Ekkert persónulegt Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. september 2013 07:00 Allir eru hræddir við eitthvað. Sumir eru lofthræddir en aðrir óttast hunda, köngulær eða það að halda fyrirlestur. Sjálfur er ég haldinn ólæknanlegri dansfælni. Það eitt að ímynda mér dansgólf fær hár mín til að rísa og framkallar kaldan svita á enninu. Þetta hefur komið sér illa í samskiptum mínum við hitt kynið. Mér hefur jú nokkrum sinnum verið boðið upp (afsakið orðalagið, ég er á fertugsaldri) en neyðst til að afþakka vegna dansóttans. Og nei, aldrei nokkurn tímann hefur mér verið trúað þegar ég hef gefið upp ástæður mínar. Ég myndi ekki mæta minni skilningi þótt ég vendi mig á að segja frekar: „Nei, þú ert bara of ljót“. En það væri ekki satt. Mér finnst voðalega fátt vera ljótt. Madeleine Albright er ljót, Fiat Multipla er ljótur og JL-húsið er ljótt. Flest annað þykir mér fallegt. Ef þú biður mig að dansa við þig máttu ekki taka því persónulega þótt ég hafni boðinu. Ég tæki því ekkert illa þótt þú leyfðir mér ekki að henda tarantúlu í andlitið á þér vegna þess að ég veit hvernig það er að vera hræddur við eitthvað. Ég er hálfpartinn að vonast til þess að sæta stelpan sem ég neitaði að dansa við á Kaffibarnum haustið 2010 sé að lesa þetta. Hún var fallegri en vatnaliljur Monets en fötlun mín olli því að hún ranghvolfdi augunum yfir því hvað ég væri glataður og lét sig hverfa. Bara ef hún hefði beðið mig að gera eitthvað annað, hvað sem er, eins og til dæmis að hlaupa á staðnum með sér, hefði ég ekki hugsað mig tvisvar um. Það get ég vel gert, að minnsta kosti í stutta stund. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun
Allir eru hræddir við eitthvað. Sumir eru lofthræddir en aðrir óttast hunda, köngulær eða það að halda fyrirlestur. Sjálfur er ég haldinn ólæknanlegri dansfælni. Það eitt að ímynda mér dansgólf fær hár mín til að rísa og framkallar kaldan svita á enninu. Þetta hefur komið sér illa í samskiptum mínum við hitt kynið. Mér hefur jú nokkrum sinnum verið boðið upp (afsakið orðalagið, ég er á fertugsaldri) en neyðst til að afþakka vegna dansóttans. Og nei, aldrei nokkurn tímann hefur mér verið trúað þegar ég hef gefið upp ástæður mínar. Ég myndi ekki mæta minni skilningi þótt ég vendi mig á að segja frekar: „Nei, þú ert bara of ljót“. En það væri ekki satt. Mér finnst voðalega fátt vera ljótt. Madeleine Albright er ljót, Fiat Multipla er ljótur og JL-húsið er ljótt. Flest annað þykir mér fallegt. Ef þú biður mig að dansa við þig máttu ekki taka því persónulega þótt ég hafni boðinu. Ég tæki því ekkert illa þótt þú leyfðir mér ekki að henda tarantúlu í andlitið á þér vegna þess að ég veit hvernig það er að vera hræddur við eitthvað. Ég er hálfpartinn að vonast til þess að sæta stelpan sem ég neitaði að dansa við á Kaffibarnum haustið 2010 sé að lesa þetta. Hún var fallegri en vatnaliljur Monets en fötlun mín olli því að hún ranghvolfdi augunum yfir því hvað ég væri glataður og lét sig hverfa. Bara ef hún hefði beðið mig að gera eitthvað annað, hvað sem er, eins og til dæmis að hlaupa á staðnum með sér, hefði ég ekki hugsað mig tvisvar um. Það get ég vel gert, að minnsta kosti í stutta stund.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun