Ferð til Brasilíu í sumar er ekki lengur draumur Kolbeinn Tumi Daðason í Zagreb skrifar 19. nóvember 2013 08:00 Eiður Smári Guðjohnsen vinnur skallaeinvígi á æfingu íslenska landsliðsins í Zagreb í gær. MYnd/Vilhelm „Ég er gífurlega stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Miðjumaðurinn segir hlutverk sitt sérstaklega skemmtilegt þessa dagana þegar svona vel gangi. „Okkur hefur tekist að breyta hugarfari Íslendinga gagnvart landsliðinu. Við spilum skemmtilegan fótbolta og það sást í stúkunni á Laugardalsvelli á föstudaginn.“ Leikmenn íslenska liðsins börðust sem sært ljón í umræddum leik. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli sem voru fyrsta flokks úrslit í ljósi þess að Íslendingar spiluðu manni færri í síðari hálfleik. „Auðvitað erum við minni spámenn í þessum leikjum en við erum þó ekki svo fjarri Króötunum,“ segir landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. „Ég hlakka til leiksins og tel okkur eiga góðan möguleika.“ Landsliðsþjálfarinn 65 ára hefur ítrekað lýst yfir ánægju sinni með leikmenn íslenska landsliðsins. Þeir hvorki kvarti né kveini heldur taki mikla ábyrgð, séu ófeimnir og flottir fulltrúar þjóðar sinnar. Fyrirliðinn Aron Einar er ekki síður stoltur af strákunum sem hann mun leiða út á Maksimir-leikvanginn í Zagreb í kvöld. „Ég er rosalega stoltur af strákunum, hvernig þetta hefur gengið og hvernig þeir hafa meðhöndlað stöðuna,“ segir Aron Einar hvergi banginn fyrir leikinn stóra í kvöld. Menn séu hættir að láta sig dreyma því nú sé þetta í þeirra höndum. Ferð til Brasilíu í sumar sé góður möguleiki. „Við verðum bara að hafa trú á því. Það er það eina sem skiptir máli. Hafi leikmenn ekki trú á verkefninu er voðinn vís. Leikurinn verður erfiður og strákarnir vita það vel.“ Lagerbäck var brosmildur í spjalli við blaðamann í gær og óskandi að hið sama verði uppi á teningnum að leik loknum í kvöld. „Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta. Ég vona það að sjálfsögðu en það kemur í ljós að leik loknum. Yfirspili Króatar okkur og sigri þá brosi ég varla,“ segir Lagerbäck. Þá þurfi Ísland að sætta sig við að vera lakara lið en Króatía. „Ég vona hins vegar að við verðum báðir brosandi annað kvöld.“ Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira
„Ég er gífurlega stoltur af því að vera fyrirliði þessa liðs,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Miðjumaðurinn segir hlutverk sitt sérstaklega skemmtilegt þessa dagana þegar svona vel gangi. „Okkur hefur tekist að breyta hugarfari Íslendinga gagnvart landsliðinu. Við spilum skemmtilegan fótbolta og það sást í stúkunni á Laugardalsvelli á föstudaginn.“ Leikmenn íslenska liðsins börðust sem sært ljón í umræddum leik. Niðurstaðan varð markalaust jafntefli sem voru fyrsta flokks úrslit í ljósi þess að Íslendingar spiluðu manni færri í síðari hálfleik. „Auðvitað erum við minni spámenn í þessum leikjum en við erum þó ekki svo fjarri Króötunum,“ segir landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck. „Ég hlakka til leiksins og tel okkur eiga góðan möguleika.“ Landsliðsþjálfarinn 65 ára hefur ítrekað lýst yfir ánægju sinni með leikmenn íslenska landsliðsins. Þeir hvorki kvarti né kveini heldur taki mikla ábyrgð, séu ófeimnir og flottir fulltrúar þjóðar sinnar. Fyrirliðinn Aron Einar er ekki síður stoltur af strákunum sem hann mun leiða út á Maksimir-leikvanginn í Zagreb í kvöld. „Ég er rosalega stoltur af strákunum, hvernig þetta hefur gengið og hvernig þeir hafa meðhöndlað stöðuna,“ segir Aron Einar hvergi banginn fyrir leikinn stóra í kvöld. Menn séu hættir að láta sig dreyma því nú sé þetta í þeirra höndum. Ferð til Brasilíu í sumar sé góður möguleiki. „Við verðum bara að hafa trú á því. Það er það eina sem skiptir máli. Hafi leikmenn ekki trú á verkefninu er voðinn vís. Leikurinn verður erfiður og strákarnir vita það vel.“ Lagerbäck var brosmildur í spjalli við blaðamann í gær og óskandi að hið sama verði uppi á teningnum að leik loknum í kvöld. „Maður veit aldrei hvað gerist í fótbolta. Ég vona það að sjálfsögðu en það kemur í ljós að leik loknum. Yfirspili Króatar okkur og sigri þá brosi ég varla,“ segir Lagerbäck. Þá þurfi Ísland að sætta sig við að vera lakara lið en Króatía. „Ég vona hins vegar að við verðum báðir brosandi annað kvöld.“
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Fleiri fréttir Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Sjá meira