Býður einmana fólki heim á aðfangadag Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2013 09:30 Pauline er mjög opin og elskar að hafa mikið af fólki í kringum sig. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég flutti hingað 19. desember fyrir 22 árum og það fyrsta sem ég lærði að segja var: Gleðileg jól. Ég giftist Íslendingi og hef búið hér síðan,“ segir Pauline McCarthy, skosk kona sem býður einmana fólki heim til sín á aðfangadag. „Ég hef boðið fólki heim til mín á aðfangadag í nítján ár, nema í fyrra þegar ég þurfti að fara til London. Ég byrjaði á þessu því ég vissi að það væru margir nemar sem væru einir á jólunum. Síðan varð ég formaður Félags nýrra Íslendinga og þá voru flestir þeir sem komu heim til mín á jólunum innflytjendur eða nemar. Ég flutti til Akraness fyrir sjö árum og varð sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Núna er hópurinn sem kemur til mín mjög blandaður og það kemur meira að segja einn ferðamaður til mín í ár,“ segir Pauline. Mismunandi er hve margir heimsækja hana á aðfangadag en mest hafa verið sautján manns á heimilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum og tveimur sonum, sextán og tuttugu ára. „Ég á tíu systkini og ég er vön því að hafa mikið af fólki í kringum mig. Mér finnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. Eiginmaður minn og synir styðja mig í þessu og ég gæti þetta ekki án þeirra.“ Aðfangadagskvöld er annars frekar hefðbundið á heimilinu og Pauline segir alla velkomna í heimsókn. „Stemningin er yndisleg. Sumir eru pínulítið feimnir en þeir eru það ekki lengi því ég fíla það ekki. Við fáum okkur góðan kvöldmat en maturinn er ekki alltaf kominn á borðið klukkan sex því ég er með ADHD. Eftir matinn setjumst við í stofuna og fáum okkur eftirrétt og svo er alltaf eitthvað undir trénu. Við hjónin eigum ekki mikinn pening en sjáum til þess að allir fái litla gjöf,“ segir Pauline. Hún bendir fólki á að strætó til Akraness gangi snemma á aðfangadagsmorgun og býður fólki að gista hjá sér í svefnpokum. Þá getur hún líka séð til þess að fólk sé sótt og skilað aftur eftir hátíðarhöldin. Pauline er margt til lista lagt og rekur fyrirtækið Ísland Treasures sem framleiðir minjagripasælgæti. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Ísland Got Talent sem fer í loftið eftir áramót. Hún er þögul sem gröfin um þá reynslu og því verða áhorfendur að bíða þangað til í janúar til að sjá hvernig henni gekk. Ísland Got Talent Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
„Ég flutti hingað 19. desember fyrir 22 árum og það fyrsta sem ég lærði að segja var: Gleðileg jól. Ég giftist Íslendingi og hef búið hér síðan,“ segir Pauline McCarthy, skosk kona sem býður einmana fólki heim til sín á aðfangadag. „Ég hef boðið fólki heim til mín á aðfangadag í nítján ár, nema í fyrra þegar ég þurfti að fara til London. Ég byrjaði á þessu því ég vissi að það væru margir nemar sem væru einir á jólunum. Síðan varð ég formaður Félags nýrra Íslendinga og þá voru flestir þeir sem komu heim til mín á jólunum innflytjendur eða nemar. Ég flutti til Akraness fyrir sjö árum og varð sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum. Þá gerði ég mér grein fyrir því að það eru margir Íslendingar líka einir á jólunum. Ég hélt að allir ættu fjölskyldu sem þeir gætu leitað til. Núna er hópurinn sem kemur til mín mjög blandaður og það kemur meira að segja einn ferðamaður til mín í ár,“ segir Pauline. Mismunandi er hve margir heimsækja hana á aðfangadag en mest hafa verið sautján manns á heimilinu sem hún deilir með eiginmanni sínum og tveimur sonum, sextán og tuttugu ára. „Ég á tíu systkini og ég er vön því að hafa mikið af fólki í kringum mig. Mér finnst ekki vera jól nema húsið sé fullt af fólki. Eiginmaður minn og synir styðja mig í þessu og ég gæti þetta ekki án þeirra.“ Aðfangadagskvöld er annars frekar hefðbundið á heimilinu og Pauline segir alla velkomna í heimsókn. „Stemningin er yndisleg. Sumir eru pínulítið feimnir en þeir eru það ekki lengi því ég fíla það ekki. Við fáum okkur góðan kvöldmat en maturinn er ekki alltaf kominn á borðið klukkan sex því ég er með ADHD. Eftir matinn setjumst við í stofuna og fáum okkur eftirrétt og svo er alltaf eitthvað undir trénu. Við hjónin eigum ekki mikinn pening en sjáum til þess að allir fái litla gjöf,“ segir Pauline. Hún bendir fólki á að strætó til Akraness gangi snemma á aðfangadagsmorgun og býður fólki að gista hjá sér í svefnpokum. Þá getur hún líka séð til þess að fólk sé sótt og skilað aftur eftir hátíðarhöldin. Pauline er margt til lista lagt og rekur fyrirtækið Ísland Treasures sem framleiðir minjagripasælgæti. Þá tók hún þátt í raunveruleikaþættinum Ísland Got Talent sem fer í loftið eftir áramót. Hún er þögul sem gröfin um þá reynslu og því verða áhorfendur að bíða þangað til í janúar til að sjá hvernig henni gekk.
Ísland Got Talent Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira