Aðalleikari þáttanna, Kit Harington, ræddi Íslandsdvölina í viðtali við The Hollywood Reporter á fimmtudaginn. Þar var hann meðal annars spurður út í það hvernig best væri að halda á sér hita í vetrarkuldanum.
„Hópurinn þjappar sér saman á milli taka því það er þrjátíu stiga frost þarna. Við erum eins og mörgæsahópur, allir leikararnir og aukaleikararnir, samanþjappaðir."
Í viðtalinu gerði Kit einnig tilraun til þess að sýna hvernig Íslendingar tala ensku; heldur harkalega og með miklum áherslum.
Leikarinn kom inn á matarmenningu okkar Íslendinga og sagði hana stórfurðulega. „Þau borða geitaheila og alls konar þannig," sagði hann við spyrilinn, sem trúði varla eigin eyrum.