Breytir sambandið samningum? Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar 12. nóvember 2013 06:00 Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarfulltrúi á Ísafirði, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um skólamál og kjör kennara. Síðastliðin tíu ár hef ég verið talsmaður þess í Reykjavíkurborg að breyta kjarasamningum kennara, talið þá vera úrelta og hvorki í samræmi við kröfur til starfa háskólamenntaðra starfsmanna né skólaþróunar. Ég hef sagt að stagbættur samningur sem grundvallast á stundatöflum dugi ekki lengur. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í þessari umræðu enda langstærsta sveitarfélagið. Bara á þessu ári aukast útgjöld borgarinnar um 100 milljónir, sem jafngildir launum 16 kennara, vegna kennsluafsláttar kennara sem eru komnir yfir ákveðinn aldur. Reykjavíkurborg á með skýrum hætti að setja stefnuna á miklu sveigjanlegra umhverfi fyrir kennara og skólastjórnendur – og taka til umræðu einhvers konar framgangskerfi í líkingu við það sem hjúkrunarfræðingar nota með góðum árangri. Þannig getum við umbunað kennurum góð störf með launaflokkahækkunum. Grein Halldórs gefur okkur tilefni til að hugleiða hvað Samband íslenskra sveitarfélaga hefur raunverulega gert undanfarin ár í þessu sambandi. Sambandið sló út af borðinu mögulegt samkomulag um sólarlagsákvæði á kennsluafslætti. Ekkert hefur hreyfst í átt að sveigjanlegri kjarasamningum nema síður sé og traustið á milli sambandsins og kennara er við frostmark. Ég fagna því ef breyting verður á því enda löngu tímbært að leggja fram skýra stefnu og fara að draga upp nýjan samning. Það er ekki hægt að stagbæta núverandi samning. Markmiðið á að vera að hækka laun kennara umfram vísitölu en losa um leið úreltar vinnuskilgreiningar. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í að bjóða upp á meiri sérhæfingu og sveigjanleika með minni miðstýringu borgarinnar sjálfrar og meiri völd til skólastjóra. Við eigum að búa til samning sem miðar við að laun kennara og verkefni séu í samræmi við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Sveitarfélög þurfa að fjárfesta í þessum breytingum. Það er tímabært að virkja krafta kennara í sveigjanlegu umhverfi launa og starfsskilyrða. Að einbeita sér að þeirri stefnu að „reka kennsluna með færri kennurum…“ eins og Halldór nefnir er kolrangt markmið og mun valda úlfúð meðal kennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áföll og gamlar tuggur Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Sjá meira
Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarfulltrúi á Ísafirði, skrifar grein í Fréttablaðið í gær um skólamál og kjör kennara. Síðastliðin tíu ár hef ég verið talsmaður þess í Reykjavíkurborg að breyta kjarasamningum kennara, talið þá vera úrelta og hvorki í samræmi við kröfur til starfa háskólamenntaðra starfsmanna né skólaþróunar. Ég hef sagt að stagbættur samningur sem grundvallast á stundatöflum dugi ekki lengur. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í þessari umræðu enda langstærsta sveitarfélagið. Bara á þessu ári aukast útgjöld borgarinnar um 100 milljónir, sem jafngildir launum 16 kennara, vegna kennsluafsláttar kennara sem eru komnir yfir ákveðinn aldur. Reykjavíkurborg á með skýrum hætti að setja stefnuna á miklu sveigjanlegra umhverfi fyrir kennara og skólastjórnendur – og taka til umræðu einhvers konar framgangskerfi í líkingu við það sem hjúkrunarfræðingar nota með góðum árangri. Þannig getum við umbunað kennurum góð störf með launaflokkahækkunum. Grein Halldórs gefur okkur tilefni til að hugleiða hvað Samband íslenskra sveitarfélaga hefur raunverulega gert undanfarin ár í þessu sambandi. Sambandið sló út af borðinu mögulegt samkomulag um sólarlagsákvæði á kennsluafslætti. Ekkert hefur hreyfst í átt að sveigjanlegri kjarasamningum nema síður sé og traustið á milli sambandsins og kennara er við frostmark. Ég fagna því ef breyting verður á því enda löngu tímbært að leggja fram skýra stefnu og fara að draga upp nýjan samning. Það er ekki hægt að stagbæta núverandi samning. Markmiðið á að vera að hækka laun kennara umfram vísitölu en losa um leið úreltar vinnuskilgreiningar. Reykjavíkurborg á að vera leiðandi í að bjóða upp á meiri sérhæfingu og sveigjanleika með minni miðstýringu borgarinnar sjálfrar og meiri völd til skólastjóra. Við eigum að búa til samning sem miðar við að laun kennara og verkefni séu í samræmi við aðra háskólamenntaða starfsmenn. Sveitarfélög þurfa að fjárfesta í þessum breytingum. Það er tímabært að virkja krafta kennara í sveigjanlegu umhverfi launa og starfsskilyrða. Að einbeita sér að þeirri stefnu að „reka kennsluna með færri kennurum…“ eins og Halldór nefnir er kolrangt markmið og mun valda úlfúð meðal kennara.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar