Engin jól án Mahaliu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 13. desember 2013 11:00 Esther hefur sungið eiginlega allar tegundir tónlistar, er klassískt menntuð í söng, en blúsinn og gospelið eiga þó hjarta hennar. „Ég ólst upp við það austur á Héraði að klukkan sex á aðfangadag var Mahalia Jackson sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona, sem sjöunda árið í röð efnir til tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem hún syngur lög sem Mahalia Jackson hljóðritaði. „Ég syng aðallega lög af plötunni Silent Night,“ segir Esther. „En svo eru líka nokkur lög af I believe og You‘ll never walk alone.“ Esther segir tónleikana tvískipta, fyrrihlutinn sé almennt gospel en í seinnihlutanum sé svifið inn í jólin. „Þetta byrjaði nú bara vegna þess að Silent Night er mín uppáhaldsplata og Mahalia á svo stóran sess í hjarta mér,“ svarar hún spurð hvað hafi ýtt verkefninu af stað. „Ég hef lengi verið viðloðandi gospel en hef samt aðallega sungið blús. Þetta tvennt er náttúrulega mjög líkt og þótt ég hafi menntað mig í klassískum söng hafa blúsinn og gospelið eiginlega alveg tekið yfir.“ Esther hefur reyndar líka sungið rokk, folk-músík og kántrí og byrjaði meira að segja í pönkhljómsveit fimmtán ára. „Það entist í tvö ár,“ segir hún og hlær. „Þá fann blúsinn mig og það var eiginlega hann sem leiddi mig út í klassískt söngnám.“ Á tónleikunum á mánudagskvöldið hefur hún stuðning kvartetts sem í syngja Björn Thorarensen tenór, Gísli Magna tenór, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Örn Arnarson bassi. Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistarmanna þar sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó, Scott McLemore á trommur, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Esther segir tónleikana vera orðna fastan lið í undirbúningi jólanna hjá mörgum. „Það eru engin jól án Mahaliu og jólin byrja sem sagt í Fríkirkjunni klukkan 20.30 á mánudagskvöld.“ Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Ég ólst upp við það austur á Héraði að klukkan sex á aðfangadag var Mahalia Jackson sett á fóninn og þá voru jólin komin,“ segir Esther Jökulsdóttir söngkona, sem sjöunda árið í röð efnir til tónleika í Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem hún syngur lög sem Mahalia Jackson hljóðritaði. „Ég syng aðallega lög af plötunni Silent Night,“ segir Esther. „En svo eru líka nokkur lög af I believe og You‘ll never walk alone.“ Esther segir tónleikana tvískipta, fyrrihlutinn sé almennt gospel en í seinnihlutanum sé svifið inn í jólin. „Þetta byrjaði nú bara vegna þess að Silent Night er mín uppáhaldsplata og Mahalia á svo stóran sess í hjarta mér,“ svarar hún spurð hvað hafi ýtt verkefninu af stað. „Ég hef lengi verið viðloðandi gospel en hef samt aðallega sungið blús. Þetta tvennt er náttúrulega mjög líkt og þótt ég hafi menntað mig í klassískum söng hafa blúsinn og gospelið eiginlega alveg tekið yfir.“ Esther hefur reyndar líka sungið rokk, folk-músík og kántrí og byrjaði meira að segja í pönkhljómsveit fimmtán ára. „Það entist í tvö ár,“ segir hún og hlær. „Þá fann blúsinn mig og það var eiginlega hann sem leiddi mig út í klassískt söngnám.“ Á tónleikunum á mánudagskvöldið hefur hún stuðning kvartetts sem í syngja Björn Thorarensen tenór, Gísli Magna tenór, Skarphéðinn Hjartarson tenór og Örn Arnarson bassi. Meðspil er í höndum einvala liðs hljómlistarmanna þar sem Aðalheiður Þorsteinsdóttir spilar á píanó, Scott McLemore á trommur, Gunnar Gunnarsson á Hammondorgel og Gunnar Hrafnsson á kontrabassa. Esther segir tónleikana vera orðna fastan lið í undirbúningi jólanna hjá mörgum. „Það eru engin jól án Mahaliu og jólin byrja sem sagt í Fríkirkjunni klukkan 20.30 á mánudagskvöld.“
Menning Mest lesið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Tónlist Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira