Dvalið í draumahöll borgarstjóra Bergsteinn Sigurðsson skrifar 15. maí 2013 12:00 Finnbogi Pétursson myndlistamaður. „Ég er að reyna að komast að kjarna borgarinnar og maður kemst ekki mikið nær kjarnanum en að borgarstjóra í djúpsvefni,“ segir Finnbogi Pétursson um sýningu sem hann opnar í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu á laugardag. Í miðjum garðinum verður komið fyrir gömlum ljósastaur og á hann hengdar tvær tæplega hálfrar aldar hátarabjöllur úr gamla hljóðkerfi Reykjavíkurborgar. Finnbogi fékk leyfi Jóns Gnarr borgarstjóra til að hljóðrita nætursvefn hans og mun upptakan óma úr hátalarabjöllunum í garðinum í sumar. „Hugmyndin er fólk komi í garðinn á hvaða tíma sem er, leggist og láti sig dreyma með borgarstjóranum,“ segir Finnbogi. Hann segist hafa viljað fanga stundina þar sem fulltrúi borgarinnar, sjálfur borgarstjórinn, stígur úr hinum daglega heimi og inn draumaheiminn þar sem hann endurhleður sig yfir nóttina. „Jón tók vel í þetta og var svo vænn að hleypa mér svona nálægt sér. Ég lét hann hafa upptökutæki, kenndi honum á það og sýndi honum hvar hann ætti að stilla því upp. Svo lagðist hann til hvílu og fór í gegnum öll stig svefnsins sem við förum í gegn á hverri nóttu til að endurhlaða kerfið.“ Upptakan af svefni borgarstjóra um átta klukkustundir verður leikin í sífellu allan sólarhringinn þar til í ágúst þegar sýningunni lýkur. Nágrannar þurfa þó ekki að óttast ónæði af völdum verksins. „Ég er ekki að „blasta“ neinu. Upptakan er mjög lágstemmd; þetta er aðallega þögn eða hægur andardráttur, brotin upp með einstaka hrotu. Af öðrum verkum mínum er þetta líklega einna mest í ætt við hljóðskúlptúr sem ég gerði á aldarafmæli Halldórs Laxness. Þar var meginuppistaðan upptaka af upplestri Halldórs þar sem ég hafði klippt út öll orðin en spilaði bara þögnina.“ Skúlptúrinn er öðrum þræði nostalgíuverk. „Ég fór stundum í bæinn með pabba á þjóðhátíðardaginn þegar ég var strákur og man vel eftir hátarabjöllunum, það má meðal annars sjá þeim bregða fyrir á 40 til 50 ára gömlum myndum af þjóðhátíðarhöldum í Reykjavík,“ segir Finnbogi en hann bjargaði bjöllunum frá förgun fyrir nokkrum árum og hefur haft þær í garðinum hjá sér síðan. Finnbogi hefur verið í hópi fremstu myndlistarmanna landsins um nokkurt skeið og einbeitt sér að hljóðtengdum innsetningum, til dæmis verkið Diabolus sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum 2001 sem fulltrúi Íslands. Hann segist þó aldrei hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hljóðlistamaður. „Hver hugmynd og hvert verk hafa einfaldlega leitt mig að því næsta. Þetta er eins og að setja niður fræ sem verður að tré sem maður tekur afleggjari af og þegar yfir lýkur er kominn skógur. Svona er það með alla kreatíva vinnu, þar sem hugmyndirnar skarast og tvístrast. Ég er bara myndlistarmaður með mikinn áhuga á hljóði og það hefur leitt mig á þennan stað, að reyna að hljóðtengja allt.“ Sýning Finnboga í Höggmyndagarðinum verður opnuð á laugardag klukkan 12. Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er að reyna að komast að kjarna borgarinnar og maður kemst ekki mikið nær kjarnanum en að borgarstjóra í djúpsvefni,“ segir Finnbogi Pétursson um sýningu sem hann opnar í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu á laugardag. Í miðjum garðinum verður komið fyrir gömlum ljósastaur og á hann hengdar tvær tæplega hálfrar aldar hátarabjöllur úr gamla hljóðkerfi Reykjavíkurborgar. Finnbogi fékk leyfi Jóns Gnarr borgarstjóra til að hljóðrita nætursvefn hans og mun upptakan óma úr hátalarabjöllunum í garðinum í sumar. „Hugmyndin er fólk komi í garðinn á hvaða tíma sem er, leggist og láti sig dreyma með borgarstjóranum,“ segir Finnbogi. Hann segist hafa viljað fanga stundina þar sem fulltrúi borgarinnar, sjálfur borgarstjórinn, stígur úr hinum daglega heimi og inn draumaheiminn þar sem hann endurhleður sig yfir nóttina. „Jón tók vel í þetta og var svo vænn að hleypa mér svona nálægt sér. Ég lét hann hafa upptökutæki, kenndi honum á það og sýndi honum hvar hann ætti að stilla því upp. Svo lagðist hann til hvílu og fór í gegnum öll stig svefnsins sem við förum í gegn á hverri nóttu til að endurhlaða kerfið.“ Upptakan af svefni borgarstjóra um átta klukkustundir verður leikin í sífellu allan sólarhringinn þar til í ágúst þegar sýningunni lýkur. Nágrannar þurfa þó ekki að óttast ónæði af völdum verksins. „Ég er ekki að „blasta“ neinu. Upptakan er mjög lágstemmd; þetta er aðallega þögn eða hægur andardráttur, brotin upp með einstaka hrotu. Af öðrum verkum mínum er þetta líklega einna mest í ætt við hljóðskúlptúr sem ég gerði á aldarafmæli Halldórs Laxness. Þar var meginuppistaðan upptaka af upplestri Halldórs þar sem ég hafði klippt út öll orðin en spilaði bara þögnina.“ Skúlptúrinn er öðrum þræði nostalgíuverk. „Ég fór stundum í bæinn með pabba á þjóðhátíðardaginn þegar ég var strákur og man vel eftir hátarabjöllunum, það má meðal annars sjá þeim bregða fyrir á 40 til 50 ára gömlum myndum af þjóðhátíðarhöldum í Reykjavík,“ segir Finnbogi en hann bjargaði bjöllunum frá förgun fyrir nokkrum árum og hefur haft þær í garðinum hjá sér síðan. Finnbogi hefur verið í hópi fremstu myndlistarmanna landsins um nokkurt skeið og einbeitt sér að hljóðtengdum innsetningum, til dæmis verkið Diabolus sem hann sýndi á Feneyjatvíæringnum 2001 sem fulltrúi Íslands. Hann segist þó aldrei hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að vera hljóðlistamaður. „Hver hugmynd og hvert verk hafa einfaldlega leitt mig að því næsta. Þetta er eins og að setja niður fræ sem verður að tré sem maður tekur afleggjari af og þegar yfir lýkur er kominn skógur. Svona er það með alla kreatíva vinnu, þar sem hugmyndirnar skarast og tvístrast. Ég er bara myndlistarmaður með mikinn áhuga á hljóði og það hefur leitt mig á þennan stað, að reyna að hljóðtengja allt.“ Sýning Finnboga í Höggmyndagarðinum verður opnuð á laugardag klukkan 12.
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp