Það var alltaf hljóðfæraleikur í þessu húsi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 8. júlí 2013 14:00 Matthías Nardeau óbóleikari var mættur í safnið til að æfa fyrir tónleikana annað kvöld og er hér með skipuleggjandanum og dótturinni í húsinu, Hlíf Sigurjónsdóttur.Fréttablaðið/Valli „Við erum með mjög flotta tónlistarmenn í sumar. Matthías Nardeau er fyrstur, hann spilar eins og engill á óbóið sitt og það er ekki oft sem heilir tónleikar eru leiknir á það hljóðfæri, eitt og sér,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir, listrænn stjórnandi Sumartónleika Listasafns Sigurjóns. Hún er að tala um tónleikana annað kvöld, þá fyrstu í safninu þetta sumarið.Æft í öllum hornum Hlíf er eitt fjögurra barna listamannsins Sigurjóns og Birgittu Spur, konu hans. Hún ólst upp í húsinu á Laugarnestanganum við listasafnið. Sumartónleikahefðin í safninu er á tuttugasta og fimmta ári og Hlíf rekur upphaf hennar til þess að þau systkinin hafi öll verið að læra á hljóðfæri og segir þau oft hafa komið fram á tónleikunum fyrstu árin. „Það var alltaf hljóðfæraleikur í húsinu. Við systkinin æfðum okkur í öllum hornum. Það var slegist um að vera niðri hjá pabba í vinnustofunni, eða frammi í forstofu,“ rifjar hún upp og fræðir mig um að tveir af albræðrum hennar hafi starfað við tónlist, Freyr Sigurjónsson sé fyrsti flautuleikari sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbaó á Spáni og Ólafur Spur sellóleikari hafi verið í sinfóníuhljómsveit í Malmö í Svíþjóð. Dagur, sem búsettur er í Danmörku, hafi ekki lagt tónlistina fyrir sig.Grasrótin brást ekki „Við móðir mín og eiginmaður stóðum frammi fyrir því í fyrrasumar að kannski væri þessi tónlistarþáttur starfsins í safninu bara búinn því aðstæður breyttust. Mamma gaf safnið, húsið og eigurnar til þjóðarinnar,“ segir Hlíf og bætir við sposk. „Á þessum síðustu tímum verður allt að skila arði í beinhörðum peningum og þá er ekki búið að verðsetja lífsgæði.“ Hún segir þau hafa ákveðið að safna peningum til að styðja við bakið á 25. tónleikaröðinni. „Við póstlögðum um tuttugu bréf til fyrirtækjanna í Borgartúninu. Þeim var boðið að kaupa styrktarlínur í sumartónleikabæklinginn, kaupa X marga miða á tónleika eða veita styrk. Fjögur fyrirtæki svöruðu strax að þau sæju sér það ekki fært og frá öðrum heyrðist ekkert. Fyrir þremur vikum var bæklingurinn að fara í prentun og ég ákvað að hringja í öll fyrirtækin og árétta boðið. Sá bæklingur fer víða og þar með auglýsingarnar. Það voru lögfræðingar sem mamma hefur skipt við sem slógu til, ásamt Frú Laugu, bændamarkaði og Fiskbúðinni á Sundlaugaveginum. Grasrótin sem hefur sans fyrir hlutum.“ Öllu betur gekk að fá listafólk til að koma fram. „Bæði í fyrra og núna hafa rúmlega fimmtíu sótt um en við erum með átta tónleika. Fólk vill koma og spila og það er ekki út af peningunum, því við getum ekki borgað mikið. En salurinn er yndislegur og staðsetningin einstök. Þannig blandast saman tónlist, myndlist og umhverfi. Þetta er allt verðmætt og fer vel saman.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við erum með mjög flotta tónlistarmenn í sumar. Matthías Nardeau er fyrstur, hann spilar eins og engill á óbóið sitt og það er ekki oft sem heilir tónleikar eru leiknir á það hljóðfæri, eitt og sér,“ segir Hlíf Sigurjónsdóttir, listrænn stjórnandi Sumartónleika Listasafns Sigurjóns. Hún er að tala um tónleikana annað kvöld, þá fyrstu í safninu þetta sumarið.Æft í öllum hornum Hlíf er eitt fjögurra barna listamannsins Sigurjóns og Birgittu Spur, konu hans. Hún ólst upp í húsinu á Laugarnestanganum við listasafnið. Sumartónleikahefðin í safninu er á tuttugasta og fimmta ári og Hlíf rekur upphaf hennar til þess að þau systkinin hafi öll verið að læra á hljóðfæri og segir þau oft hafa komið fram á tónleikunum fyrstu árin. „Það var alltaf hljóðfæraleikur í húsinu. Við systkinin æfðum okkur í öllum hornum. Það var slegist um að vera niðri hjá pabba í vinnustofunni, eða frammi í forstofu,“ rifjar hún upp og fræðir mig um að tveir af albræðrum hennar hafi starfað við tónlist, Freyr Sigurjónsson sé fyrsti flautuleikari sinfóníuhljómsveitarinnar í Bilbaó á Spáni og Ólafur Spur sellóleikari hafi verið í sinfóníuhljómsveit í Malmö í Svíþjóð. Dagur, sem búsettur er í Danmörku, hafi ekki lagt tónlistina fyrir sig.Grasrótin brást ekki „Við móðir mín og eiginmaður stóðum frammi fyrir því í fyrrasumar að kannski væri þessi tónlistarþáttur starfsins í safninu bara búinn því aðstæður breyttust. Mamma gaf safnið, húsið og eigurnar til þjóðarinnar,“ segir Hlíf og bætir við sposk. „Á þessum síðustu tímum verður allt að skila arði í beinhörðum peningum og þá er ekki búið að verðsetja lífsgæði.“ Hún segir þau hafa ákveðið að safna peningum til að styðja við bakið á 25. tónleikaröðinni. „Við póstlögðum um tuttugu bréf til fyrirtækjanna í Borgartúninu. Þeim var boðið að kaupa styrktarlínur í sumartónleikabæklinginn, kaupa X marga miða á tónleika eða veita styrk. Fjögur fyrirtæki svöruðu strax að þau sæju sér það ekki fært og frá öðrum heyrðist ekkert. Fyrir þremur vikum var bæklingurinn að fara í prentun og ég ákvað að hringja í öll fyrirtækin og árétta boðið. Sá bæklingur fer víða og þar með auglýsingarnar. Það voru lögfræðingar sem mamma hefur skipt við sem slógu til, ásamt Frú Laugu, bændamarkaði og Fiskbúðinni á Sundlaugaveginum. Grasrótin sem hefur sans fyrir hlutum.“ Öllu betur gekk að fá listafólk til að koma fram. „Bæði í fyrra og núna hafa rúmlega fimmtíu sótt um en við erum með átta tónleika. Fólk vill koma og spila og það er ekki út af peningunum, því við getum ekki borgað mikið. En salurinn er yndislegur og staðsetningin einstök. Þannig blandast saman tónlist, myndlist og umhverfi. Þetta er allt verðmætt og fer vel saman.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp