlega, enda er það að slíta hásinina ekki sami dauðadómur og það var fyrir nokkrum árum. Það eru komnar alls kyns nýjar leiðir og aðgerðir. Viðmiðið er 6-8 mánuðir en það er svo persónubundið hversu lengi hver og einn er að ná fullum bata.“ Arnór hefur æft með liði sínu af fullum krafti í fjórar vikur og var búinn að fá samþykki úr mörgum áttum, eins og hann orðaði það, til að spila á ný. Hann óttast því ekki að fara of geyst af stað. „Auðvitað getur komið bakslag eins og gengur og gerist en það þýðir ekkert annað en að vera áfram duglegur. Ég mun alla vega njóta hverrar mínútu sem ég fæ með Flensburg áður en ég fer í sumar,“ segir Arnór en hann var búinn að semja við franska liðið St. Raphäel áður en hann meiddist og fer þangað eftir að tímabilinu lýkur í Þýskalandi. Hann segir margt skemmtilegra en að vera í stífri sjúkraþjálfun og endurhæfingu en segir að góður stuðningur fjölskyldu sinnar hafi gert allt ferlið auðveldara. „Það hefur auðvitað verið alveg vonlaust að missa af bæði HM á Spáni og ótrúlega mörgum skemmtilegum leikjum með Flensburg. En liðið er sem betur fer búið að standa sig vel í vetur,“ segir Arnór en Flensburg er í þriðja sæti deildarinnar og í baráttu um að vera í hópi þriggja efstu liðanna sem fá þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Þjálfarinn Ljubomir Vranjes er að minnsta kosti viss um að liðið hagnist á því að endurheimta Arnór fyrir lokasprettinn. „Hann fékk smjörþefinn í kvöld og ég er þess fullviss að hann mun hjálpa okkur gegn Hamburg,“ sagði Vranjes en Flensburg mætir einmitt liðinu á sunnudaginn í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég veit ekki hversu stóru hlutverki ég get gegnt á næstunni en vonandi stækkar það eftir því sem á líður. Það er bara fyrst og fremst gaman að vera kominn til baka,“ segir Arnór.
Handbolti Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Sjá meira