Fátækt barna á Íslandi Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar 30. nóvember 2013 06:00 Íslenskt samfélag er eitt ríkasta samfélag í heiminum. Á undanförnum árum hefur þó þrengt að hjá mörgum, kjör fólks hafa rýrnað og ójöfnuður og fátækt aukist, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Nú er talið að tæplega 9.000 börn á Íslandi búi við fátækt og hefur þeim farið fjölgandi. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum og ekki má mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga að njóta heilbrigðisþjónustu og menntunar, hvíldar, tómstunda, skemmtana og leikja sem hæfa aldri þeirra og þroska. Sökum fátæktar geta þó sum börn ekki notið þessara mannréttinda. Ýmis heilbrigðisþjónusta, sem sum börn þurfa á að halda, er mjög kostnaðarsöm og mörgum foreldrum ofviða. Samkvæmt rannsóknum hefur ekkert neikvæðari áhrif á heilbrigði en ójöfnuður og fátækt. Skólar eru hornsteinar jafnræðis í samfélaginu, þar sem almennt er lítill munur á milli skóla á Íslandi. Skólinn hefur einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna, þar sem flest börn sækja leikskóla og öll börn grunnskóla. Þó að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls er leikskólinn það ekki, auk þess fylgir mikill kostnaður grunnskólagöngu barna. Mikilvægt er að skólayfirvöld og sveitarstjórnir láti ekki stöðu og bágan efnahag foreldra bitna á börnum þeirra og tryggi að öll börn geti verið þátttakendur í því starfi sem skólinn stendur fyrir. Vitundarvakning Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í ýmsu tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við aukna barnafátækt og aukinn ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og munu þeir fjármunir sem safnast í jólapeysuátakinu m.a. renna til þess verkefnis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Júlía Rafnsdóttir Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskt samfélag er eitt ríkasta samfélag í heiminum. Á undanförnum árum hefur þó þrengt að hjá mörgum, kjör fólks hafa rýrnað og ójöfnuður og fátækt aukist, ekki síst hjá barnafjölskyldum. Nú er talið að tæplega 9.000 börn á Íslandi búi við fátækt og hefur þeim farið fjölgandi. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem Ísland hefur lögfest, eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum og ekki má mismuna börnum sökum stöðu þeirra eða foreldra þeirra. Í Barnasáttmálanum er kveðið á um að öll börn eigi rétt á að lifa og þroskast og fá að þroska hæfileika sína. Þau eiga að njóta heilbrigðisþjónustu og menntunar, hvíldar, tómstunda, skemmtana og leikja sem hæfa aldri þeirra og þroska. Sökum fátæktar geta þó sum börn ekki notið þessara mannréttinda. Ýmis heilbrigðisþjónusta, sem sum börn þurfa á að halda, er mjög kostnaðarsöm og mörgum foreldrum ofviða. Samkvæmt rannsóknum hefur ekkert neikvæðari áhrif á heilbrigði en ójöfnuður og fátækt. Skólar eru hornsteinar jafnræðis í samfélaginu, þar sem almennt er lítill munur á milli skóla á Íslandi. Skólinn hefur einstakt tækifæri til að jafna aðstöðu barna, þar sem flest börn sækja leikskóla og öll börn grunnskóla. Þó að grunnskólinn eigi að vera gjaldfrjáls er leikskólinn það ekki, auk þess fylgir mikill kostnaður grunnskólagöngu barna. Mikilvægt er að skólayfirvöld og sveitarstjórnir láti ekki stöðu og bágan efnahag foreldra bitna á börnum þeirra og tryggi að öll börn geti verið þátttakendur í því starfi sem skólinn stendur fyrir. Vitundarvakning Börn sem búa við fátækt eiga oft erfitt með að fylgja skólafélögum sínum eftir í ýmsu tómstundastarfi, eða taka þátt í leikjum eða skemmtunum. Þau geta jafnvel ekki haldið upp á viðburði og áfanga í lífi sínu eins og afmæli eða farið í afmæli hjá öðrum. Þau geta því ekki tekið virkan þátt í samfélaginu með öðrum börnum. Þau fara á mis við að kynnast því fjölbreytta samfélagi menningar, íþrótta og lista, sem gæti vakið áhuga þeirra, göfgað líf og styrkt sjálfsmynd. Þau fá ekki að nýta hæfileika sína, jafnvel ekki að uppgötva eigin hæfileika og hætta er á að þau verði félagslega einangruð. Íslenskt samfélag getur ekki skorast undan því að horfast í augu við aukna barnafátækt og aukinn ójöfnuð barna á Íslandi. Það verður að vera þjóðarsátt um að útrýma fátækt og að tryggja að öll börn á Íslandi geti lifað með reisn, fái að þroskast og nýta hæfileika sína. Slíkt er fjárfesting til framtíðar. Barnaheill- Save the Children á Íslandi eru mannréttindasamtök og vilja stuðla að vitundarvakningu um að fjöldi barna nýtur ekki þeirra réttinda sem þeim ber sökum fátæktar. Samtökin vinna að verkefni um stöðu barna á Íslandi með tilliti til stöðu og efnahags foreldra þeirra og munu þeir fjármunir sem safnast í jólapeysuátakinu m.a. renna til þess verkefnis.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar