Gefur góð fyrirheit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. júlí 2013 08:00 Aníta Hinriksdóttir með Gunnari Páli Jóakimssyni, þjálfara sínum. fréttablaðið/stefán Afrekssjóði ÍSÍ barst í gær vænn styrkur frá ríkisstjórn Íslands er hún tilkynnti í gær að hún myndi styrkja sjóðinn árlega um tvær milljónir fram yfir Ólympíuleikana í Ríó 2016, samtals um átta milljónir. Upphæðin er eyrnamerkt Anítu Hinriksdóttur, nýkrýndum heims- og Evrópumeistara ungmenna í 800 m hlaupi. Fram kemur í tilkynningu forsætisráðuneytis að mikilvægt sé að auka fjárhagslegan stuðning ríkisins við Afrekssjóðinn. Hann úthlutaði 71 milljón á síðasta ári en þá var framlag ríkisins 55 milljónir. Við síðustu úthlutun kom í ljós að úthlutunin náði yfir aðeins 15 prósent kostnaðaráætlunar þeirra sérsambanda sem sóttu um styrki úr Afrekssjóðnum. „Afreksíþróttastarf er kostnaðarsamt og er mikilvægt að styðja við bakið á Anítu svo hún geti helgað sig æfingum og keppni til undirbúnings þátttöku á alþjóðlegum stórmótum,“ segir í tilkynningunni. Örn Andrésson, formaður Afrekssjóðs, er bjartsýnni nú en oft áður á aukna aðkomu ríkisvalds að afreksíþróttastarfi á Íslandi. „Þessi styrkveiting var viðurkenning á því að það þarf meiri peninga í afreksmálin á Íslandi. Aníta er mikil fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk, enda ung afrekskona sem hefur náð langt þrátt fyrir ungan aldur. Það kom fram í máli forsætisráðherra að við þyrftum fyrirmyndir og að þjóðin þjappaði sér ávallt saman þegar íþróttafólkinu okkar gengi vel,“ segir Örn við Fréttablaðið. Fyrrverandi ríkisstjórn var reiðubúin að ganga til samninga við ÍSÍ um aðkomu að Afrekssjóðnum næstu fjögur árin áður en gengið var til kosninga í vor. Forráðamenn ÍSÍ ákváðu hins vegar að skrifa ekki undir hann og halda frekar í viðræður við nýja ríkistjórn eftir kosningar.Örn Andrésson„Okkur fannst tilboð þáverandi ríkisstjórnar ekki nógu gott. Því ákváðum við að bíða. Það var áætlað að hefja viðræður í júní en þær frestuðust vegna fráfalls Ólafs Rafnssonar [formanns ÍSÍ]. Viðræður geta nú vonandi hafist í næsta mánuði.“ Örn bendir á að úthlutanir úr Afrekssjóði nái aðeins yfir útlagðan kostnað íþróttamanna fyrir keppni og ekki nema litlu leyti til æfinga. Hann bendir einnig á að aðkoma skólakerfisins mætti vera betri svo ungt íþróttafólk gæti betur samræmt nám við æfingar og keppni. „Nú er til dæmis verið að herða reglur LÍN en við viljum að íþróttafólki verði gefinn kostur á að stunda sitt nám á lengri tíma svo að það geti sinnt sinni íþrótt. Brottfall afreksíþróttafólks verður sífellt meira og við viljum sporna við því,“ segir Örn. Hann er vongóður um að ríkisstjórnin sé reiðubúin að auka aðkomu sína að afreksíþróttum. „Það virðist vera breiðari skilningur fyrir þessum málum innan ríkisstjórnarinnar en oft áður. En svo verður bara að koma í ljós hvað verður þegar viðræður hefjast formlega.“ Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 Sjá meira
Afrekssjóði ÍSÍ barst í gær vænn styrkur frá ríkisstjórn Íslands er hún tilkynnti í gær að hún myndi styrkja sjóðinn árlega um tvær milljónir fram yfir Ólympíuleikana í Ríó 2016, samtals um átta milljónir. Upphæðin er eyrnamerkt Anítu Hinriksdóttur, nýkrýndum heims- og Evrópumeistara ungmenna í 800 m hlaupi. Fram kemur í tilkynningu forsætisráðuneytis að mikilvægt sé að auka fjárhagslegan stuðning ríkisins við Afrekssjóðinn. Hann úthlutaði 71 milljón á síðasta ári en þá var framlag ríkisins 55 milljónir. Við síðustu úthlutun kom í ljós að úthlutunin náði yfir aðeins 15 prósent kostnaðaráætlunar þeirra sérsambanda sem sóttu um styrki úr Afrekssjóðnum. „Afreksíþróttastarf er kostnaðarsamt og er mikilvægt að styðja við bakið á Anítu svo hún geti helgað sig æfingum og keppni til undirbúnings þátttöku á alþjóðlegum stórmótum,“ segir í tilkynningunni. Örn Andrésson, formaður Afrekssjóðs, er bjartsýnni nú en oft áður á aukna aðkomu ríkisvalds að afreksíþróttastarfi á Íslandi. „Þessi styrkveiting var viðurkenning á því að það þarf meiri peninga í afreksmálin á Íslandi. Aníta er mikil fyrirmynd fyrir ungt íþróttafólk, enda ung afrekskona sem hefur náð langt þrátt fyrir ungan aldur. Það kom fram í máli forsætisráðherra að við þyrftum fyrirmyndir og að þjóðin þjappaði sér ávallt saman þegar íþróttafólkinu okkar gengi vel,“ segir Örn við Fréttablaðið. Fyrrverandi ríkisstjórn var reiðubúin að ganga til samninga við ÍSÍ um aðkomu að Afrekssjóðnum næstu fjögur árin áður en gengið var til kosninga í vor. Forráðamenn ÍSÍ ákváðu hins vegar að skrifa ekki undir hann og halda frekar í viðræður við nýja ríkistjórn eftir kosningar.Örn Andrésson„Okkur fannst tilboð þáverandi ríkisstjórnar ekki nógu gott. Því ákváðum við að bíða. Það var áætlað að hefja viðræður í júní en þær frestuðust vegna fráfalls Ólafs Rafnssonar [formanns ÍSÍ]. Viðræður geta nú vonandi hafist í næsta mánuði.“ Örn bendir á að úthlutanir úr Afrekssjóði nái aðeins yfir útlagðan kostnað íþróttamanna fyrir keppni og ekki nema litlu leyti til æfinga. Hann bendir einnig á að aðkoma skólakerfisins mætti vera betri svo ungt íþróttafólk gæti betur samræmt nám við æfingar og keppni. „Nú er til dæmis verið að herða reglur LÍN en við viljum að íþróttafólki verði gefinn kostur á að stunda sitt nám á lengri tíma svo að það geti sinnt sinni íþrótt. Brottfall afreksíþróttafólks verður sífellt meira og við viljum sporna við því,“ segir Örn. Hann er vongóður um að ríkisstjórnin sé reiðubúin að auka aðkomu sína að afreksíþróttum. „Það virðist vera breiðari skilningur fyrir þessum málum innan ríkisstjórnarinnar en oft áður. En svo verður bara að koma í ljós hvað verður þegar viðræður hefjast formlega.“
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Andrea mun ekki spila á HM Snæfríður Sól flaug inn í úrslit á EM á nýju Íslandsmeti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Fagnaði gríðarlega þegar NM-gullið var í höfn Ingeborg og Snævar eru Íþróttafólk ársins hjá fötluðum Hildur Maja og Dagur Kári ofar öllum öðrum á árinu 2025 Sjá meira