Að elska bíla og mat Dagur B. Eggertsson skrifar 2. ágúst 2013 00:01 Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er lagt upp úr betri strætó og góðri borg fyrir gangandi og hjólandi. Borgin á að þróast inn á við, þannig að styttra verði fyrir fólk flest að ferðast milli heimilis og vinnu. Þannig minnkar bílaumferð þótt borgarbúum muni fjölga. Það er gott. Áhyggjur af umferð og umferðarhraða eru nefnilega eitt helsta áhyggju- og umkvörtunarefni borgarbúa. Ritstjóri Moggans rekur þessa stefnu til þess að þrettán borgarfulltrúar af fimmtán (þeir sem samþykktu að auglýsa skipulagið) hati bíla. Ætli það? Áður miðaðist skipulagið langmest við einn ferðamáta: einkabílinn. Með því að gefa fólki aðra valkosti viljum við að í stað þess að 75% allra ferða verði farnar með einkabíl árið 2030, lækki það hlutfall í 58% allra ferða. Hlutdeild gangandi, hjólandi og strætó hækki að sama skapi. Þetta eru hófleg markmið. Einkabíllinn var ein merkilegasta og áhrifaríkasta uppfinning 20. aldar. Með tilkomu hans var hægt að dreifa borgum um stærri svæði og fjölskyldur öðluðust frelsi til að kanna náttúruna og sinna erindum víðar en áður. Við elskum líka að keyra, alveg eins og við elskum að borða mat. Óhóf getur þó verið jafnvont í báðum tilvikum. Þeir sem vara við óhófi, og hvetja til aukinnar hreyfingar, hatast hvorki við bíla né mat heldur vilja stuðla að góðum lífsgæðum, langlífi og heilsusamlegum lífsstíl. Þessi stefna vinnur líka gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda, svifryki og mengun. Minni umferð gerir borgina okkar líka öruggari, ekki síst fyrir börn. Og það er vandfundin betri kjarabót en ef meðalheimilið kemst af með aðeins einn bíl. Bílarnir okkar koma nefnilega næst á eftir húsnæðiskostnaði í heimilisbókhaldinu. Langtum dýrari en matarkarfan. Miðað við allt sem við vitum um áhrif dreifðrar byggðar á aukna umferð, minni hreyfingu, meiri mengun og verri borg væri það ábyrgðarleysi að taka ekki á málinu. Með tillögu að nýju aðalskipulagi er Reykjavík að ganga í takt við þau hundruð borga í Evrópu og Bandaríkjunum sem leggja stóraukna áherslu á gott umhverfi, fjölbreyttan samgöngumáta, lýðheilsu og lífsgæði í skipulagsmálum. Hún er tákn nýrra tíma. Ég hvet borgarbúa til að kynna sér málið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Í nýju aðalskipulagi Reykjavíkur er lagt upp úr betri strætó og góðri borg fyrir gangandi og hjólandi. Borgin á að þróast inn á við, þannig að styttra verði fyrir fólk flest að ferðast milli heimilis og vinnu. Þannig minnkar bílaumferð þótt borgarbúum muni fjölga. Það er gott. Áhyggjur af umferð og umferðarhraða eru nefnilega eitt helsta áhyggju- og umkvörtunarefni borgarbúa. Ritstjóri Moggans rekur þessa stefnu til þess að þrettán borgarfulltrúar af fimmtán (þeir sem samþykktu að auglýsa skipulagið) hati bíla. Ætli það? Áður miðaðist skipulagið langmest við einn ferðamáta: einkabílinn. Með því að gefa fólki aðra valkosti viljum við að í stað þess að 75% allra ferða verði farnar með einkabíl árið 2030, lækki það hlutfall í 58% allra ferða. Hlutdeild gangandi, hjólandi og strætó hækki að sama skapi. Þetta eru hófleg markmið. Einkabíllinn var ein merkilegasta og áhrifaríkasta uppfinning 20. aldar. Með tilkomu hans var hægt að dreifa borgum um stærri svæði og fjölskyldur öðluðust frelsi til að kanna náttúruna og sinna erindum víðar en áður. Við elskum líka að keyra, alveg eins og við elskum að borða mat. Óhóf getur þó verið jafnvont í báðum tilvikum. Þeir sem vara við óhófi, og hvetja til aukinnar hreyfingar, hatast hvorki við bíla né mat heldur vilja stuðla að góðum lífsgæðum, langlífi og heilsusamlegum lífsstíl. Þessi stefna vinnur líka gegn útblæstri gróðurhúsalofttegunda, svifryki og mengun. Minni umferð gerir borgina okkar líka öruggari, ekki síst fyrir börn. Og það er vandfundin betri kjarabót en ef meðalheimilið kemst af með aðeins einn bíl. Bílarnir okkar koma nefnilega næst á eftir húsnæðiskostnaði í heimilisbókhaldinu. Langtum dýrari en matarkarfan. Miðað við allt sem við vitum um áhrif dreifðrar byggðar á aukna umferð, minni hreyfingu, meiri mengun og verri borg væri það ábyrgðarleysi að taka ekki á málinu. Með tillögu að nýju aðalskipulagi er Reykjavík að ganga í takt við þau hundruð borga í Evrópu og Bandaríkjunum sem leggja stóraukna áherslu á gott umhverfi, fjölbreyttan samgöngumáta, lýðheilsu og lífsgæði í skipulagsmálum. Hún er tákn nýrra tíma. Ég hvet borgarbúa til að kynna sér málið.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun