Magasár, kosningaskjálfti og vanlíðan… Teitur Guðmundsson skrifar 23. apríl 2013 12:00 Það eru að koma kosningar og vafalaust eru enn margir óákveðnir, velta fyrir sér hvort staðið verði við stóru orðin? Kosningamálin eru margvísleg og mismikilvæg eftir því hvar maður er í pólitík og hvað brennur á manni. Ég verð að viðurkenna að það eru nokkur mál sem mér þykja enn frekar óljós og raunar nauðsynlegt að velta þeim vandlega fyrir sér og hvaða lausnir flokkarnir bjóða upp á. Sem „miðstéttarauli“, eins og einhver orðaði það svo skemmtilega um daginn, á miðjum aldri og með ung börn þykir mér býsna mikilvægt að horfa til stöðugleika og öryggis hvað fjármálin varðar og að ég þurfi ekki að fara nokkrum sinnum í rússibanareið næstu áratugina með tilheyrandi svekkelsi og vanlíðan. Ég sem læknir hef orðið svo tilfinnanlega var við það, líkt og kollegar mínir, hvaða áhrif það hefur á líf og líðan fólks að lifa við slíkt óöryggi. Þrátt fyrir fögur fyrirheit get ég samt ekki með góðu móti séð hvaða flokkur ætlar að tryggja mér slíkt öryggi, breyturnar eru einfaldlega of margar til þess að hægt sé að stjórna þeim með einhverri vissu. Ég er hins vegar sannur Íslendingur og ekkert á því að gefast neitt upp, mér þykir það þó óneitanlega traustvekjandi þegar mér er tjáð af fullri hreinskilni hvernig ástandið er og ég upplýstur nægjanlega vel um fyrirætlanir þeirra sem ætlast til að ég fylgi þeim. Það þykir mér hafa brugðist ítrekað og veldur ákveðinni tortryggni í garð þeirra sem vilja leiða. Nú þykist ég ekkert vita betur, heldur lýsi einfaldlega því hvernig mér líður og eflaust eru býsna margir sammála mér. Það er auðvitað augljóst fyrir okkur öllum sem búum á Íslandi að það eru erfiðir tímar, það er allt í lagi, við höfum þolað margt verra. Ég hef stundum líkt ástandinu við erfiðan sjúkdóm, þó að það sé erfitt að glíma við slíkt eru flestir sammála því í dag að það eigi ekki að pukrast eða fela neitt. Sjúklingnum farnast oftsinnis betur ef hann veit hvað hann er að eiga við, þá er ég líka að meina óvissuna sem felst í því hvort viðkomandi muni ná bata. Sá málaflokkur sem ég þekki best til er orðinn að kosningamáli fyrir tilstuðlan margra aðila og er það vel. Heilbrigðis og velferðarkerfið hefur verið máttarstólpi og stolt íslensks samfélags að öðrum ólöstuðum og þori ég að fullyrða að óvíða fyrirfinnst slíkt kerfi í jafn miklu fámenni sem hér er. Allt of lengi hefur það verið talið sjálfsagt að hér sé veitt fyrsta flokks þjónusta og aldrei hefur það verið reiknað fyllilega til tekna, svo mér sé kunnugt um það, hverju kerfið skilar í milljarðatugum til samfélagsins á hverju ári í þeirri þjónustu sem það veitir. Við getum verið stolt af því og við munum verja það með kjafti og klóm! Hins vegar þarf að taka erfiðar ákvarðanir inn í framtíðina um þróun þess og getu sem hafa mun víðtækari áhrif á okkur en breytingar á stjórnarskrá landsins svo dæmi sé tekið og við erum ekki farin að ræða þessi mál af alvöru enn þá, því miður. Það er vissulega hægt að fá magasár af áhyggjum og sennilega er streita og vanlíðan einn allra stærsti áhættuþátturinn, en það á sömuleiðis við um flesta aðra sjúkdóma. Ástæðan er mjög einföld og felst í því að ónæmiskerfið okkar er veiklað þegar við erum undir miklu álagi. Það mætti líkja þessu við þjóðarbúið og segja sem svo að það verði að ríkja ákveðið jafnvægi til þess að það geti blómstrað. En hvernig það skuli nákvæmlega gert held ég að enginn viti, líklega höfum við komist einna næst því einmitt á Íslandi og á Norðurlöndunum að skapa samfélag sem aðrir geta öfundað okkur af og ætli grunnurinn að því hafi ekki verið ákveðni, kjarkur og þor. Nú þarf kænsku, útsjónarsemi, hreinskilni og heiðarleika til að koma okkur í varanlegt skjól og ætli það sé ekki einmitt blandan sem ég er að leita að í þessum kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Það eru að koma kosningar og vafalaust eru enn margir óákveðnir, velta fyrir sér hvort staðið verði við stóru orðin? Kosningamálin eru margvísleg og mismikilvæg eftir því hvar maður er í pólitík og hvað brennur á manni. Ég verð að viðurkenna að það eru nokkur mál sem mér þykja enn frekar óljós og raunar nauðsynlegt að velta þeim vandlega fyrir sér og hvaða lausnir flokkarnir bjóða upp á. Sem „miðstéttarauli“, eins og einhver orðaði það svo skemmtilega um daginn, á miðjum aldri og með ung börn þykir mér býsna mikilvægt að horfa til stöðugleika og öryggis hvað fjármálin varðar og að ég þurfi ekki að fara nokkrum sinnum í rússibanareið næstu áratugina með tilheyrandi svekkelsi og vanlíðan. Ég sem læknir hef orðið svo tilfinnanlega var við það, líkt og kollegar mínir, hvaða áhrif það hefur á líf og líðan fólks að lifa við slíkt óöryggi. Þrátt fyrir fögur fyrirheit get ég samt ekki með góðu móti séð hvaða flokkur ætlar að tryggja mér slíkt öryggi, breyturnar eru einfaldlega of margar til þess að hægt sé að stjórna þeim með einhverri vissu. Ég er hins vegar sannur Íslendingur og ekkert á því að gefast neitt upp, mér þykir það þó óneitanlega traustvekjandi þegar mér er tjáð af fullri hreinskilni hvernig ástandið er og ég upplýstur nægjanlega vel um fyrirætlanir þeirra sem ætlast til að ég fylgi þeim. Það þykir mér hafa brugðist ítrekað og veldur ákveðinni tortryggni í garð þeirra sem vilja leiða. Nú þykist ég ekkert vita betur, heldur lýsi einfaldlega því hvernig mér líður og eflaust eru býsna margir sammála mér. Það er auðvitað augljóst fyrir okkur öllum sem búum á Íslandi að það eru erfiðir tímar, það er allt í lagi, við höfum þolað margt verra. Ég hef stundum líkt ástandinu við erfiðan sjúkdóm, þó að það sé erfitt að glíma við slíkt eru flestir sammála því í dag að það eigi ekki að pukrast eða fela neitt. Sjúklingnum farnast oftsinnis betur ef hann veit hvað hann er að eiga við, þá er ég líka að meina óvissuna sem felst í því hvort viðkomandi muni ná bata. Sá málaflokkur sem ég þekki best til er orðinn að kosningamáli fyrir tilstuðlan margra aðila og er það vel. Heilbrigðis og velferðarkerfið hefur verið máttarstólpi og stolt íslensks samfélags að öðrum ólöstuðum og þori ég að fullyrða að óvíða fyrirfinnst slíkt kerfi í jafn miklu fámenni sem hér er. Allt of lengi hefur það verið talið sjálfsagt að hér sé veitt fyrsta flokks þjónusta og aldrei hefur það verið reiknað fyllilega til tekna, svo mér sé kunnugt um það, hverju kerfið skilar í milljarðatugum til samfélagsins á hverju ári í þeirri þjónustu sem það veitir. Við getum verið stolt af því og við munum verja það með kjafti og klóm! Hins vegar þarf að taka erfiðar ákvarðanir inn í framtíðina um þróun þess og getu sem hafa mun víðtækari áhrif á okkur en breytingar á stjórnarskrá landsins svo dæmi sé tekið og við erum ekki farin að ræða þessi mál af alvöru enn þá, því miður. Það er vissulega hægt að fá magasár af áhyggjum og sennilega er streita og vanlíðan einn allra stærsti áhættuþátturinn, en það á sömuleiðis við um flesta aðra sjúkdóma. Ástæðan er mjög einföld og felst í því að ónæmiskerfið okkar er veiklað þegar við erum undir miklu álagi. Það mætti líkja þessu við þjóðarbúið og segja sem svo að það verði að ríkja ákveðið jafnvægi til þess að það geti blómstrað. En hvernig það skuli nákvæmlega gert held ég að enginn viti, líklega höfum við komist einna næst því einmitt á Íslandi og á Norðurlöndunum að skapa samfélag sem aðrir geta öfundað okkur af og ætli grunnurinn að því hafi ekki verið ákveðni, kjarkur og þor. Nú þarf kænsku, útsjónarsemi, hreinskilni og heiðarleika til að koma okkur í varanlegt skjól og ætli það sé ekki einmitt blandan sem ég er að leita að í þessum kosningum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun