Tvær stefnuræður og ein í þungavigt Þorsteinn Pálsson skrifar 15. júní 2013 06:00 Nýtt kjörtímabil hófst með tveimur stefnuræðum. Forseti Íslands flutti þá fyrri á þingsetningarfundinum; rétt eins og drottningin í breska þinginu. Hæpið er að staðhæfa að sú uppákoma hafi verið tilraun til að breyta stjórnskipun landsins. Nær lagi er að líta svo á að með henni hafi forsetinn aðeins verið að slá í gadda að utanríkispólitíkinni og þeim lykilatriðum í efnahagsstefnunni sem af henni leiða er ráðið til lykta á Bessastöðum meðan þessi ríkisstjórn situr. Ríkari ástæða er til að áfellast ríkisstjórnina en forsetann fyrir þessa afkáralegu stöðu. Forsætisráðherra flutti síðari stefnuræðuna í samræmi við þingsköp. Hún er bundin ákveðnum formreglum og hefðum. Fyrir vikið er ekki sanngjarnt að bera hana saman við aðrar ræður sem fluttar eru í framhaldinu. Eina nýmælið í stefnuræðunni var tilkynning um að setja kosningaloforð Framsóknarflokksins í húsnæðismálum í þingsályktun. Ekkert er að því að hafa þann hátt á. En augljóst er öllum sem til þekkja að ástæðan er aðeins sú að það er eina leiðin til að láta líta svo út að strax hafi verið hafist handa við að efna loforðin. En tillagan staðfestir að ríkisstjórnin veit ekki enn hvernig á að fara að því. Að því leyti sýnir hún veikleika. Það var fjármálaráðherrann sem flutti þungavigtarboðskapinn í stefnuumræðunni á Alþingi. Þar kom fram skýr og ákveðinn boðskapur um hallalaus fjárlög, stöðugleika og samstarf við aðila vinnumarkaðarins. Orð hans um höftin og viðskiptafrelsið voru af sama toga. Engum gat dulist að metnaður og rík ábyrgðartilfinning bjó þar að baki.Snöggu blettirnir Vandi fjármálaráðherrans liggur einkum í tvennu: Annars vegar er mjög flókið að skýra út hvernig loforð Framsóknarflokksins ríma við hallalaus fjárlög og stöðugleika. Hins vegar er það nokkur þraut að sannfæra menn um að til lengri tíma sé unnt að viðhalda stöðugleika og fullu viðskiptafrelsi um leið og öllum öðrum gjaldmiðilskostum en krónunni er hafnað. Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafði til að mynda ekki trú á því; var þröngsýni þó ekki í banni þar. Eftir úrslit kosninganna eru leiðtogar fyrrverandi ríkisstjórnarflokka málefnalega í fjötrum. Þeir þurfa að vinna til trausts á ný. Málflutningur þeirra í stefnuumræðunni bendir til að þeir átti sig á þeim vanda þó að þeir nefni snögga bletti sem þeir þykjast sjá. Það er hlutverk stjórnarandstöðu á hverjum tíma. VG telur augljóslega að umhverfismálin séu líklegust til að endurheimta traustið. Efnahagsmálin eru ekki þeirra sterka hlið. Formaður Samfylkingarinnar vék meðal annars í hófsamri og stuttri athugasemd að þeirri hættu sem liggur í þjóðernismálflutningi Framsóknarflokksins. Markmið með honum er ekki að sameina heldur að skilja í sundur. Þeir einir eru álitnir góðir Íslendingar sem aðhyllast þröngsýna afstöðu forsetans í utanríkismálum. Sagan geymir of mörg dæmi um ógæfu sem fylgt getur slíkri hugsun valdhafa. Þessi áminning var því réttmæt.Fyrirheit um þjóðaratkvæði svikið Ríkisstjórnin hefur hætt aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Alþingi tók á sínum tíma ákvörðun um aðildarumsóknina. Í fullveldi Alþingis felst að Ísland er umsóknarland þar til það sjálft ályktar annað. Utanríkisráðherra hefur farið á fund framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að gera þar formlega grein fyrir stefnubreytingu landsins. Svo langt er gengið að þetta er gert án þess að virða fyrst fullveldisrétt Alþings til að breyta upphaflegri ákvörðun Íslands. Ekki er unnt að lítilsvirða fullveldi Alþingis meir. Forysta Sjálfstæðisflokksins gaf fyrirheit um að framhald aðildarviðræðnanna yrði borið undir þjóðaratkvæði á fyrri hluta kjörtímabilsins. Forsætisráðherra sagði ekkert í stefnuræðunni um þetta efni sem hald er í. Spurningum um tímasetningu hefur hann svarað með vísan í blámóðu upphæðanna. Landbúnaðarráðherra hefur aftur á móti tekið af tvímæli um að þjóðaratkvæði sé ekki á dagskrá. Loks hefur utanríkisráðherra sagt að aðildarviðræður muni aldrei fara fram meðan hann situr. Hann hefur lagt embættið að veði. Það merkir að hugsanlegt þjóðaratkvæði um framhald viðræðna snerist um setu hans og jafnvel ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin mun aldrei efna til þjóðaratkvæðis á þeirri forsendu. Af þessari yfirlýsingu utanríkisráðherra er því ekki unnt að draga aðra ályktun en að þjóðaratkvæði um framhald viðræðna hafi verið slegið út af borðinu. Í fréttaviðtali í höfuðstöðvum Evrópusambandsins gaf ráðherrann hins vegar til kynna að spyrja mætti um eitthvað annað. Forysta Sjálfstæðisflokksins er króuð af í þessu máli. Hinu er ósvarað hvort sú staða veldur áhyggjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Nýtt kjörtímabil hófst með tveimur stefnuræðum. Forseti Íslands flutti þá fyrri á þingsetningarfundinum; rétt eins og drottningin í breska þinginu. Hæpið er að staðhæfa að sú uppákoma hafi verið tilraun til að breyta stjórnskipun landsins. Nær lagi er að líta svo á að með henni hafi forsetinn aðeins verið að slá í gadda að utanríkispólitíkinni og þeim lykilatriðum í efnahagsstefnunni sem af henni leiða er ráðið til lykta á Bessastöðum meðan þessi ríkisstjórn situr. Ríkari ástæða er til að áfellast ríkisstjórnina en forsetann fyrir þessa afkáralegu stöðu. Forsætisráðherra flutti síðari stefnuræðuna í samræmi við þingsköp. Hún er bundin ákveðnum formreglum og hefðum. Fyrir vikið er ekki sanngjarnt að bera hana saman við aðrar ræður sem fluttar eru í framhaldinu. Eina nýmælið í stefnuræðunni var tilkynning um að setja kosningaloforð Framsóknarflokksins í húsnæðismálum í þingsályktun. Ekkert er að því að hafa þann hátt á. En augljóst er öllum sem til þekkja að ástæðan er aðeins sú að það er eina leiðin til að láta líta svo út að strax hafi verið hafist handa við að efna loforðin. En tillagan staðfestir að ríkisstjórnin veit ekki enn hvernig á að fara að því. Að því leyti sýnir hún veikleika. Það var fjármálaráðherrann sem flutti þungavigtarboðskapinn í stefnuumræðunni á Alþingi. Þar kom fram skýr og ákveðinn boðskapur um hallalaus fjárlög, stöðugleika og samstarf við aðila vinnumarkaðarins. Orð hans um höftin og viðskiptafrelsið voru af sama toga. Engum gat dulist að metnaður og rík ábyrgðartilfinning bjó þar að baki.Snöggu blettirnir Vandi fjármálaráðherrans liggur einkum í tvennu: Annars vegar er mjög flókið að skýra út hvernig loforð Framsóknarflokksins ríma við hallalaus fjárlög og stöðugleika. Hins vegar er það nokkur þraut að sannfæra menn um að til lengri tíma sé unnt að viðhalda stöðugleika og fullu viðskiptafrelsi um leið og öllum öðrum gjaldmiðilskostum en krónunni er hafnað. Síðasti landsfundur Sjálfstæðisflokksins hafði til að mynda ekki trú á því; var þröngsýni þó ekki í banni þar. Eftir úrslit kosninganna eru leiðtogar fyrrverandi ríkisstjórnarflokka málefnalega í fjötrum. Þeir þurfa að vinna til trausts á ný. Málflutningur þeirra í stefnuumræðunni bendir til að þeir átti sig á þeim vanda þó að þeir nefni snögga bletti sem þeir þykjast sjá. Það er hlutverk stjórnarandstöðu á hverjum tíma. VG telur augljóslega að umhverfismálin séu líklegust til að endurheimta traustið. Efnahagsmálin eru ekki þeirra sterka hlið. Formaður Samfylkingarinnar vék meðal annars í hófsamri og stuttri athugasemd að þeirri hættu sem liggur í þjóðernismálflutningi Framsóknarflokksins. Markmið með honum er ekki að sameina heldur að skilja í sundur. Þeir einir eru álitnir góðir Íslendingar sem aðhyllast þröngsýna afstöðu forsetans í utanríkismálum. Sagan geymir of mörg dæmi um ógæfu sem fylgt getur slíkri hugsun valdhafa. Þessi áminning var því réttmæt.Fyrirheit um þjóðaratkvæði svikið Ríkisstjórnin hefur hætt aðildarviðræðunum við Evrópusambandið. Alþingi tók á sínum tíma ákvörðun um aðildarumsóknina. Í fullveldi Alþingis felst að Ísland er umsóknarland þar til það sjálft ályktar annað. Utanríkisráðherra hefur farið á fund framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til að gera þar formlega grein fyrir stefnubreytingu landsins. Svo langt er gengið að þetta er gert án þess að virða fyrst fullveldisrétt Alþings til að breyta upphaflegri ákvörðun Íslands. Ekki er unnt að lítilsvirða fullveldi Alþingis meir. Forysta Sjálfstæðisflokksins gaf fyrirheit um að framhald aðildarviðræðnanna yrði borið undir þjóðaratkvæði á fyrri hluta kjörtímabilsins. Forsætisráðherra sagði ekkert í stefnuræðunni um þetta efni sem hald er í. Spurningum um tímasetningu hefur hann svarað með vísan í blámóðu upphæðanna. Landbúnaðarráðherra hefur aftur á móti tekið af tvímæli um að þjóðaratkvæði sé ekki á dagskrá. Loks hefur utanríkisráðherra sagt að aðildarviðræður muni aldrei fara fram meðan hann situr. Hann hefur lagt embættið að veði. Það merkir að hugsanlegt þjóðaratkvæði um framhald viðræðna snerist um setu hans og jafnvel ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin mun aldrei efna til þjóðaratkvæðis á þeirri forsendu. Af þessari yfirlýsingu utanríkisráðherra er því ekki unnt að draga aðra ályktun en að þjóðaratkvæði um framhald viðræðna hafi verið slegið út af borðinu. Í fréttaviðtali í höfuðstöðvum Evrópusambandsins gaf ráðherrann hins vegar til kynna að spyrja mætti um eitthvað annað. Forysta Sjálfstæðisflokksins er króuð af í þessu máli. Hinu er ósvarað hvort sú staða veldur áhyggjum.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun