Hert að lífæð Gaza Þorgils Jónsson skrifar 14. september 2013 07:00 Hér vinnur Palestínumaður baki brotnu að smyglgöngum. Smyglgöng hafa lengi verið við lýði en aldrei í líkingu við það sem viðgengist hefur frá árinu 2007 þegar Hamas tók við völdum í Gaza og Ísraelar og Egyptar hertu verulega á innflutningshöftum. NordicPhotos/AFP Allt frá því í byrjun níunda áratugarins hafa íbúar bæjarins Rafah, sem er í raun klofinn af landamærum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands, notað göng undir landamærin til að smygla varningi inn á Gaza. Frá því að Hamas-samtökin tóku völdin þar árið 2007 hefur mjög verið þrengt að innflutningi frá Egyptalandi, sem hefur valdið mikilli þjáningu og vanhöldum meðal íbúa. Því hefur smygl um göngin aukist verulega þar sem byggingarefni og eldsneyti er helst smyglað þar í gegn, auk þess sem vígahópar hafa smyglað vopnum inn á Gaza. Talið er að um 60% af viðskiptum Gaza við umheiminn fari um göngin. Göngin eru oft grafin niður úr kjöllurum húsa, liggja á um fimmtán metra dýpi og eru allt að 800 metra löng. Mikill órói hefur verið á Sínaí-skaga síðustu vikur þar sem íslamistar hafa tekist á við stjórnarherinn. Stjórnvöld grunar að margir vígamannanna komi frá Gaza um göngin og hafa því gert gangskör að því að loka göngunum. Frá mánaðamótum hafa Egyptar þannig eyðilagt um 40 göng að því er Los Angeles Times hefur eftir embættismönnum á Gaza. Meðfylgjandi myndir sýna veruleika margra sem draga fram lífið á því að grafa göng eða smygla vörum undir landamærin.Palestínumaður að störfum inni í einum göngunum sem liggja undir landamærunum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir sig á fleti í göngum milli Gaza og Egyptalands. Egypski stjórnarherinn hefur undanfarið fundið og lokað um 40 göngum þar sem þeir telja vígamenn sem herja á Sínaí-skaga flyja í gegnum göngin í skjól á Gaza.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir lúin bein við göngin. Bláu tunnurnar eru hlaðnar varningi í Egyptalandi og dregnar undir landamærin yfir til Gaza.NordicPhotos/AFPHér er unnið hörðum höndum á Gaza-enda einna ganganna. Vegna takmarkana ísraelskra og egypskra stjórnvalda fara um 60% af innflutningi á Gaza-ströndina í gegnum smyglgöngin.NordicPhotos/AFPHér er Palestínumanni slakað ofan í smyglgöng í Gaza. Göngin eru yfirleitt á um fimmtán metra dýpi og allt að 800 metra löng.NordicPhotos/AFP Gasa Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
Allt frá því í byrjun níunda áratugarins hafa íbúar bæjarins Rafah, sem er í raun klofinn af landamærum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands, notað göng undir landamærin til að smygla varningi inn á Gaza. Frá því að Hamas-samtökin tóku völdin þar árið 2007 hefur mjög verið þrengt að innflutningi frá Egyptalandi, sem hefur valdið mikilli þjáningu og vanhöldum meðal íbúa. Því hefur smygl um göngin aukist verulega þar sem byggingarefni og eldsneyti er helst smyglað þar í gegn, auk þess sem vígahópar hafa smyglað vopnum inn á Gaza. Talið er að um 60% af viðskiptum Gaza við umheiminn fari um göngin. Göngin eru oft grafin niður úr kjöllurum húsa, liggja á um fimmtán metra dýpi og eru allt að 800 metra löng. Mikill órói hefur verið á Sínaí-skaga síðustu vikur þar sem íslamistar hafa tekist á við stjórnarherinn. Stjórnvöld grunar að margir vígamannanna komi frá Gaza um göngin og hafa því gert gangskör að því að loka göngunum. Frá mánaðamótum hafa Egyptar þannig eyðilagt um 40 göng að því er Los Angeles Times hefur eftir embættismönnum á Gaza. Meðfylgjandi myndir sýna veruleika margra sem draga fram lífið á því að grafa göng eða smygla vörum undir landamærin.Palestínumaður að störfum inni í einum göngunum sem liggja undir landamærunum milli Gaza-strandarinnar og Egyptalands.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir sig á fleti í göngum milli Gaza og Egyptalands. Egypski stjórnarherinn hefur undanfarið fundið og lokað um 40 göngum þar sem þeir telja vígamenn sem herja á Sínaí-skaga flyja í gegnum göngin í skjól á Gaza.NordicPhotos/AFPGangamaður hvílir lúin bein við göngin. Bláu tunnurnar eru hlaðnar varningi í Egyptalandi og dregnar undir landamærin yfir til Gaza.NordicPhotos/AFPHér er unnið hörðum höndum á Gaza-enda einna ganganna. Vegna takmarkana ísraelskra og egypskra stjórnvalda fara um 60% af innflutningi á Gaza-ströndina í gegnum smyglgöngin.NordicPhotos/AFPHér er Palestínumanni slakað ofan í smyglgöng í Gaza. Göngin eru yfirleitt á um fimmtán metra dýpi og allt að 800 metra löng.NordicPhotos/AFP
Gasa Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira