Innsýn í heim dansarans Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. október 2013 10:00 Fjórir ungir dansarar dansa í sýningunni og einnig bregður fyrir myndbandsklippum af eldri dönsurum. Fréttablaðið/Arnþór Íslenski dansflokkurinn frumsýnir tvö glæný verk annað kvöld, Tíma eftir Helenu Jónsdóttur og Sentimental, Again eftir Jo Strömgren. „Danssamfélagið á Íslandi er lítið og við erum ekki margar enn starfandi af svokallaðri eldri kynslóð dansara þannig að þegar Lára kom til mín og bað mig að taka þetta verkefni að mér þótti mér mikill heiður að fá að skoða söguna okkar,“ segir Helena Jónsdóttir, höfundur Tíma sem samið var sérstaklega í tilefni af fjörutíu ára afmæli Íslenska dansflokksins. Helena hefur verið viðloðandi dansflokkinn í 33 ár, sitt hvorum megin við landamærin, eins og hún orðar það. „Ég var í Listdansskóla Þjóðleikhússins frá tólf ára aldri og þá tók maður oft þátt í sýningum flokksins. Þegar náminu lauk gekk ég í dansflokkinn í stuttan tíma. Síðan urðu stórar breytingar á flokknum og ég hætti. Ég hef samt alltaf verið þarna með annan fótinn, þetta er eins og lítil fjölskylda og maður yfirgefur ekki fjölskyldu sína.“Helena JónsdóttirVið vinnslu verksins eyddi Helena ómældum tíma í að skoða gömul myndbönd, skoða eldri verk flokksins og kafa í fortíðina. „Ég fann aðra ást í mínu listalífi sem er kvikmyndin,“ segir Helena. „Ég flétta hana inn í verkið. Ég er þarna með fjóra frábæra dansara sem eru allir nýstignir inn í flokkinn, alveg ferskir, þannig að við erum bókstaflega með núið á sviðinu. Svo nota ég vídeó til að varpa fram gamla tímanum. Við fáum að sjá í táskóna hjá Ásdísi Magnúsdóttur, handahreyfingar Katrínar Hall og snúninginn hjá Birgittu Heide, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef líka farið í gegnum danslistasöguna og fannst tilheyra að tala við eldri íslenska danshöfunda og fá leyfi hjá þeim til að flétta inn í nokkur spor frá þeim. Þannig að við erum að horfa þarna í litlum örmyndum á tuttugu til þrjátíu höfunda og dansara sem hafa komið nálægt flokknum í þessi fjörutíu ár.“ Sviðsmyndin er baksviðið þar sem dansararnir eru að vinna sína vinnu. „Dansarar vinna klukkutímum, vikum og mánuðum saman að því einu að deila hjarta sínu í fjörutíu og fimm mínútur með áhorfendum,“ segir Helena. „Þannig að í þessari sýningu kíkjum við á bak við tjöldin og fáum innsýn inn í heim dansarans.“ Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Íslenski dansflokkurinn frumsýnir tvö glæný verk annað kvöld, Tíma eftir Helenu Jónsdóttur og Sentimental, Again eftir Jo Strömgren. „Danssamfélagið á Íslandi er lítið og við erum ekki margar enn starfandi af svokallaðri eldri kynslóð dansara þannig að þegar Lára kom til mín og bað mig að taka þetta verkefni að mér þótti mér mikill heiður að fá að skoða söguna okkar,“ segir Helena Jónsdóttir, höfundur Tíma sem samið var sérstaklega í tilefni af fjörutíu ára afmæli Íslenska dansflokksins. Helena hefur verið viðloðandi dansflokkinn í 33 ár, sitt hvorum megin við landamærin, eins og hún orðar það. „Ég var í Listdansskóla Þjóðleikhússins frá tólf ára aldri og þá tók maður oft þátt í sýningum flokksins. Þegar náminu lauk gekk ég í dansflokkinn í stuttan tíma. Síðan urðu stórar breytingar á flokknum og ég hætti. Ég hef samt alltaf verið þarna með annan fótinn, þetta er eins og lítil fjölskylda og maður yfirgefur ekki fjölskyldu sína.“Helena JónsdóttirVið vinnslu verksins eyddi Helena ómældum tíma í að skoða gömul myndbönd, skoða eldri verk flokksins og kafa í fortíðina. „Ég fann aðra ást í mínu listalífi sem er kvikmyndin,“ segir Helena. „Ég flétta hana inn í verkið. Ég er þarna með fjóra frábæra dansara sem eru allir nýstignir inn í flokkinn, alveg ferskir, þannig að við erum bókstaflega með núið á sviðinu. Svo nota ég vídeó til að varpa fram gamla tímanum. Við fáum að sjá í táskóna hjá Ásdísi Magnúsdóttur, handahreyfingar Katrínar Hall og snúninginn hjá Birgittu Heide, svo eitthvað sé nefnt. Ég hef líka farið í gegnum danslistasöguna og fannst tilheyra að tala við eldri íslenska danshöfunda og fá leyfi hjá þeim til að flétta inn í nokkur spor frá þeim. Þannig að við erum að horfa þarna í litlum örmyndum á tuttugu til þrjátíu höfunda og dansara sem hafa komið nálægt flokknum í þessi fjörutíu ár.“ Sviðsmyndin er baksviðið þar sem dansararnir eru að vinna sína vinnu. „Dansarar vinna klukkutímum, vikum og mánuðum saman að því einu að deila hjarta sínu í fjörutíu og fimm mínútur með áhorfendum,“ segir Helena. „Þannig að í þessari sýningu kíkjum við á bak við tjöldin og fáum innsýn inn í heim dansarans.“
Menning Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira