Lyf og læknahopp 18. júní 2013 07:00 Við heyrum reglubundið um ofnotkun lyfja ýmiss konar og áhyggjur heilbrigðisstarfsmanna af þeirri þróun sem við höfum verið að sjá undanfarin ár. Hérlendis eigum við góðar upplýsingar um útskriftir lyfja þar sem svokallaður lyfjagagnagrunnur embættis Landlæknis hefur verið starfræktur frá árinu 2005, en þar er haldið utan um öll lyf sem eru afgreidd í gegnum apótek til einstaklinga. Heilbrigðisstofnanir, hjúkrunarheimili og sjúkrahús eru ekki að fullu innan sama grunns en unnið er að því. Til skamms tíma var þessi grunnur lokaður fyrir öllum öðrum en embætti Landlæknis, sem hefur samkvæmt lögum þessu eftirlitshlutverki að gegna. Nýverið varð breyting á aðgengi að þessum grunni fyrir lækna með þeim hætti að við eigum nú að geta séð með auðveldari hætti þau lyf sem hver einstaklingur hefur fengið skráð út úr rafrænni sjúkraskrá og afgreidd í lyfjaverslun, eða liggja í svokallaðri lyfjagátt. Ekki eru allir læknar komnir með slíkan aðgang en stefnt er að því að þeir verði það innan tíðar. Þá er einnig verið að vinna að því að geta séð þá lyfseðla sem eru pappírs- eða símsendir og afgreiddir í lyfjaverslunum.Getum tekið á vandanum Þessi stóra breyting gerir okkur kleift, fyrstum þjóða í heiminum tel ég, að geta tekið á þeim vanda sem óeðlilegar útskriftir lyfja eru og á endanum eyða þeirri óvissu sem læknar hafa reglubundið verið settir í gagnvart hluta skjólstæðinga sinna. Það að geta ekki vitað hvað aðrir kollegar hafa skrifað út fyrir sama einstakling er alla jafna galli þegar horft er til meðferðar hans og samfellu í þeirri þjónustu sem honum er veitt. Ofnotkun lyfseðilskyldra lyfja er stórt vandamál hérlendis sem erlendis og höfum við heyrt reglubundið af því. Þá gildir einu hvort um er að ræða örvandi efni eins og metýlfenídat sem voru mikið til umræðu í kjölfar Kastljósþáttar um árið eða flogaveikislyfja, taugaverkjalyfja, hefðbundinna verkjalyfja, svefnlyfja og róandi lyfja. Öll þessi efni eru misnotuð, mörg hver alvarlega svo varanlegur skaði hefur hlotist af eða jafnvel dauði einstaklinga. Þetta er því samfélagslegt vandamál sem hefur verið nauðsynlegt að reyna að ná tökum á og líklega mun þessi aðgangur og aukið eftirlit með útskriftum lækna skila árangri. Einhver ólöglegur markaður mun alltaf vera til staðar og líklegt er að einstaklingar muni geta fengið meira af lyfjum en þeim er hollt. Hins vegar verður það mun erfiðara þegar hægt er að sjá með einum músarsmelli hvaða lyf viðkomandi notar og hvenær hann fékk þau síðast. Hringferðir um landið og læknahopp til að ná sér í lyf munu þá vonandi heyra sögunni til en slíkt er alþekkt meðal hluta þessa hóps.Togstreita og trúnaðarbrestur En það eru fleiri vandamál er lúta að útskriftum lyfseðilsskyldra lyfja samanber verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf. Það er almennt það magn sem einstaklingar margir hverjir eru að nota og sú staðreynd að öll þessi lyf eru ávanabindandi og hafa þann eiginleika að viðkomandi myndar þol gagnvart þeim svo hann þarf sífellt meira. Þessi þróun er erfið og er yfirleitt til komin á grundvelli eðlilegra ástæðna fyrir lyfjagjöf sem svo einfaldlega fer úr böndunum hjá viðkomandi einstaklingi. Þarna getur myndast gífurleg togstreita milli læknis og skjólstæðings sem getur leitt til trúnaðarbrests milli aðila.Heillavænlegast að horfast í augu við vandann Þegar við horfum til leiðbeininga um meðhöndlun með þríhyrningsmerktum lyfjum, en þau eru skilgreind sem ávanabindandi eða hafa áhrif á meðvitundarástand, þá kemur á daginn að í flestum tilvikum eru þau hugsuð sem skammtímalausn og alls ekki sem langtímameðferð. Enda er alþekkt að því lengur sem slík notkun varir því erfiðara er að losna undan henni. Þegar við slíka notkun blandast önnur vandamál eins og til dæmis áfengis- eða eiturlyfjavandi þá er á brattann að sækja. Allir þeir sem lesa þessa grein þekkja væntanlega einhvern þar sem eitthvað af þessu fer saman. Hin dulda neysla róandi lyfja og ofneysla svefnlyfja er vandamál hérlendis sem við verðum að reyna að leysa. Það getur hins vegar reynst nauðsynlegt að nota þessi lyf og dreg ég ekkert úr því og verður það vitanlega mat læknis í hverjum aðstæðum fyrir sig, en það er gott að minna sig á að það eru til ýmsar meðferðir aðrar en lyf sem hafa sannað gildi sitt og má þar nefna hugræna atferlismeðferð og samtalsmeðferðir við svefntruflunum, kvíða og þunglyndi. Sjúkraþjálfun og „manual therapy“ við verkjavandamálum í stoðkerfi, nálarstungur við mígreni og ákveðnum tegundum verkjavandamála og þannig má eflaust lengi telja. Ætli það sé þó ekki heillavænlegast að horfast í augu við vandann og viðurkenna hann til að byrja með og fá síðan aðstoð sem hentar best og skapar ekki þann vítahring sem ofnotkun lyfja er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun
Við heyrum reglubundið um ofnotkun lyfja ýmiss konar og áhyggjur heilbrigðisstarfsmanna af þeirri þróun sem við höfum verið að sjá undanfarin ár. Hérlendis eigum við góðar upplýsingar um útskriftir lyfja þar sem svokallaður lyfjagagnagrunnur embættis Landlæknis hefur verið starfræktur frá árinu 2005, en þar er haldið utan um öll lyf sem eru afgreidd í gegnum apótek til einstaklinga. Heilbrigðisstofnanir, hjúkrunarheimili og sjúkrahús eru ekki að fullu innan sama grunns en unnið er að því. Til skamms tíma var þessi grunnur lokaður fyrir öllum öðrum en embætti Landlæknis, sem hefur samkvæmt lögum þessu eftirlitshlutverki að gegna. Nýverið varð breyting á aðgengi að þessum grunni fyrir lækna með þeim hætti að við eigum nú að geta séð með auðveldari hætti þau lyf sem hver einstaklingur hefur fengið skráð út úr rafrænni sjúkraskrá og afgreidd í lyfjaverslun, eða liggja í svokallaðri lyfjagátt. Ekki eru allir læknar komnir með slíkan aðgang en stefnt er að því að þeir verði það innan tíðar. Þá er einnig verið að vinna að því að geta séð þá lyfseðla sem eru pappírs- eða símsendir og afgreiddir í lyfjaverslunum.Getum tekið á vandanum Þessi stóra breyting gerir okkur kleift, fyrstum þjóða í heiminum tel ég, að geta tekið á þeim vanda sem óeðlilegar útskriftir lyfja eru og á endanum eyða þeirri óvissu sem læknar hafa reglubundið verið settir í gagnvart hluta skjólstæðinga sinna. Það að geta ekki vitað hvað aðrir kollegar hafa skrifað út fyrir sama einstakling er alla jafna galli þegar horft er til meðferðar hans og samfellu í þeirri þjónustu sem honum er veitt. Ofnotkun lyfseðilskyldra lyfja er stórt vandamál hérlendis sem erlendis og höfum við heyrt reglubundið af því. Þá gildir einu hvort um er að ræða örvandi efni eins og metýlfenídat sem voru mikið til umræðu í kjölfar Kastljósþáttar um árið eða flogaveikislyfja, taugaverkjalyfja, hefðbundinna verkjalyfja, svefnlyfja og róandi lyfja. Öll þessi efni eru misnotuð, mörg hver alvarlega svo varanlegur skaði hefur hlotist af eða jafnvel dauði einstaklinga. Þetta er því samfélagslegt vandamál sem hefur verið nauðsynlegt að reyna að ná tökum á og líklega mun þessi aðgangur og aukið eftirlit með útskriftum lækna skila árangri. Einhver ólöglegur markaður mun alltaf vera til staðar og líklegt er að einstaklingar muni geta fengið meira af lyfjum en þeim er hollt. Hins vegar verður það mun erfiðara þegar hægt er að sjá með einum músarsmelli hvaða lyf viðkomandi notar og hvenær hann fékk þau síðast. Hringferðir um landið og læknahopp til að ná sér í lyf munu þá vonandi heyra sögunni til en slíkt er alþekkt meðal hluta þessa hóps.Togstreita og trúnaðarbrestur En það eru fleiri vandamál er lúta að útskriftum lyfseðilsskyldra lyfja samanber verkjalyf, róandi lyf og svefnlyf. Það er almennt það magn sem einstaklingar margir hverjir eru að nota og sú staðreynd að öll þessi lyf eru ávanabindandi og hafa þann eiginleika að viðkomandi myndar þol gagnvart þeim svo hann þarf sífellt meira. Þessi þróun er erfið og er yfirleitt til komin á grundvelli eðlilegra ástæðna fyrir lyfjagjöf sem svo einfaldlega fer úr böndunum hjá viðkomandi einstaklingi. Þarna getur myndast gífurleg togstreita milli læknis og skjólstæðings sem getur leitt til trúnaðarbrests milli aðila.Heillavænlegast að horfast í augu við vandann Þegar við horfum til leiðbeininga um meðhöndlun með þríhyrningsmerktum lyfjum, en þau eru skilgreind sem ávanabindandi eða hafa áhrif á meðvitundarástand, þá kemur á daginn að í flestum tilvikum eru þau hugsuð sem skammtímalausn og alls ekki sem langtímameðferð. Enda er alþekkt að því lengur sem slík notkun varir því erfiðara er að losna undan henni. Þegar við slíka notkun blandast önnur vandamál eins og til dæmis áfengis- eða eiturlyfjavandi þá er á brattann að sækja. Allir þeir sem lesa þessa grein þekkja væntanlega einhvern þar sem eitthvað af þessu fer saman. Hin dulda neysla róandi lyfja og ofneysla svefnlyfja er vandamál hérlendis sem við verðum að reyna að leysa. Það getur hins vegar reynst nauðsynlegt að nota þessi lyf og dreg ég ekkert úr því og verður það vitanlega mat læknis í hverjum aðstæðum fyrir sig, en það er gott að minna sig á að það eru til ýmsar meðferðir aðrar en lyf sem hafa sannað gildi sitt og má þar nefna hugræna atferlismeðferð og samtalsmeðferðir við svefntruflunum, kvíða og þunglyndi. Sjúkraþjálfun og „manual therapy“ við verkjavandamálum í stoðkerfi, nálarstungur við mígreni og ákveðnum tegundum verkjavandamála og þannig má eflaust lengi telja. Ætli það sé þó ekki heillavænlegast að horfast í augu við vandann og viðurkenna hann til að byrja með og fá síðan aðstoð sem hentar best og skapar ekki þann vítahring sem ofnotkun lyfja er.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun