Dvergurinn með happdrættismiða Bergur Ebbi Benediktsson skrifar 22. ágúst 2013 07:45 Eruð þið búin að heyra söguna af dvergnum sem var að selja happdrættismiða og bankaði upp á á sambýli fyrir þroskahefta með þeim afleiðingum að þroskahefta fólkið handsamaði hann og lokaði inni í skáp því það hélt að hann væri álfur? Ég er allavega búinn að heyra hana. Nokkuð oft meira að segja. Það bregst heldur ekki að í hvert skipti sem ég heyri þessa sögu, hvort sem er í heitum potti eða í spjalli út á götu, fylgir með yfirlýsing um að þótt ótrúlegt megi virðast þá sé þetta 100% sönn saga. Ég hef tekið þessari sögu með mátulegum fyrirvara en flestir sem segja hana virðast yfirmáta vissir um að þetta sé sönn saga. Ég heyrði þessa sögu meira að segja sagða á Rás 1 síðasta sunnudag. Það er bannað að ljúga á Rás 1, er það ekki? Gerðist þetta í alvöru? Ég kannaði málið og það tók ekki langan tíma. Í fáum orðum er svarið nei. Þetta gerðist ekki. Allavega ekki á Íslandi. Sagan telst til svokallaðra flökkusagna og er því til í ýmsum útgáfum. Í Bandaríkjunum er hún yfirleitt sögð þannig að dvergurinn er talinn vera tröll og handsamaður af fólki sem er haldið einhverfu. Þá er dvergurinn oft sagður vera frá Vottum Jehóva en ekki happdrættissölumaður. Sagan hefur verið til í áraraðir og þekkist í ýmsum formum í Ameríku, Norðurlöndunum og víðar. Stundum er sagt að ekki eigi að láta sannleikann spilla góðri sögu. Ég er alveg til í að taka undir það. En til að öllu réttlæti sé haldið til haga þá er niðurstaðan þessi: Fólk er nú búið að hlæja mánuðum saman að „sönnu sögunni“ um þroskahefta fólkið, dverginn og ógæfu þeirra. Ha ha ha. Þau eru svo vitlaus. (bakföll) Ha ha ha. Hvað með þá sem trúa lygum? Eru þeir ekki vitlausir? Sá hlær best sem síðast hlær. Inn í okkur öllum býr nú lítill dvergur með happdrættismiða í hönd sem hlær sig máttlausan að heimsku okkar – því hann hefur aldrei verið til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergur Ebbi Mest lesið Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Eruð þið búin að heyra söguna af dvergnum sem var að selja happdrættismiða og bankaði upp á á sambýli fyrir þroskahefta með þeim afleiðingum að þroskahefta fólkið handsamaði hann og lokaði inni í skáp því það hélt að hann væri álfur? Ég er allavega búinn að heyra hana. Nokkuð oft meira að segja. Það bregst heldur ekki að í hvert skipti sem ég heyri þessa sögu, hvort sem er í heitum potti eða í spjalli út á götu, fylgir með yfirlýsing um að þótt ótrúlegt megi virðast þá sé þetta 100% sönn saga. Ég hef tekið þessari sögu með mátulegum fyrirvara en flestir sem segja hana virðast yfirmáta vissir um að þetta sé sönn saga. Ég heyrði þessa sögu meira að segja sagða á Rás 1 síðasta sunnudag. Það er bannað að ljúga á Rás 1, er það ekki? Gerðist þetta í alvöru? Ég kannaði málið og það tók ekki langan tíma. Í fáum orðum er svarið nei. Þetta gerðist ekki. Allavega ekki á Íslandi. Sagan telst til svokallaðra flökkusagna og er því til í ýmsum útgáfum. Í Bandaríkjunum er hún yfirleitt sögð þannig að dvergurinn er talinn vera tröll og handsamaður af fólki sem er haldið einhverfu. Þá er dvergurinn oft sagður vera frá Vottum Jehóva en ekki happdrættissölumaður. Sagan hefur verið til í áraraðir og þekkist í ýmsum formum í Ameríku, Norðurlöndunum og víðar. Stundum er sagt að ekki eigi að láta sannleikann spilla góðri sögu. Ég er alveg til í að taka undir það. En til að öllu réttlæti sé haldið til haga þá er niðurstaðan þessi: Fólk er nú búið að hlæja mánuðum saman að „sönnu sögunni“ um þroskahefta fólkið, dverginn og ógæfu þeirra. Ha ha ha. Þau eru svo vitlaus. (bakföll) Ha ha ha. Hvað með þá sem trúa lygum? Eru þeir ekki vitlausir? Sá hlær best sem síðast hlær. Inn í okkur öllum býr nú lítill dvergur með happdrættismiða í hönd sem hlær sig máttlausan að heimsku okkar – því hann hefur aldrei verið til.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa Skoðun
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun