Bergsveinn tilnefndur til Brage-verðlauna Friðrika Benónýsdóttir skrifar 2. nóvember 2013 11:00 Bergsveinn Birgisson. Bók hans Svarti víkingurinn er fyrsta bókin eftir mann með erlendan ríkisborgararétt sem tilnefnd er til Brage-verðlaunanna norsku. Fréttablaðið/Daníel Bók Bergsveins Birgissonar, Svarti víkingurinn, er tilnefnd í flokki fræðirita til Brage-bókmenntaverðlaunanna en það eru virtustu bókmenntaverðlaun sem veitt eru í Noregi. Á heimasíðu verðlaunanna segir að ekki sé vitað til þess að útlendingur hafi fyrr verið tilnefndur. Svarti víkingurinn fjallar um forföður Bersveins, Geirmund heljarskinn, konungsson frá Rogalandi, sem lét að sér kveða á Íslandi á níundu öld. Bókin skiptist í fjóra hluta, eftir þeim landsvæðum þar sem Geirmundur heldur sig: Rogaland, Bjarmaland (N-Rússland), Írland og Ísland. Áralangar rannsóknir liggja að baki henni auk þess sem persónuleg sýn Bergsveins á viðfangsefnið eykur vídd sögunnar, að því er segir á fyrrnefndri heimasíðu Brage-verðlaunanna. Til viðbótar gengur sagnfræði bókarinnar þvert á viðurkenndar hugmyndir um landnám og þróun Íslands, segir þar enn fremur. Bergsveinn starfar sem háskólakennari í Bergen. Hann var í fyrra tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu fyrir skáldsöguna vinsælu Svar við bréfi Helgu. Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bók Bergsveins Birgissonar, Svarti víkingurinn, er tilnefnd í flokki fræðirita til Brage-bókmenntaverðlaunanna en það eru virtustu bókmenntaverðlaun sem veitt eru í Noregi. Á heimasíðu verðlaunanna segir að ekki sé vitað til þess að útlendingur hafi fyrr verið tilnefndur. Svarti víkingurinn fjallar um forföður Bersveins, Geirmund heljarskinn, konungsson frá Rogalandi, sem lét að sér kveða á Íslandi á níundu öld. Bókin skiptist í fjóra hluta, eftir þeim landsvæðum þar sem Geirmundur heldur sig: Rogaland, Bjarmaland (N-Rússland), Írland og Ísland. Áralangar rannsóknir liggja að baki henni auk þess sem persónuleg sýn Bergsveins á viðfangsefnið eykur vídd sögunnar, að því er segir á fyrrnefndri heimasíðu Brage-verðlaunanna. Til viðbótar gengur sagnfræði bókarinnar þvert á viðurkenndar hugmyndir um landnám og þróun Íslands, segir þar enn fremur. Bergsveinn starfar sem háskólakennari í Bergen. Hann var í fyrra tilnefndur til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs af Íslands hálfu fyrir skáldsöguna vinsælu Svar við bréfi Helgu.
Menning Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira