Framtíð mín er á Íslandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. maí 2013 08:00 Florentina Stanciu er einn þriggja markvarða sem eru við æfingar með íslenska landsliðinu nú. Hér er hún í leik með ÍBV. Mynd/Stefán Einn besti leikmaður N1-deildar kvenna, Florentina Stanciu, er á leið úr landi. Markvörðurinn öflugi hefur leikið með ÍBV síðastliðin ár en náði ekki samkomulagi við félagið um áframhaldandi dvöl. Hún staðfesti við Fréttablaðið í gær að hún hefði átt í viðræðum við rúmenska liðið SCM Craiova. „Þetta er allt óljóst eins og er. Ég hef verið að tala við gamla liðið mitt sem er í sama bæ og fjölskyldan mín í Rúmeníu en það er ekki 100 prósent öruggt að ég fari þangað. Þeir hafa samþykkt munnlega að ganga að mínum kröfum en ég á enn eftir að fá það skriflega. Ef það stenst þá mun ég gera eins árs samning við félagið. Ef ekki, hætti ég við allt saman og leita annað,“ sagði Florentina í samtali við Fréttablaðið.Vil standa mig með landsliðinu Hún sagðist einnig hafa átt í viðræðum við tvö lið á Íslandi en vildi ekki nafngreina þau. Sögusagnir eru á kreiki um að umrædd lið séu Fram og Stjarnan en forráðamenn liðanna staðfestu við Fréttablaðið í gær að engar viðræður hefðu farið fram að svo stöddu. „Ég vil annars lítið hugsa um þetta þessa dagana því ég vil einbeita mér að því að æfa með landsliðinu,“ sagði hún en íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi þar sem sæti á EM er í húfi. Florentina fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur mánuðum og varð strax gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Það er markmið mitt að standa mig eins vel og ég get með íslenska landsliðinu og því vona ég að þessi mál komist á hreint sem allra fyrst.“ Ef það kemur til þess að hún flytji til Rúmeníu með fjölskyldu sinni segir hún alveg klárt að hún muni snúa aftur til Íslands.Sonurinn í íslenskan skóla „Framtíð mín er á Íslandi. Ég ætla að kaupa hús hér og ala upp börnin mín á Íslandi. En ég vil nýta tækifærið og gefa fjölskyldu minni í Rúmeníu kost á að umgangast son minn, sem er þriggja ára. Það er hentugur aldur til þess að flytja því þegar hann kemst á skólaaldur vil ég að hann gangi í skóla á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það hefði haft mikið að segja í viðræðum sínum við SCM Craiova. „En ef það gengur ekki upp þá verð ég ánægð hvar sem ég enda. Ég er jákvæð persóna og kvíði því ekki að kynnast einhverju nýju,“ bætir hún við að lokum. Ísland leikur gegn Tékklandi, heima og að heiman, dagana 2. og 8. júní næstkomandi. Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Einn besti leikmaður N1-deildar kvenna, Florentina Stanciu, er á leið úr landi. Markvörðurinn öflugi hefur leikið með ÍBV síðastliðin ár en náði ekki samkomulagi við félagið um áframhaldandi dvöl. Hún staðfesti við Fréttablaðið í gær að hún hefði átt í viðræðum við rúmenska liðið SCM Craiova. „Þetta er allt óljóst eins og er. Ég hef verið að tala við gamla liðið mitt sem er í sama bæ og fjölskyldan mín í Rúmeníu en það er ekki 100 prósent öruggt að ég fari þangað. Þeir hafa samþykkt munnlega að ganga að mínum kröfum en ég á enn eftir að fá það skriflega. Ef það stenst þá mun ég gera eins árs samning við félagið. Ef ekki, hætti ég við allt saman og leita annað,“ sagði Florentina í samtali við Fréttablaðið.Vil standa mig með landsliðinu Hún sagðist einnig hafa átt í viðræðum við tvö lið á Íslandi en vildi ekki nafngreina þau. Sögusagnir eru á kreiki um að umrædd lið séu Fram og Stjarnan en forráðamenn liðanna staðfestu við Fréttablaðið í gær að engar viðræður hefðu farið fram að svo stöddu. „Ég vil annars lítið hugsa um þetta þessa dagana því ég vil einbeita mér að því að æfa með landsliðinu,“ sagði hún en íslenska landsliðið undirbýr sig nú fyrir mikilvæga leiki gegn Tékklandi þar sem sæti á EM er í húfi. Florentina fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tveimur mánuðum og varð strax gjaldgeng með íslenska landsliðinu. „Það er markmið mitt að standa mig eins vel og ég get með íslenska landsliðinu og því vona ég að þessi mál komist á hreint sem allra fyrst.“ Ef það kemur til þess að hún flytji til Rúmeníu með fjölskyldu sinni segir hún alveg klárt að hún muni snúa aftur til Íslands.Sonurinn í íslenskan skóla „Framtíð mín er á Íslandi. Ég ætla að kaupa hús hér og ala upp börnin mín á Íslandi. En ég vil nýta tækifærið og gefa fjölskyldu minni í Rúmeníu kost á að umgangast son minn, sem er þriggja ára. Það er hentugur aldur til þess að flytja því þegar hann kemst á skólaaldur vil ég að hann gangi í skóla á Íslandi,“ sagði hún og bætti við að það hefði haft mikið að segja í viðræðum sínum við SCM Craiova. „En ef það gengur ekki upp þá verð ég ánægð hvar sem ég enda. Ég er jákvæð persóna og kvíði því ekki að kynnast einhverju nýju,“ bætir hún við að lokum. Ísland leikur gegn Tékklandi, heima og að heiman, dagana 2. og 8. júní næstkomandi.
Olís-deild kvenna Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti