Megavikupitsur handa öllum! Magnús Þ Lúðvíksson skrifar 19. apríl 2013 07:00 Það eru 1.512 Íslendingar í framboði til Alþingis, fleiri en nokkru sinni. Ef öllu þessu fólki yrði komið fyrir á fótboltavelli væru 69 fótboltalið á hvorum vallarhelmingi. Þetta er rosalega margt fólk. En þótt valkostirnir hafi aldrei verið fleiri er upplifun mín að í raun hafi valkostirnir aldrei verið færri. Ástæðan er sú að flokkarnir virðast fæstir uppteknir af því sem mestu máli skiptir: því að treysta hinn viðkvæma efnahagsbata og skapa skilyrði fyrir uppbyggingu stöðugs og kröftugs efnahagslífs. Þess í stað leggja flokkarnir áherslu á kosningaloforð sem varla er hægt að standa við í ljósi stöðu ríkissjóðs. Á það sem við kjósendur virðumst vilja, ekki það sem við þurfum. Mest athygli í kosningabaráttunni hefur beinst að loforði um að nota peninga sem ríkið á ekki en gæti mögulega fengið að óvissum tíma liðnum til að fella niður skuldir hluta heimila landsins um 260 milljarða á máta sem gagnast mest hátekjufólki á höfuðborgarsvæðinu. Næstmesta athygli hefur loforð um stórfellda lækkun skatta fengið. Aðgerð sem mun, ef ekki verður gripið til niðurskurðar á móti, valda því að fjárlagahalli ríkissjóðs springur út á ný. Þar á eftir hafa komið heilbrigðismálin þar sem allir lofa auknum útgjöldum. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um raunhæfar leiðir til þess að auka verðmætasköpun og útflutning, hvernig búa má í haginn fyrir afnám gjaldeyrishafta og hvernig peninga- og húsnæðismálum verður háttað hér á landi en það er svo sem önnur saga. Auðvitað ætti næsta ríkisstjórn að stefna að því að hefja uppbyggingu mennta- og heilbrigðiskerfisins eftir niðurskurð síðustu ára. Hún ætti líka að endurskoða skattkerfið og kanna hvort koma þurfi frekar til móts við þau heimili sem fóru verst út úr hruninu. Það má bara ekki kosta mjög mikinn pening. Það er vandamálið. Það er nefnilega eins og það hafi orðið til þögult samkomulag um að nefna ekki að ríkissjóður er ekki kominn í var eftir hrunið. Hann er enn rekinn með halla og skuldar 1.670 milljarða (þótt vissulega séu nokkrar eignir á móti). Af þessari skuld þarf á þessu ári að greiða 88 milljarða í vexti. Þetta eru gríðarlegir peningar. Fyrir þá væri hægt að reka Landspítalann í 28 mánuði eða panta pítsu handa hverjum landsmanni næstu 197 Megavikur. Samt njótum við þess að ríkissjóður getur fjármagnað sig á óvenju ódýran hátt vegna haftanna. Ef okkur tekst að afnema þau á næstu misserum (eins og vonir standa auðvitað til) þá er líklegt að vaxtagjöldin fari vel yfir 100 milljarða. Við því verður að bregðast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þorlákur Lúðvíksson Mest lesið Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Það eru 1.512 Íslendingar í framboði til Alþingis, fleiri en nokkru sinni. Ef öllu þessu fólki yrði komið fyrir á fótboltavelli væru 69 fótboltalið á hvorum vallarhelmingi. Þetta er rosalega margt fólk. En þótt valkostirnir hafi aldrei verið fleiri er upplifun mín að í raun hafi valkostirnir aldrei verið færri. Ástæðan er sú að flokkarnir virðast fæstir uppteknir af því sem mestu máli skiptir: því að treysta hinn viðkvæma efnahagsbata og skapa skilyrði fyrir uppbyggingu stöðugs og kröftugs efnahagslífs. Þess í stað leggja flokkarnir áherslu á kosningaloforð sem varla er hægt að standa við í ljósi stöðu ríkissjóðs. Á það sem við kjósendur virðumst vilja, ekki það sem við þurfum. Mest athygli í kosningabaráttunni hefur beinst að loforði um að nota peninga sem ríkið á ekki en gæti mögulega fengið að óvissum tíma liðnum til að fella niður skuldir hluta heimila landsins um 260 milljarða á máta sem gagnast mest hátekjufólki á höfuðborgarsvæðinu. Næstmesta athygli hefur loforð um stórfellda lækkun skatta fengið. Aðgerð sem mun, ef ekki verður gripið til niðurskurðar á móti, valda því að fjárlagahalli ríkissjóðs springur út á ný. Þar á eftir hafa komið heilbrigðismálin þar sem allir lofa auknum útgjöldum. Minna hefur hins vegar farið fyrir umræðu um raunhæfar leiðir til þess að auka verðmætasköpun og útflutning, hvernig búa má í haginn fyrir afnám gjaldeyrishafta og hvernig peninga- og húsnæðismálum verður háttað hér á landi en það er svo sem önnur saga. Auðvitað ætti næsta ríkisstjórn að stefna að því að hefja uppbyggingu mennta- og heilbrigðiskerfisins eftir niðurskurð síðustu ára. Hún ætti líka að endurskoða skattkerfið og kanna hvort koma þurfi frekar til móts við þau heimili sem fóru verst út úr hruninu. Það má bara ekki kosta mjög mikinn pening. Það er vandamálið. Það er nefnilega eins og það hafi orðið til þögult samkomulag um að nefna ekki að ríkissjóður er ekki kominn í var eftir hrunið. Hann er enn rekinn með halla og skuldar 1.670 milljarða (þótt vissulega séu nokkrar eignir á móti). Af þessari skuld þarf á þessu ári að greiða 88 milljarða í vexti. Þetta eru gríðarlegir peningar. Fyrir þá væri hægt að reka Landspítalann í 28 mánuði eða panta pítsu handa hverjum landsmanni næstu 197 Megavikur. Samt njótum við þess að ríkissjóður getur fjármagnað sig á óvenju ódýran hátt vegna haftanna. Ef okkur tekst að afnema þau á næstu misserum (eins og vonir standa auðvitað til) þá er líklegt að vaxtagjöldin fari vel yfir 100 milljarða. Við því verður að bregðast.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun