Hrædd um að missa sig í femínískar skammarræður Friðrika Benónýsdóttir skrifar 5. október 2013 10:00 Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir Málþing um Jakobínu Sigurðardóttur verður haldið í Mývatnssveit í dag. Meðal þeirra sem þar koma fram er Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, en hún mun á næstu vikum senda frá sér endurminningabók með kynjafræðilegu ívafi. Ég hef átt í mesta basli með að finna rétta skilgreiningu á bókina,“ segir Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir spurð hvernig bók hennar, Alla mína stelpuspilatíð, sé skilgreind. „Þetta átti að vera einhvers konar kynjasaga, án þess þó að vera mjög fræðileg, þar sem ég ætlaði að flétta mína persónulegu reynslu inn í. Undir ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur þróaðist þetta hins vegar þannig að persónusagan fór meira í forgrunninn. Þetta er þó alls ekki hefðbundin ævisaga, þannig að það er mjög erfitt að flokka hana. Ég lít á þetta sem þroskasögu en er þó alltaf með kynjagleraugun á nefinu.“Þannig að þetta er uppvaxtarsaga þín í bland við sögu móður þinnar og formæðra? „Helmingurinn af þessu verki fjallar um æsku og uppvöxt og þar er ég auðvitað heilmikið að fjalla um mömmu. Svo er ég líka að fjalla um þann tíðaranda sem ríkti á þessum árum. Bókin skiptist í kafla: barnæsku, unglingsár, hvað gerist þegar stelpan verður kona, um ástina, kynhvötina, hjónabandið og barneignir og svo fjallar lokakaflinn um það sem gerist þegar maður horfir fram á efri árin.“Sigríður heldur sig þó engan veginn eingöngu við eigin sögu heldur leitar fanga víða. „Ég las alveg gríðarlega mikið af bókum á meðan ég var að skrifa og þótt ég sé ekki með tilvísanir og slíkt styðst ég við mjög margar heimildir í þessum pælingum og setti heimildaskrá aftast að gamni mínu, ef einhvern skyldi langa að fræðast nánar um það sem ég er að skrifa þarna.“Gekk það ekkert nærri þér að nota eigin ævi sem útgangspunkt? „Það gekk vel í fyrri hlutanum, á meðan ég var að skrifa um æsku og uppvöxt, það er svo langt í burtu. Ég var hins vegar ekki tilbúin að ganga mjög nærri persónu minni þegar nær dró í tíma og baksaði lengi við það að tapa ekki niður frásögninni í seinni hlutanum. Missa mig ekki í femínískar skammarræður og slíkt. Það er ekki skemmtileg lesning. Silja, sem er gömul rauðsokka, lét mig alveg heyra það að þetta væri hrútleiðinlegt þegar ég lenti á þeim götunum.“Ertu alin upp í miklum femínisma? „Þetta hefur alltaf búið með mér, held ég. Ég er náttúrulega alin upp í mjög róttækri hugsun og þar var femínisminn auðvitað innifalinn. En ég er ekki að reyna að gera þetta eitthvað rosalega fræðilegt. Ég er með meistarapróf í sagnfræði og hef skrifað sagnfræðirit þar sem maður er bundinn af fræðilegum vinnuaðferðum og í þetta sinn langaði mig að láta vaða á súðum og segja bara það sem mér sýnist. Fjalla um kvennasögu og kynjafræði og leyfa mér að hafa skoðanir á því. Fræðimenn eiga alltaf að þykjast vera hlutlausir, sem þeir eru náttúrulega aldrei. Þannig að þetta var mín aðferð til að gefa sjálfri mér lausan tauminn.“ Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Málþing um Jakobínu Sigurðardóttur verður haldið í Mývatnssveit í dag. Meðal þeirra sem þar koma fram er Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir, dóttir Jakobínu, en hún mun á næstu vikum senda frá sér endurminningabók með kynjafræðilegu ívafi. Ég hef átt í mesta basli með að finna rétta skilgreiningu á bókina,“ segir Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir spurð hvernig bók hennar, Alla mína stelpuspilatíð, sé skilgreind. „Þetta átti að vera einhvers konar kynjasaga, án þess þó að vera mjög fræðileg, þar sem ég ætlaði að flétta mína persónulegu reynslu inn í. Undir ritstjórn Silju Aðalsteinsdóttur þróaðist þetta hins vegar þannig að persónusagan fór meira í forgrunninn. Þetta er þó alls ekki hefðbundin ævisaga, þannig að það er mjög erfitt að flokka hana. Ég lít á þetta sem þroskasögu en er þó alltaf með kynjagleraugun á nefinu.“Þannig að þetta er uppvaxtarsaga þín í bland við sögu móður þinnar og formæðra? „Helmingurinn af þessu verki fjallar um æsku og uppvöxt og þar er ég auðvitað heilmikið að fjalla um mömmu. Svo er ég líka að fjalla um þann tíðaranda sem ríkti á þessum árum. Bókin skiptist í kafla: barnæsku, unglingsár, hvað gerist þegar stelpan verður kona, um ástina, kynhvötina, hjónabandið og barneignir og svo fjallar lokakaflinn um það sem gerist þegar maður horfir fram á efri árin.“Sigríður heldur sig þó engan veginn eingöngu við eigin sögu heldur leitar fanga víða. „Ég las alveg gríðarlega mikið af bókum á meðan ég var að skrifa og þótt ég sé ekki með tilvísanir og slíkt styðst ég við mjög margar heimildir í þessum pælingum og setti heimildaskrá aftast að gamni mínu, ef einhvern skyldi langa að fræðast nánar um það sem ég er að skrifa þarna.“Gekk það ekkert nærri þér að nota eigin ævi sem útgangspunkt? „Það gekk vel í fyrri hlutanum, á meðan ég var að skrifa um æsku og uppvöxt, það er svo langt í burtu. Ég var hins vegar ekki tilbúin að ganga mjög nærri persónu minni þegar nær dró í tíma og baksaði lengi við það að tapa ekki niður frásögninni í seinni hlutanum. Missa mig ekki í femínískar skammarræður og slíkt. Það er ekki skemmtileg lesning. Silja, sem er gömul rauðsokka, lét mig alveg heyra það að þetta væri hrútleiðinlegt þegar ég lenti á þeim götunum.“Ertu alin upp í miklum femínisma? „Þetta hefur alltaf búið með mér, held ég. Ég er náttúrulega alin upp í mjög róttækri hugsun og þar var femínisminn auðvitað innifalinn. En ég er ekki að reyna að gera þetta eitthvað rosalega fræðilegt. Ég er með meistarapróf í sagnfræði og hef skrifað sagnfræðirit þar sem maður er bundinn af fræðilegum vinnuaðferðum og í þetta sinn langaði mig að láta vaða á súðum og segja bara það sem mér sýnist. Fjalla um kvennasögu og kynjafræði og leyfa mér að hafa skoðanir á því. Fræðimenn eiga alltaf að þykjast vera hlutlausir, sem þeir eru náttúrulega aldrei. Þannig að þetta var mín aðferð til að gefa sjálfri mér lausan tauminn.“
Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira