Hefur sungið Wagner í fjórum heimsálfum Friðrika Benónýsdóttir skrifar 6. júní 2013 15:30 Bjarni Thor Kristinsson segir alla kunna stef eftir hið umdeilda tónskáld, Richard Wagner, þótt þeir gerir sér ekki endilega grein fyrir því. „Fólk er pínu smeykt við Wagner,“ segir Bjarni Thor Kristinsson söngvari, sem syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Richards Wagner í Hörpu í kvöld. „Mörgum finnst tónlistin hans dálítið þung, án þess í rauninni að hafa kynnst honum almennilega. Það þekkja nefnilega allir einhver stef eftir hann úr einhverjum dömubindaauglýsingum í sjónvarpinu. Og brúðarmarsinn auðvitað. Fólk áttar sig oft ekki á því að hann er úr Lohengrin.“En þú hefur verið að syngja verk hans lengi og víða, ekki satt? „Já, ég er búinn að syngja ein ellefu Wagner-hlutverk í fjórum heimsálfum. Í Ameríku, Asíu, Ástralíu og úti um alla Evrópu í bráðum fimmtán ár.“Og þú valdir verkin á þessa tónleika? „Já, svona í samráði við hljómsveitina. Þetta eru sólótónleikar með mér og lá beint við að syngja þá tónlist sem ég hef mitt lifibrauð af, um leið og við erum auðvitað að heiðra minningu Wagners á 200 ára fæðingarafmælinu.“Bjarni Thor er staddur á Keflavíkurflugvelli þegar í hann næst, hvaðan er hann að koma? „Ég var að koma frá Köln þar sem standa yfir lokaæfingar á óperu Mozarts, Brottnáminu úr kvennabúrinu, sem verður frumsýnd á sunnudaginn kemur. Þarf svo að fljúga þangað aftur strax eftir tónleikana með Sinfóníuhljómsveitinni. Það var svolítið púsl að ná þessu en það tókst sem betur fer þótt þetta sé ansi knappt.“Þú verður þá feginn þegar frumsýningin í Köln er afstaðin? „Já, ég viðurkenni það að þegar þessi vika er búin verður þungu fargi af mér létt,“ segir Bjarni Thor. Tónleikarnir í kvöld bera yfirskriftina Uppáhalds Wagner og það er eins og áður sagði Bjarni Thor sem hefur valið verkin sem flutt verða, en efnisskráin samanstendur af forleikjum og aríum sem eru þó aðeins brot þeirra hlutverka úr óperum Wagners sem hann hefur sungið um heim allan á liðnum árum. Petri Sakari er stjórnandi hljómsveitarinnar á þessum tónleikum en hann hefur verið tíður gestur við stjórnvöl hennar allt frá því árið 1988 þegar hann tók við aðalhljómsveitarstjórastöðunni. Hann gegndi þeirri stöðu til 1993 og síðan aftur á árunum 1996-1998, en í millitíðinni var hann aðalgestastjórnandi hljómsveitarinnar. Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Fólk er pínu smeykt við Wagner,“ segir Bjarni Thor Kristinsson söngvari, sem syngur með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Richards Wagner í Hörpu í kvöld. „Mörgum finnst tónlistin hans dálítið þung, án þess í rauninni að hafa kynnst honum almennilega. Það þekkja nefnilega allir einhver stef eftir hann úr einhverjum dömubindaauglýsingum í sjónvarpinu. Og brúðarmarsinn auðvitað. Fólk áttar sig oft ekki á því að hann er úr Lohengrin.“En þú hefur verið að syngja verk hans lengi og víða, ekki satt? „Já, ég er búinn að syngja ein ellefu Wagner-hlutverk í fjórum heimsálfum. Í Ameríku, Asíu, Ástralíu og úti um alla Evrópu í bráðum fimmtán ár.“Og þú valdir verkin á þessa tónleika? „Já, svona í samráði við hljómsveitina. Þetta eru sólótónleikar með mér og lá beint við að syngja þá tónlist sem ég hef mitt lifibrauð af, um leið og við erum auðvitað að heiðra minningu Wagners á 200 ára fæðingarafmælinu.“Bjarni Thor er staddur á Keflavíkurflugvelli þegar í hann næst, hvaðan er hann að koma? „Ég var að koma frá Köln þar sem standa yfir lokaæfingar á óperu Mozarts, Brottnáminu úr kvennabúrinu, sem verður frumsýnd á sunnudaginn kemur. Þarf svo að fljúga þangað aftur strax eftir tónleikana með Sinfóníuhljómsveitinni. Það var svolítið púsl að ná þessu en það tókst sem betur fer þótt þetta sé ansi knappt.“Þú verður þá feginn þegar frumsýningin í Köln er afstaðin? „Já, ég viðurkenni það að þegar þessi vika er búin verður þungu fargi af mér létt,“ segir Bjarni Thor. Tónleikarnir í kvöld bera yfirskriftina Uppáhalds Wagner og það er eins og áður sagði Bjarni Thor sem hefur valið verkin sem flutt verða, en efnisskráin samanstendur af forleikjum og aríum sem eru þó aðeins brot þeirra hlutverka úr óperum Wagners sem hann hefur sungið um heim allan á liðnum árum. Petri Sakari er stjórnandi hljómsveitarinnar á þessum tónleikum en hann hefur verið tíður gestur við stjórnvöl hennar allt frá því árið 1988 þegar hann tók við aðalhljómsveitarstjórastöðunni. Hann gegndi þeirri stöðu til 1993 og síðan aftur á árunum 1996-1998, en í millitíðinni var hann aðalgestastjórnandi hljómsveitarinnar.
Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira