Maðurinn sem blessar húsin Kjartan Guðmundsson skrifar 12. október 2013 09:00 Magnea B. Valdimarsdóttir við sundurgrafna Hverfisgötuna ásamt dóttur sinni. Fréttablaðið/Valli „Það má eiginlega segja að þessi mynd sé óður til samfélagsins,“ segir Magnea B. Valdimarsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem stendur fyrir Reykjavíkurfrumsýningu á sinni fyrstu heimildamynd, Hverfisgötu, í Bíó Paradís í dag klukkan 17. Sýningin er haldin til styrktar gistiskýli Samhjálpar við Hverfisgötuna, sem hýsir heimilislausa Reykvíkinga, og verða því söfnunarbaukar til staðar á sýningunni en frítt er inn á hana fyrir alla sem vilja. Aðalpersóna myndar Magneu, sem er tuttugu mínútna löng, er Helgi, öryrki sem alla tíð hefur búið í sama húsinu við Hverfisgötu. Helgi, sem starfaði eitt sinn sem klósettvörður í núllinu í Bankastræti, vinnur nú hjá borginni við hin ýmsu viðvik og hefur einnig stundað að blessa öll húsin við Hverfisgötuna. Magnea, sem býr nærri Hverfisgötunni og kennir leiklist í Austurbæjarskóla, vissi ekki af Helga fyrr en hún hófst handa við gerð myndarinnar fyrir rúmum tveimur árum síðan. „Myndin átti reyndar upphaflega að fjalla um róna sem ég tók viðtal við fyrir tíu árum. Þegar ég ætlaði að hefjast handa við myndina komst ég svo að því að róninn hafði látist ári fyrr. Ég ákvað því í staðinn að gera mynd um mannlífið á Hverfisgötunni, sem er auðvitað stórmerkileg gata, fyrsta breiðgatan í Reykjavík og á sér langa og skrautlega sögu. Ég talaði við marga myndlistarmenn og fleiri íbúa í Hverfinu og frétti þannig af Helga sem blessar húsin, sem ég leitaði svo að í heilt ár því hann var mikill „mystery man“. Þegar ég fann hann loksins opnaði hann hjarta sitt fyrir mér og ég uppgötvaði að hann er algjör kvikmyndastjarna,“ segir Magnea og bætir við að Helgi hafi tekið af henni loforð um að sýna myndina í Bíó Paradís og hún sé ánægð með að geta staðið við það og styrkt gott málefni í leiðinni, en áður hafði myndin verið sýnd á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði í ágúst síðastliðnum. Hverfisgatan er sundurgrafin þessa dagana vegna framkvæmda og segist Magnea hlakka til að sjá götuna þegar þeim verður lokið. „Mér þykir rosalega vænt um þetta hverfi. Þegar maður býr hér fer maður að taka eftir ýmsum hlutum sem aðrir merkja kannski ekki. Í rauninni er þetta dálítið eins og að búa í litlu þorpi,“ segir Magnea. Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Það má eiginlega segja að þessi mynd sé óður til samfélagsins,“ segir Magnea B. Valdimarsdóttir, leikkona og kvikmyndagerðarmaður, sem stendur fyrir Reykjavíkurfrumsýningu á sinni fyrstu heimildamynd, Hverfisgötu, í Bíó Paradís í dag klukkan 17. Sýningin er haldin til styrktar gistiskýli Samhjálpar við Hverfisgötuna, sem hýsir heimilislausa Reykvíkinga, og verða því söfnunarbaukar til staðar á sýningunni en frítt er inn á hana fyrir alla sem vilja. Aðalpersóna myndar Magneu, sem er tuttugu mínútna löng, er Helgi, öryrki sem alla tíð hefur búið í sama húsinu við Hverfisgötu. Helgi, sem starfaði eitt sinn sem klósettvörður í núllinu í Bankastræti, vinnur nú hjá borginni við hin ýmsu viðvik og hefur einnig stundað að blessa öll húsin við Hverfisgötuna. Magnea, sem býr nærri Hverfisgötunni og kennir leiklist í Austurbæjarskóla, vissi ekki af Helga fyrr en hún hófst handa við gerð myndarinnar fyrir rúmum tveimur árum síðan. „Myndin átti reyndar upphaflega að fjalla um róna sem ég tók viðtal við fyrir tíu árum. Þegar ég ætlaði að hefjast handa við myndina komst ég svo að því að róninn hafði látist ári fyrr. Ég ákvað því í staðinn að gera mynd um mannlífið á Hverfisgötunni, sem er auðvitað stórmerkileg gata, fyrsta breiðgatan í Reykjavík og á sér langa og skrautlega sögu. Ég talaði við marga myndlistarmenn og fleiri íbúa í Hverfinu og frétti þannig af Helga sem blessar húsin, sem ég leitaði svo að í heilt ár því hann var mikill „mystery man“. Þegar ég fann hann loksins opnaði hann hjarta sitt fyrir mér og ég uppgötvaði að hann er algjör kvikmyndastjarna,“ segir Magnea og bætir við að Helgi hafi tekið af henni loforð um að sýna myndina í Bíó Paradís og hún sé ánægð með að geta staðið við það og styrkt gott málefni í leiðinni, en áður hafði myndin verið sýnd á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði í ágúst síðastliðnum. Hverfisgatan er sundurgrafin þessa dagana vegna framkvæmda og segist Magnea hlakka til að sjá götuna þegar þeim verður lokið. „Mér þykir rosalega vænt um þetta hverfi. Þegar maður býr hér fer maður að taka eftir ýmsum hlutum sem aðrir merkja kannski ekki. Í rauninni er þetta dálítið eins og að búa í litlu þorpi,“ segir Magnea.
Menning Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira