Vilja auka traust á Alþingi - Vinna að breytingu þingskapa Höskuldur Kári Schram skrifar 7. september 2013 07:00 Landsmenn bera afar lítið traust til Alþingis, ekki síst vegna framgöngu þingmanna. Stefnt er að því að bregðast við því með því að breyta þingsköpum. Fréttablaðið/Vilhelm Ríkur vilji er meðal þingmanna til að bregðast við því hve lítils trausts Alþingi nýtur meðal þjóðarinnar. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en þingskapanefnd sem skipuð verður í haust mun leggja fram tillögur að breytingum á störfum þingsins. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að draga úr málþófi og gera umræður hnitmiðaðri. „Það er áhyggjuefni fyrir þingið og þjóðina líka þegar svona mikilvæg stofnun eins og Alþingi nýtur svona lítils trausts,“ segir Einar um nýlegar kannanir sem benda til þess að traust almennings til Alþingis og stjórnmálamanna sé í sögulegu lágmarki. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alþingi sögðust 76% svarenda bera lítið eða alls ekkert traust til stofnunarinnar. Þátttakendur í könnuninni gagnrýndu meðal annars umræðuhefð þingmanna og vinnulag. Í niðurstöðum könnunar Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða er Ísland í 48. sæti þegar kemur að trausti almennings til stjórnmálamanna. Íran er í 47. sæti og Austurríki í 49. sæti.Einar K. Guðfinnsson„Ég held að þingmenn geri sér grein fyrir því að einn liður í því að styrkja stöðu Alþingis sé að takast á við breytingar á þingsköpum,“ segir Einar. „Þessi vilji var líka til staðar á síðasta kjörtímabili en sú vinna kláraðist ekki. Ég tel hins vegar mikilvægt að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram.“ Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hvers langt eigi að ganga í breytingum á þingsköpum. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur þannig notast við málþóf til að setja þrýsting á stjórnarmeirihluta og hafa áhrif á niðurstöðu og afgreiðslu mála. Einar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum breytingum. „Ég hef ekki viljað ganga svo langt, og eins tíðkast í sumum þjóðþingum að umræður fari að litlu leyti fram í þingsal. Það er afturför að mínu mati. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hægt sé að breyta fyrirkomulaginu án þess að skerða málfrelsi þingmanna,“ segir Einar. Alþingi kemur saman til fundar á þriðjudag í næstu viku en gert ráð fyrir sex þingfundardögum. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Ríkur vilji er meðal þingmanna til að bregðast við því hve lítils trausts Alþingi nýtur meðal þjóðarinnar. Þetta segir Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, en þingskapanefnd sem skipuð verður í haust mun leggja fram tillögur að breytingum á störfum þingsins. Markmiðið með breytingunum er meðal annars að draga úr málþófi og gera umræður hnitmiðaðri. „Það er áhyggjuefni fyrir þingið og þjóðina líka þegar svona mikilvæg stofnun eins og Alþingi nýtur svona lítils trausts,“ segir Einar um nýlegar kannanir sem benda til þess að traust almennings til Alþingis og stjórnmálamanna sé í sögulegu lágmarki. Í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Alþingi sögðust 76% svarenda bera lítið eða alls ekkert traust til stofnunarinnar. Þátttakendur í könnuninni gagnrýndu meðal annars umræðuhefð þingmanna og vinnulag. Í niðurstöðum könnunar Alþjóðaefnahagsráðsins á samkeppnishæfni þjóða er Ísland í 48. sæti þegar kemur að trausti almennings til stjórnmálamanna. Íran er í 47. sæti og Austurríki í 49. sæti.Einar K. Guðfinnsson„Ég held að þingmenn geri sér grein fyrir því að einn liður í því að styrkja stöðu Alþingis sé að takast á við breytingar á þingsköpum,“ segir Einar. „Þessi vilji var líka til staðar á síðasta kjörtímabili en sú vinna kláraðist ekki. Ég tel hins vegar mikilvægt að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram.“ Skiptar skoðanir eru meðal þingmanna um hvers langt eigi að ganga í breytingum á þingsköpum. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur þannig notast við málþóf til að setja þrýsting á stjórnarmeirihluta og hafa áhrif á niðurstöðu og afgreiðslu mála. Einar segir að stíga þurfi varlega til jarðar í þessum breytingum. „Ég hef ekki viljað ganga svo langt, og eins tíðkast í sumum þjóðþingum að umræður fari að litlu leyti fram í þingsal. Það er afturför að mínu mati. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hægt sé að breyta fyrirkomulaginu án þess að skerða málfrelsi þingmanna,“ segir Einar. Alþingi kemur saman til fundar á þriðjudag í næstu viku en gert ráð fyrir sex þingfundardögum.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira