Ólík kynlífslöngun snúið vandamál Sigga Dögg skrifar 31. október 2013 07:00 Ólík kynlífslöngun í samböndum er snúið mál og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu, segir Sigga Dögg. Nordicphotos/getty Sæl Sigga Dögg, mig langar að leggja fyrir þig eftirfarandi álitamál varðandi kynlíf eldri borgara: Konur missa oft löngun til kynlífs upp úr miðjum aldri og fá jafnvel andúð á samförum þegar á líður. Á sama tíma halda karlmenn oft bæði þörf og þrótti og löngunin oft enn til staðar þótt þrótturinn minnki. Spurning mín er þessi, á eiginmaðurinn að bæla löngun sína og sætta sig við orðinn hlut eða á hann að kaupa þjónustu hjá nuddstofum. Þriðji kosturinn, að leita eftir skyndikynnum, er ekki mjög aðgengilegur fyrir eldri borgara. Svar Þetta er virkilega áhugaverð spurning og eflaust hægt að ræða hana tímum saman þar sem hver viðmælandi hefði sína eigin skoðun en hér verðum við að láta mína duga. Það er erfitt að fordæma einn kost fram yfir annan því hvert par verður að finna hvað hentar. Einhverjum þætti það ágæt lausn ef makinn leitaði annað eftir kynlífi, hvort sem það er keypt þjónusta eða ekki. Nú er keypt þjónusta refsiverð á Íslandi og einnig óeftirsóknarverður valkostur í huga margra karlmanna sem einhvers konar lausn, svo við skulum útiloka þann valkost. Þá er sennilegt að bæling komi heldur ekki til greina þar sem löngun er jú löngun. Því stendur eftir útfærsla sem hugnast báðum aðilum. Ef ósamræmi er í löngun í sambandi þá þarf að finna einhvers konar jafnvægi svo báðir geti lifað saman í sátt og samlyndi. Sum pör stunda ekki samfarir en stunda ýmsar gælur og geta þær aukið nándina, rétt eins og samfarir. Kynlíf, kynlífsins vegna, er ekki vænlegt til vinnings fyrir hvorugan aðilann og því er þetta spurning um útfærslu. Hvaða leið notið þið til að rækta nánd í ykkar sambandi? Stóra spurningin er kannski sú hvort makinn sem hefur enga löngun vilji lifa einhvers konar kynlífi með maka sínum? Eða sjálfum sér og vinna bug á þessari andúð? Sumir leyfa makanum að eiga „vin/vinkonu“ sem er þá aðallega kynferðislegt samband. Þá má ekki gleymast að kynlöngun er hægt að svala með sjálfsfróun en það sem stendur eftir er allt hitt sem gerir kynlíf mikilvægt í samböndum; nándin, kúrið og koddahjalið. Ef kynlíf er ekki inni í myndinni þá þurfið þið að koma ykkur saman um leið til að rækta nándina, án kynlífs, en um leið svala kynferðislegri útrás makans. Þar sem þetta er stórt og mikið álitamál þá myndi ég gjarnan vilja heyra báðar hliðar málsins og því mæli ég með að hitta ráðgjafa. Þetta er ögn snúið og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu en mikilvægast er að finna leið til að báðir séu sáttir. Sigga Dögg Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira
Sæl Sigga Dögg, mig langar að leggja fyrir þig eftirfarandi álitamál varðandi kynlíf eldri borgara: Konur missa oft löngun til kynlífs upp úr miðjum aldri og fá jafnvel andúð á samförum þegar á líður. Á sama tíma halda karlmenn oft bæði þörf og þrótti og löngunin oft enn til staðar þótt þrótturinn minnki. Spurning mín er þessi, á eiginmaðurinn að bæla löngun sína og sætta sig við orðinn hlut eða á hann að kaupa þjónustu hjá nuddstofum. Þriðji kosturinn, að leita eftir skyndikynnum, er ekki mjög aðgengilegur fyrir eldri borgara. Svar Þetta er virkilega áhugaverð spurning og eflaust hægt að ræða hana tímum saman þar sem hver viðmælandi hefði sína eigin skoðun en hér verðum við að láta mína duga. Það er erfitt að fordæma einn kost fram yfir annan því hvert par verður að finna hvað hentar. Einhverjum þætti það ágæt lausn ef makinn leitaði annað eftir kynlífi, hvort sem það er keypt þjónusta eða ekki. Nú er keypt þjónusta refsiverð á Íslandi og einnig óeftirsóknarverður valkostur í huga margra karlmanna sem einhvers konar lausn, svo við skulum útiloka þann valkost. Þá er sennilegt að bæling komi heldur ekki til greina þar sem löngun er jú löngun. Því stendur eftir útfærsla sem hugnast báðum aðilum. Ef ósamræmi er í löngun í sambandi þá þarf að finna einhvers konar jafnvægi svo báðir geti lifað saman í sátt og samlyndi. Sum pör stunda ekki samfarir en stunda ýmsar gælur og geta þær aukið nándina, rétt eins og samfarir. Kynlíf, kynlífsins vegna, er ekki vænlegt til vinnings fyrir hvorugan aðilann og því er þetta spurning um útfærslu. Hvaða leið notið þið til að rækta nánd í ykkar sambandi? Stóra spurningin er kannski sú hvort makinn sem hefur enga löngun vilji lifa einhvers konar kynlífi með maka sínum? Eða sjálfum sér og vinna bug á þessari andúð? Sumir leyfa makanum að eiga „vin/vinkonu“ sem er þá aðallega kynferðislegt samband. Þá má ekki gleymast að kynlöngun er hægt að svala með sjálfsfróun en það sem stendur eftir er allt hitt sem gerir kynlíf mikilvægt í samböndum; nándin, kúrið og koddahjalið. Ef kynlíf er ekki inni í myndinni þá þurfið þið að koma ykkur saman um leið til að rækta nándina, án kynlífs, en um leið svala kynferðislegri útrás makans. Þar sem þetta er stórt og mikið álitamál þá myndi ég gjarnan vilja heyra báðar hliðar málsins og því mæli ég með að hitta ráðgjafa. Þetta er ögn snúið og eiga báðir aðilar rétt á sinni afstöðu en mikilvægast er að finna leið til að báðir séu sáttir.
Sigga Dögg Mest lesið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið Menning Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Lífið Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Leikjavísir Fleiri fréttir Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Sjá meira