Missti vitið og brotnaði niður Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. júní 2013 06:30 Sunneva segist ekki hafa áhuga á að því að spila áfram á Íslandi.fréttablaðið/vilhelm „Ég er mjög ósátt við það hvernig þau stóðu að þessu máli. Mér finnst ég ekki eiga þetta skilið eftir að hafa lent í öðru sæti og staðið mig vel í úrslitakeppninni,“ segir markvörðurinn Sunneva Einarsdóttir sem er án félags en hún rifti samningi sínum við Stjörnuna fyrir helgi. Hún ákvað að gera það er stjórn handknattleiksdeildar tilkynnti henni að félagið væri búið að semja við Florentinu Stanciu sem hefur verið einn besti markvörður deildarinnar síðustu ár. Sunneva skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við Stjörnuna í fyrra en nefndi í leiðinni að hún hefði áhuga á því að komast jafnvel út eftir tvö til þrjú ár. „Þau sögðu að það væri frábært. Ég gæti verið hjá þeim sem aðalmarkvörður og svo myndu þau aldrei standa í vegi fyrir því ef ég vildi komast út,“ segir Sunneva. Strax í úrslitakeppninni fór af stað orðrómur um að Florentina væri á leið í Stjörnuna. Sunnevu var þá tjáð að ekkert væri til í því. Á fimmtudegi í þar síðustu viku tjáir þjálfari liðsins, Skúli Gunnsteinsson, henni að Florentina sé væntanlega á leiðinni.Brotnaði niður á fundinum „Ég sagði við Skúla að ég myndi bilast ef hún kæmi. Ég sagði honum einnig að ég væri farin ef þannig færi. Svo heyri ég ekki frá neinum í viku. Ég er svo kölluð á fund á síðasta fimmtudag og á þessum fundi er mér tilkynnt að það sé klárt að Flora komi. Ég ætlaði að segja svo margt á þessum fundi en ég kom því ekki frá mér því ég byrjaði að gráta og hreinlega skalf. Ég missti bara vitið og brotnaði niður. Ég stóð svo upp, þurrkaði tárin og sagði þeim að ég myndi rifta samningnum. Svo rauk ég út,“ segir Sunneva en hún er ekki sátt við vinnubrögð handknattleiksdeildar. „Það var engin miskunn hjá þeim. Þau skildu ekki af hverju ég væri fúl og af hverju ég væri að kvarta yfir vinnubrögðunum. Kannski er ekki eðlilegt að tala við mig í viku en hvar er siðferðið á bak við þetta? Hvað með mig? Er í lagi að láta mig bara bíða í viku. Þetta er ein óþægilegasta vika sem ég hef upplifað.“Ég er ekki heimsk Stjarnan vildi halda Sunnevu og sagði að þær tvær gætu orðið frábært markvarðapar. „Þau sögðu að hún yrði ekki endilega fyrsti markvörður. Ég er ekki svo heimsk. Hún er frábær, betri og með meiri reynslu þó svo ég sé alveg ágæt líka. Ég er á þeim tímapunkti að ég þarf að spila í 50-60 mínútur.“ Sunneva segir að Stjarnan hafi tjáð henni að ástæðan fyrir því að þau hafi viljað fá Floru sé sú að Sunneva hafi verið að horfa til útlanda. „Þau eru að nota það og fela sig á bak við að ég sé að fara út. Segjast ekki vilja standa uppi markvarðarlaus næsta tímabil. Það er mjög ósanngjarnt að mínu mati. Það er verið að refsa mér fyrir að vilja fara út. Ég ætlaði mér að vera áfram og var búin að hafna félögum hér heima og þremur í Noregi,“ segir Sunneva og bætir við að hún sé mjög þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið frá félögum sínum í Stjörnuliðinu. „Þær eru heldur ekki sáttar við þessi vinnubrögð og það segir margt. Auðvitað vilja þær fá Floru en þær vilja heldur ekki missa mig og sögðu mér það. Ég er mjög mikilvæg félagslega sem skiptir líka máli. Ég er trúðurinn í klefanum sem heldur uppi stemningu.“ Tímabilið byrjaði mjög illa hjá Stjörnunni en liðinu óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið. Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði þáverandi Íslandsmeistara Vals í undanúrslitum en varð svo að játa sig sigraða í úrslitunum gegn Fram. „Miðað við hvernig ég stóð mig í úrslitakeppninni finnst mér ég ekki eiga það skilið að liðið sé að ná í Floru þó svo hún sé auðvitað frábær markvörður. Ég get líka staðið mig vel og er þar fyrir utan talsvert ódýrari en hún.“Komin með ógeð Sunneva er orðin 23 ára gömul og hefur farið víða á stuttum ferli. Hún hefur líka verið í Fylki, Fram og Val. Þessi uppákoma hefur ekki farið vel í hana og hún er búin að fá nóg af handbolta í bili. „Margir væru búnir að gefast upp og hætta. Ég á mjög auðvelt með að aðlagast nýjum hópum en núna sé ég mig ekki skipta um lið og spila handbolta hér heima. Ég er komin með ógeð og hef aldrei verið svona áður. Ég er að spá í taka mér frí og verða jafnvel flugfreyja,“ segir Sunneva og viðurkennir að eðlilega sé hún sár yfir þessari atburðarás. „Þetta er smá höfnun og þau voru að tala um að vinna titla. Við sáum í vetur að liðið getur vel unnið titla með mér. Við vorum ansi nálægt því.“ Eins og áður segir er Sunneva ekki spennt fyrir því að spila áfram hér heima þó svo hún hafi ætlað sér það. „Ég er með eitt lið í Noregi sem ég fer kannski að skoða fyrst staðan er orðin svona. Mig langar ekki að spila með liði á Íslandi.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
„Ég er mjög ósátt við það hvernig þau stóðu að þessu máli. Mér finnst ég ekki eiga þetta skilið eftir að hafa lent í öðru sæti og staðið mig vel í úrslitakeppninni,“ segir markvörðurinn Sunneva Einarsdóttir sem er án félags en hún rifti samningi sínum við Stjörnuna fyrir helgi. Hún ákvað að gera það er stjórn handknattleiksdeildar tilkynnti henni að félagið væri búið að semja við Florentinu Stanciu sem hefur verið einn besti markvörður deildarinnar síðustu ár. Sunneva skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við Stjörnuna í fyrra en nefndi í leiðinni að hún hefði áhuga á því að komast jafnvel út eftir tvö til þrjú ár. „Þau sögðu að það væri frábært. Ég gæti verið hjá þeim sem aðalmarkvörður og svo myndu þau aldrei standa í vegi fyrir því ef ég vildi komast út,“ segir Sunneva. Strax í úrslitakeppninni fór af stað orðrómur um að Florentina væri á leið í Stjörnuna. Sunnevu var þá tjáð að ekkert væri til í því. Á fimmtudegi í þar síðustu viku tjáir þjálfari liðsins, Skúli Gunnsteinsson, henni að Florentina sé væntanlega á leiðinni.Brotnaði niður á fundinum „Ég sagði við Skúla að ég myndi bilast ef hún kæmi. Ég sagði honum einnig að ég væri farin ef þannig færi. Svo heyri ég ekki frá neinum í viku. Ég er svo kölluð á fund á síðasta fimmtudag og á þessum fundi er mér tilkynnt að það sé klárt að Flora komi. Ég ætlaði að segja svo margt á þessum fundi en ég kom því ekki frá mér því ég byrjaði að gráta og hreinlega skalf. Ég missti bara vitið og brotnaði niður. Ég stóð svo upp, þurrkaði tárin og sagði þeim að ég myndi rifta samningnum. Svo rauk ég út,“ segir Sunneva en hún er ekki sátt við vinnubrögð handknattleiksdeildar. „Það var engin miskunn hjá þeim. Þau skildu ekki af hverju ég væri fúl og af hverju ég væri að kvarta yfir vinnubrögðunum. Kannski er ekki eðlilegt að tala við mig í viku en hvar er siðferðið á bak við þetta? Hvað með mig? Er í lagi að láta mig bara bíða í viku. Þetta er ein óþægilegasta vika sem ég hef upplifað.“Ég er ekki heimsk Stjarnan vildi halda Sunnevu og sagði að þær tvær gætu orðið frábært markvarðapar. „Þau sögðu að hún yrði ekki endilega fyrsti markvörður. Ég er ekki svo heimsk. Hún er frábær, betri og með meiri reynslu þó svo ég sé alveg ágæt líka. Ég er á þeim tímapunkti að ég þarf að spila í 50-60 mínútur.“ Sunneva segir að Stjarnan hafi tjáð henni að ástæðan fyrir því að þau hafi viljað fá Floru sé sú að Sunneva hafi verið að horfa til útlanda. „Þau eru að nota það og fela sig á bak við að ég sé að fara út. Segjast ekki vilja standa uppi markvarðarlaus næsta tímabil. Það er mjög ósanngjarnt að mínu mati. Það er verið að refsa mér fyrir að vilja fara út. Ég ætlaði mér að vera áfram og var búin að hafna félögum hér heima og þremur í Noregi,“ segir Sunneva og bætir við að hún sé mjög þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið frá félögum sínum í Stjörnuliðinu. „Þær eru heldur ekki sáttar við þessi vinnubrögð og það segir margt. Auðvitað vilja þær fá Floru en þær vilja heldur ekki missa mig og sögðu mér það. Ég er mjög mikilvæg félagslega sem skiptir líka máli. Ég er trúðurinn í klefanum sem heldur uppi stemningu.“ Tímabilið byrjaði mjög illa hjá Stjörnunni en liðinu óx ásmegin eftir því sem leið á tímabilið. Stjarnan gerði sér lítið fyrir og lagði þáverandi Íslandsmeistara Vals í undanúrslitum en varð svo að játa sig sigraða í úrslitunum gegn Fram. „Miðað við hvernig ég stóð mig í úrslitakeppninni finnst mér ég ekki eiga það skilið að liðið sé að ná í Floru þó svo hún sé auðvitað frábær markvörður. Ég get líka staðið mig vel og er þar fyrir utan talsvert ódýrari en hún.“Komin með ógeð Sunneva er orðin 23 ára gömul og hefur farið víða á stuttum ferli. Hún hefur líka verið í Fylki, Fram og Val. Þessi uppákoma hefur ekki farið vel í hana og hún er búin að fá nóg af handbolta í bili. „Margir væru búnir að gefast upp og hætta. Ég á mjög auðvelt með að aðlagast nýjum hópum en núna sé ég mig ekki skipta um lið og spila handbolta hér heima. Ég er komin með ógeð og hef aldrei verið svona áður. Ég er að spá í taka mér frí og verða jafnvel flugfreyja,“ segir Sunneva og viðurkennir að eðlilega sé hún sár yfir þessari atburðarás. „Þetta er smá höfnun og þau voru að tala um að vinna titla. Við sáum í vetur að liðið getur vel unnið titla með mér. Við vorum ansi nálægt því.“ Eins og áður segir er Sunneva ekki spennt fyrir því að spila áfram hér heima þó svo hún hafi ætlað sér það. „Ég er með eitt lið í Noregi sem ég fer kannski að skoða fyrst staðan er orðin svona. Mig langar ekki að spila með liði á Íslandi.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira