Vinafátt grískt goð Sigríður Dögg skrifar 27. júní 2013 08:00 Hvert er hlutverk fantasía? Sigga Dögg veltir fyrir sér tilgangi fantasíubókmennta. Nordicphotos/getty Nú sem áður hafa fantasíur kvenna verið mér hugleiknar. Það eru ekki mínar eigin fantasíur sem hringsnúast í kollinum á mér heldur þessar sem „rómantískar ástarsögur“ eru skrifaðar um. Fantasía er í formi sínu tilbúningur sem krefst engrar tengingar við raunveruleikann né löngunar um að slíkar hugsanir verði að raunveruleika. Þær geta verið hvað sem er, með hverjum sem er og hvernig sem er. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að konur sem fantasera lifa betra kynlífi. Eins og hefur komið fram í öðrum pistli les ég erótík á sumrin. Söluhæstu bækurnar eru með skuggalega líkt þema; gaur er tilfinningalega heftur, einfari og vinafár, ógeðslega ríkur, myndarlegri en grískt goð, yfirnáttúrulega gáfaður, sver eins og stóðhestur og með óseðjandi kynþörf, en stelpan er týnd og í stöðugu tilfinningalegu ójafnvægi. Hún fær fullnægingu við minnstu áreynslu og verður ástfangin af hundleiðinlegri frekjudollu við það eitt að ganga framhjá henni. Rómansinn er flóknari en grískur harmleikur og þau hætta saman á einni síðu en sofa svo saman á þeirri næstu. Ég set einlægt spurningarmerki við þessa fléttu. Nú eru þessar bækur oft titlaðar sem konubækur en ég velti fyrir mér: viljum við svona mikið drama? Ætli ástina, og lausn frá fortíðardraugum, sé ávallt að finna djúpt í skauti okkar? Og ef stungið er nógu oft í samband, og nógu djúpt, verður viðkomandi betri maður og við öðlumst hjarta(f)ró? Vissulega er þetta langt í frá eina þemað sem hægt væri að vinna með og auðvitað eru skrifaðar fleiri bækur, en ég miða pistilinn út frá mest seldu bókunum. Mér finnst leiðinlegt að þetta þema stuðar mig og pirrar. Ég vildi að ég gæti bara lesið þessar ofsafengnu kynlífslýsingar og skundað í rosa stuði upp í rúm, en því miður er það ekki svo. Ég skil að góð skáldsaga er fantasía sem getur fært mann langt frá raunveruleikanum, en kveikir letilegt og rólegt kynlíf með manni í meðalstærð ekki á neistanum? Stundum er bara erfitt að fara úr hlutverki kynfræðings sem vill nýta slíkar bókmenntir til hugmyndaauðgi innan sambanda samhliða því að fræða lesandann. Kannski tapar sagan líka sjarma sínum við raunveruleikatengingu enda vitum við að það er nógu erfitt að kveikja á greddunni í hversdagslegu sambandi þegar reikningar og uppvask bíða manns. Kannski er þetta bara bull í mér. Hvað segja strákarnir, hvað finnst þeim um svona bækur? Eru týndar stelpur sem þurfa á björgun að halda sexí? Sigga Dögg Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira
Nú sem áður hafa fantasíur kvenna verið mér hugleiknar. Það eru ekki mínar eigin fantasíur sem hringsnúast í kollinum á mér heldur þessar sem „rómantískar ástarsögur“ eru skrifaðar um. Fantasía er í formi sínu tilbúningur sem krefst engrar tengingar við raunveruleikann né löngunar um að slíkar hugsanir verði að raunveruleika. Þær geta verið hvað sem er, með hverjum sem er og hvernig sem er. Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á að konur sem fantasera lifa betra kynlífi. Eins og hefur komið fram í öðrum pistli les ég erótík á sumrin. Söluhæstu bækurnar eru með skuggalega líkt þema; gaur er tilfinningalega heftur, einfari og vinafár, ógeðslega ríkur, myndarlegri en grískt goð, yfirnáttúrulega gáfaður, sver eins og stóðhestur og með óseðjandi kynþörf, en stelpan er týnd og í stöðugu tilfinningalegu ójafnvægi. Hún fær fullnægingu við minnstu áreynslu og verður ástfangin af hundleiðinlegri frekjudollu við það eitt að ganga framhjá henni. Rómansinn er flóknari en grískur harmleikur og þau hætta saman á einni síðu en sofa svo saman á þeirri næstu. Ég set einlægt spurningarmerki við þessa fléttu. Nú eru þessar bækur oft titlaðar sem konubækur en ég velti fyrir mér: viljum við svona mikið drama? Ætli ástina, og lausn frá fortíðardraugum, sé ávallt að finna djúpt í skauti okkar? Og ef stungið er nógu oft í samband, og nógu djúpt, verður viðkomandi betri maður og við öðlumst hjarta(f)ró? Vissulega er þetta langt í frá eina þemað sem hægt væri að vinna með og auðvitað eru skrifaðar fleiri bækur, en ég miða pistilinn út frá mest seldu bókunum. Mér finnst leiðinlegt að þetta þema stuðar mig og pirrar. Ég vildi að ég gæti bara lesið þessar ofsafengnu kynlífslýsingar og skundað í rosa stuði upp í rúm, en því miður er það ekki svo. Ég skil að góð skáldsaga er fantasía sem getur fært mann langt frá raunveruleikanum, en kveikir letilegt og rólegt kynlíf með manni í meðalstærð ekki á neistanum? Stundum er bara erfitt að fara úr hlutverki kynfræðings sem vill nýta slíkar bókmenntir til hugmyndaauðgi innan sambanda samhliða því að fræða lesandann. Kannski tapar sagan líka sjarma sínum við raunveruleikatengingu enda vitum við að það er nógu erfitt að kveikja á greddunni í hversdagslegu sambandi þegar reikningar og uppvask bíða manns. Kannski er þetta bara bull í mér. Hvað segja strákarnir, hvað finnst þeim um svona bækur? Eru týndar stelpur sem þurfa á björgun að halda sexí?
Sigga Dögg Mest lesið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Sjá meira