„Ef þú vilt láta halda fyrir þér vöku, þá mæli ég með Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur,“ segir Christopher Fowler, gagnrýnandi breska viðskiptablaðsins Financial Times.
Fowler fjallar um Ég man þig í umsögn um Nordic Noir, yfirlitsriti yfir norrænar glæpasögur eftir Barry Forshaw.
Bók Forshaw kom nýverið út í Bretlandi þar sem hann fer yfir þennan geira bókmenntanna. Gagnrýnandinn segir að margir þeirra sem þekkja ekki til norrænna glæpasagna byrji á bókum Maj Sjövall og Per Wahlöö um Martin Beck og flytji sig síðan yfir í Stieg Larsson. Hann segir Forshaw fjalla um þríleik Larssons en líka um keppinauta hans og arftaka og hið myrka afl sem býr í norrænum sögum.
Þess má geta að Forshaw birti á sínum tíma ítarlegan dóm um Ég man þig í blaðinu The Independent. Þar sagði hann að Yrsa væri „jafnoki höfunda á borð við Stephen King þegar kemur að því að skapa óhugnað og ótta“.
Financial Times hrífst af Yrsu
