Anarkía í Hamraborg Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. júní 2013 10:00 Fer fyrir hópi listamanna sem vilja gera hlutina á eigin forsendum og því opnað nýtt sýningarými. Fréttablaðið/Stefán „Það var aðallega skortur á sýningarrými fyrir grasrót frekar en bissness sem rak okkur út í þetta,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður, sem ásamt tíu öðrum myndlistarmönnum hefur stofnað sýningarrýmið Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi. Bjarni segir hópinn sem stendur að Anarkíu vera listamenn sem láti mælistikur og stofnanir „listheimsins“ sér í léttu rúmi liggja, en kjósi að taka málin í eigin hendur og koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum. „Við teljum að fastmótaðar stofnanir og kerfi þjóni ekki markmiðum okkar um frjálsa tjáningu, en viljum að allir fái að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list,“ segir Bjarni en flestir úr hópnum þekkjast vel. „Þetta er mestmegnis fólk úr mínum ranni, listamenn sem ég hef kennt í gegnum tíðina.“ Sýningarrýmið er tvískipt og segir Bjarni að markmiðið sé að leigja utanaðkomandi listamönnum annað þeirra og geti þeir því sýnt samhliða sýningum félagsmanna í Anarkíu. „Svo stefnum við líka á að vera með málþing og ráðstefnur,“ segir Bjarni en helmingi sýningarrýmisins hefur verið ráðstafað út næsta árið. Listasalurinn verður tekinn í notkun á laugardag en þá opnar Bjarni tvær sýningar í báðum sýningarrýmum Anarkíu: Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir. „Í Að flá fiðrildi er ég að vinna með nekt málverksins, ef svo má segja, innviði þess og grunnforsendur. Fiðrildið er táknmynd umbreytingar þar sem fegurðin brýst út úr ljótleikanum, það bókstaflega flær sig sjálft, brýst út úr eigin skinni.“ Svífa svartir skurðir samanstendur aftur á móti af málverkum sem kennd eru við látæði – gesture – og eru skráning á líkamlegum hreyfingum listamannsins. „Ég er að grafast fyrir um innri gerð málverks og frumþætti þess, virkni flatarins og svífandi sveiflunnar sem sker hann.“ Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir verða opnaðar í Anarkíu á laugardag klukkan 15. Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Það var aðallega skortur á sýningarrými fyrir grasrót frekar en bissness sem rak okkur út í þetta,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður, sem ásamt tíu öðrum myndlistarmönnum hefur stofnað sýningarrýmið Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi. Bjarni segir hópinn sem stendur að Anarkíu vera listamenn sem láti mælistikur og stofnanir „listheimsins“ sér í léttu rúmi liggja, en kjósi að taka málin í eigin hendur og koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum. „Við teljum að fastmótaðar stofnanir og kerfi þjóni ekki markmiðum okkar um frjálsa tjáningu, en viljum að allir fái að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list,“ segir Bjarni en flestir úr hópnum þekkjast vel. „Þetta er mestmegnis fólk úr mínum ranni, listamenn sem ég hef kennt í gegnum tíðina.“ Sýningarrýmið er tvískipt og segir Bjarni að markmiðið sé að leigja utanaðkomandi listamönnum annað þeirra og geti þeir því sýnt samhliða sýningum félagsmanna í Anarkíu. „Svo stefnum við líka á að vera með málþing og ráðstefnur,“ segir Bjarni en helmingi sýningarrýmisins hefur verið ráðstafað út næsta árið. Listasalurinn verður tekinn í notkun á laugardag en þá opnar Bjarni tvær sýningar í báðum sýningarrýmum Anarkíu: Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir. „Í Að flá fiðrildi er ég að vinna með nekt málverksins, ef svo má segja, innviði þess og grunnforsendur. Fiðrildið er táknmynd umbreytingar þar sem fegurðin brýst út úr ljótleikanum, það bókstaflega flær sig sjálft, brýst út úr eigin skinni.“ Svífa svartir skurðir samanstendur aftur á móti af málverkum sem kennd eru við látæði – gesture – og eru skráning á líkamlegum hreyfingum listamannsins. „Ég er að grafast fyrir um innri gerð málverks og frumþætti þess, virkni flatarins og svífandi sveiflunnar sem sker hann.“ Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir verða opnaðar í Anarkíu á laugardag klukkan 15.
Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira